„Ljóst að Ísland á mikið undir traustri stöðu stóru íslensku flugfélaganna tveggja“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 26. september 2017 11:02 Íslensku flugfélögin eru orðin mikilvæg fyrir efnahagslegan stöðugleika hér á landi. Vísir/GVA Tvö flugfélög, það er íslensku flugfélögin Icelandair og WOW air, eru með langmestu markaðshlutdeildina þegar kemur að millilandaflugi hér á landi. Þetta kemur fram í ítarlegri efnahagslegri greiningu Landsbankans á ferðaþjónustunni hér á landi er þar er sérstaklega fjallað um flug og hvaða áhrif það hefur á ferðaþjónustuna sem orðin er undirstöðuatvinnugrein. Í umfjöllun bankans kemur fram að uppgangur ferðaþjónustunnar á Íslandi skýrist af samspili ýmissa þátta en langmikilvægasti þátturinn sé stóraukið framboð af flugferðum hingað til lands. Alls fljúga þrjátíu flugfélög hingað til lands á þessu ári. Það er því ljóst að margir eru um hituna en Icelandair og WOW air eru engu að síður með langmestu markaðshlutdeildina.Easyjet kemst næst íslensku flugfélögunum „Á tímabilinu febrúar til október 2017 voru félögin með tæplega 82% af sætaframboði í flugi til og frá landinu. Hlutdeildin í Ameríkufluginu er enn hærri eða yfir 90%. Það erlenda flugfélag sem kemst næst íslensku félögunum í markaðshlutdeild er Easyjet með tæplega 4% en alls 23 erlend félög skipta með sér um 18% markaðshlutdeild með tilliti til flugframboðs. Í ljósi mikilvægis alþjóðaflugsins fyrir ferðaþjónustuna, og mikilvægis ferðaþjónustunnar fyrir hagkerfið, er ljóst að Ísland á mikið undir traustri stöðu stóru íslensku flugfélaganna tveggja,“ segir í greiningu bankans. Flugfélögin mikilvæg fyrir efnahagslegan stöðugleika Því er varpað upp hvort þetta þýði að flugfélögin séu orðin kerfislega mikilvægt fyrir efnahagslegan stöðugleika á Íslandi, svipað og stóru viðskiptabankarnir þrír eru skilgreindir sem kerfislega mikilvægir fyrir fjármálastöðugleika í landinu. Samkvæmt greiningu Landsbankans er það augljóst að verulegar truflanir á starfsemi flugfélaganna eða brotthvarf annars þeirra, og hvað þá beggja, myndi hafa gríðarlega miklar afleiðingar fyrir íslenska ferðaþjónustu. „Áhrifin yrðu einnig veruleg fyrir íslenskt efnahagskerfi í heild og almenning. Slíkt áfall hefði keðjuverkandi áhrif, m.a. á gengi krónunnar, eignaverð, vexti og verðbólgu. Ef flugfélögin eru talin kerfislega mikilvæg vakna spurningar um viðbúnað stjórnvalda og aðkomu þeirra að ferðaþjónustunni. Þarf til dæmis að útbúa viðbragðsáætlanir sem hægt er að grípa til ef flugfélögin lenda í vanda? Erfiðleikar margra erlendra flugfélaga síðustu ár og misseri, samanber nýlegt dæmi um erfiðleika flugfélagsins Airberlin, vekja ugg í brjósti um hvað gæti gerst hér á landi ef annað hvort íslensku flugfélaganna lenti í svipuðum hremmingum,“ segir í greiningu Landsbankans. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Heimagisting í gegnum Airbnb í Reykjavík velti rúmlega sex milljörðum króna Í ítarlegri efnahagslegri greiningu Landsbankans á ferðaþjónustunni hér á landi kemur fram að bankinn telji að alls hafi velta heimagistingar í gegnum Airbnb í Reykjavík numið 6,1 milljarði króna í fyrra. 26. september 2017 10:02 Icelandair hefur áætlunarflug til Dallas Icelandair hefur ákveðið að hefja heilsársflug til bandarísku borgarinnar Dallas á næsta ári. Flugið til Dallas hefst í maí 2018 og flogið verður fjórum sinnum í viku. 14. september 2017 13:29 Samrunahrina í ferðaþjónustu eftir að hafa spennt bogann of hátt Æ fleiri fyrirtæki í ferðaþjónustu leita nú allra leiða til þess að hagræða í rekstri og sameinast öðrum fyrirtækjum. Breytt rekstrarumhverfi ógnar afkomu margra ferðaþjónustufyrirtækja. Einyrkjastarfsemi í atvinnugreininni er ekki lengur sjálfbær. 20. september 2017 07:30 Mest lesið Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Hvar er opið um páskana? Neytendur Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Tvö flugfélög, það er íslensku flugfélögin Icelandair og WOW air, eru með langmestu markaðshlutdeildina þegar kemur að millilandaflugi hér á landi. Þetta kemur fram í ítarlegri efnahagslegri greiningu Landsbankans á ferðaþjónustunni hér á landi er þar er sérstaklega fjallað um flug og hvaða áhrif það hefur á ferðaþjónustuna sem orðin er undirstöðuatvinnugrein. Í umfjöllun bankans kemur fram að uppgangur ferðaþjónustunnar á Íslandi skýrist af samspili ýmissa þátta en langmikilvægasti þátturinn sé stóraukið framboð af flugferðum hingað til lands. Alls fljúga þrjátíu flugfélög hingað til lands á þessu ári. Það er því ljóst að margir eru um hituna en Icelandair og WOW air eru engu að síður með langmestu markaðshlutdeildina.Easyjet kemst næst íslensku flugfélögunum „Á tímabilinu febrúar til október 2017 voru félögin með tæplega 82% af sætaframboði í flugi til og frá landinu. Hlutdeildin í Ameríkufluginu er enn hærri eða yfir 90%. Það erlenda flugfélag sem kemst næst íslensku félögunum í markaðshlutdeild er Easyjet með tæplega 4% en alls 23 erlend félög skipta með sér um 18% markaðshlutdeild með tilliti til flugframboðs. Í ljósi mikilvægis alþjóðaflugsins fyrir ferðaþjónustuna, og mikilvægis ferðaþjónustunnar fyrir hagkerfið, er ljóst að Ísland á mikið undir traustri stöðu stóru íslensku flugfélaganna tveggja,“ segir í greiningu bankans. Flugfélögin mikilvæg fyrir efnahagslegan stöðugleika Því er varpað upp hvort þetta þýði að flugfélögin séu orðin kerfislega mikilvægt fyrir efnahagslegan stöðugleika á Íslandi, svipað og stóru viðskiptabankarnir þrír eru skilgreindir sem kerfislega mikilvægir fyrir fjármálastöðugleika í landinu. Samkvæmt greiningu Landsbankans er það augljóst að verulegar truflanir á starfsemi flugfélaganna eða brotthvarf annars þeirra, og hvað þá beggja, myndi hafa gríðarlega miklar afleiðingar fyrir íslenska ferðaþjónustu. „Áhrifin yrðu einnig veruleg fyrir íslenskt efnahagskerfi í heild og almenning. Slíkt áfall hefði keðjuverkandi áhrif, m.a. á gengi krónunnar, eignaverð, vexti og verðbólgu. Ef flugfélögin eru talin kerfislega mikilvæg vakna spurningar um viðbúnað stjórnvalda og aðkomu þeirra að ferðaþjónustunni. Þarf til dæmis að útbúa viðbragðsáætlanir sem hægt er að grípa til ef flugfélögin lenda í vanda? Erfiðleikar margra erlendra flugfélaga síðustu ár og misseri, samanber nýlegt dæmi um erfiðleika flugfélagsins Airberlin, vekja ugg í brjósti um hvað gæti gerst hér á landi ef annað hvort íslensku flugfélaganna lenti í svipuðum hremmingum,“ segir í greiningu Landsbankans.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Heimagisting í gegnum Airbnb í Reykjavík velti rúmlega sex milljörðum króna Í ítarlegri efnahagslegri greiningu Landsbankans á ferðaþjónustunni hér á landi kemur fram að bankinn telji að alls hafi velta heimagistingar í gegnum Airbnb í Reykjavík numið 6,1 milljarði króna í fyrra. 26. september 2017 10:02 Icelandair hefur áætlunarflug til Dallas Icelandair hefur ákveðið að hefja heilsársflug til bandarísku borgarinnar Dallas á næsta ári. Flugið til Dallas hefst í maí 2018 og flogið verður fjórum sinnum í viku. 14. september 2017 13:29 Samrunahrina í ferðaþjónustu eftir að hafa spennt bogann of hátt Æ fleiri fyrirtæki í ferðaþjónustu leita nú allra leiða til þess að hagræða í rekstri og sameinast öðrum fyrirtækjum. Breytt rekstrarumhverfi ógnar afkomu margra ferðaþjónustufyrirtækja. Einyrkjastarfsemi í atvinnugreininni er ekki lengur sjálfbær. 20. september 2017 07:30 Mest lesið Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Hvar er opið um páskana? Neytendur Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Heimagisting í gegnum Airbnb í Reykjavík velti rúmlega sex milljörðum króna Í ítarlegri efnahagslegri greiningu Landsbankans á ferðaþjónustunni hér á landi kemur fram að bankinn telji að alls hafi velta heimagistingar í gegnum Airbnb í Reykjavík numið 6,1 milljarði króna í fyrra. 26. september 2017 10:02
Icelandair hefur áætlunarflug til Dallas Icelandair hefur ákveðið að hefja heilsársflug til bandarísku borgarinnar Dallas á næsta ári. Flugið til Dallas hefst í maí 2018 og flogið verður fjórum sinnum í viku. 14. september 2017 13:29
Samrunahrina í ferðaþjónustu eftir að hafa spennt bogann of hátt Æ fleiri fyrirtæki í ferðaþjónustu leita nú allra leiða til þess að hagræða í rekstri og sameinast öðrum fyrirtækjum. Breytt rekstrarumhverfi ógnar afkomu margra ferðaþjónustufyrirtækja. Einyrkjastarfsemi í atvinnugreininni er ekki lengur sjálfbær. 20. september 2017 07:30