Sandra: Hvetjum atvinnurekendur til að hleypa fólki fyrr heim úr vinnunni Henry Birgir Gunnarsson skrifar 28. september 2017 08:00 Sandra María ætlar sér að lyfta bikarnum eftirsótta um kvöldmatarleytið. vísir/eyþór Sandra María Jessen, fyrirliði Þórs/KA, segir að það sé mikil stemning fyrir leik dagsins á Akureyri og allt sé gert til þess að hjálpa fólki að komast á völlinn í tíma. Staðan fyrir lokaumferðina í Pepsi-deild kvenna er þannig að bæði Þór/KA og Breiðablik geta orðið meistarar. Þór/KA þarf að vinna sinn leik en takist það ekki þá geta Blikar stolið titlinum. „Það er rosalega mikil tilhlökkun hjá öllum,“ segir Sandra María en leikurinn gegn FH hefst klukkan 16.15 og þá eru ansi margir fastir í vinnu eða að skutlast með börnin sín. „Við höfum verið að hvetja atvinnurekendur til þess að hleypa fólki fyrr heim úr vinnunni svo það geti séð leikinn. Hann er auðvitað á asnalegum tíma og leiðinlegt því það á að gera mikið í kringum leikinn. Það verður stuðningsmannasveit í stúkunni með trommur og læti meðal annars. Það á að gera allt sem er hægt til þess að skapa sem besta stemningu á leiknum.“ Miðað við tímasetninguna má búast við því að margir komist ekki fyrr en á seinni hálfleik en það verður kveikt á grillinu og allir velkomnir, hvenær svo sem þeir komast. „Það er leiðinlegt að þetta sé svona því það er mikið undir.“ Þór/KA gat tryggt sér titilinn um síðustu helgi en tapaði óvænt, 3-2, gegn Grindavík. Þar af leiðandi er spenna í dag. „Við erum búnar að hrista vonbrigðin af okkur og þetta var ágætis vakning. Alveg eins og þegar við töpuðum í Eyjum fyrr í sumar. Leikurinn gegn Stjörnunni sem kom í kjölfarið var einn okkar besti leikur í sumar. Við erum að tækla þetta mótlæti eins og við gerðum þá. Við erum að reyna að nýta okkur pirringinn og vonbrigðin til þess að peppa okkur. Það er góð blanda af spennu og tilhlökkun í hópnum,“ segir Sandra ákveðin og segir liðið alls ekki vera að fara á taugum. „Engan veginn. Þetta er bara eins og hver annar fótboltaleikur nema það er aðeins meira undir. Það er því enn meiri vilji til þess að hafa hausinn í lagi.“ FH kemur í heimsókn til Akureyrar og getur eyðilagt teitið þar í bæ. Lið FH er ólseigt og tapaði 0-1 í fyrri leiknum gegn norðanstúlkum. „Þar skoraði fimmtán ára stelpa sigurmarkið fyrir okkur í lokin og við vitum því vel að þetta verður hörkuleikur. Þetta er alls ekki komið. Við erum ekki búnir að taka á móti titlinum en stefnum að sjálfsögðu að því.“ Leikurinn verður í beinni textalýsingu á Vísi og einnig í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn Fleiri fréttir Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Sjá meira
Sandra María Jessen, fyrirliði Þórs/KA, segir að það sé mikil stemning fyrir leik dagsins á Akureyri og allt sé gert til þess að hjálpa fólki að komast á völlinn í tíma. Staðan fyrir lokaumferðina í Pepsi-deild kvenna er þannig að bæði Þór/KA og Breiðablik geta orðið meistarar. Þór/KA þarf að vinna sinn leik en takist það ekki þá geta Blikar stolið titlinum. „Það er rosalega mikil tilhlökkun hjá öllum,“ segir Sandra María en leikurinn gegn FH hefst klukkan 16.15 og þá eru ansi margir fastir í vinnu eða að skutlast með börnin sín. „Við höfum verið að hvetja atvinnurekendur til þess að hleypa fólki fyrr heim úr vinnunni svo það geti séð leikinn. Hann er auðvitað á asnalegum tíma og leiðinlegt því það á að gera mikið í kringum leikinn. Það verður stuðningsmannasveit í stúkunni með trommur og læti meðal annars. Það á að gera allt sem er hægt til þess að skapa sem besta stemningu á leiknum.“ Miðað við tímasetninguna má búast við því að margir komist ekki fyrr en á seinni hálfleik en það verður kveikt á grillinu og allir velkomnir, hvenær svo sem þeir komast. „Það er leiðinlegt að þetta sé svona því það er mikið undir.“ Þór/KA gat tryggt sér titilinn um síðustu helgi en tapaði óvænt, 3-2, gegn Grindavík. Þar af leiðandi er spenna í dag. „Við erum búnar að hrista vonbrigðin af okkur og þetta var ágætis vakning. Alveg eins og þegar við töpuðum í Eyjum fyrr í sumar. Leikurinn gegn Stjörnunni sem kom í kjölfarið var einn okkar besti leikur í sumar. Við erum að tækla þetta mótlæti eins og við gerðum þá. Við erum að reyna að nýta okkur pirringinn og vonbrigðin til þess að peppa okkur. Það er góð blanda af spennu og tilhlökkun í hópnum,“ segir Sandra ákveðin og segir liðið alls ekki vera að fara á taugum. „Engan veginn. Þetta er bara eins og hver annar fótboltaleikur nema það er aðeins meira undir. Það er því enn meiri vilji til þess að hafa hausinn í lagi.“ FH kemur í heimsókn til Akureyrar og getur eyðilagt teitið þar í bæ. Lið FH er ólseigt og tapaði 0-1 í fyrri leiknum gegn norðanstúlkum. „Þar skoraði fimmtán ára stelpa sigurmarkið fyrir okkur í lokin og við vitum því vel að þetta verður hörkuleikur. Þetta er alls ekki komið. Við erum ekki búnir að taka á móti titlinum en stefnum að sjálfsögðu að því.“ Leikurinn verður í beinni textalýsingu á Vísi og einnig í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn Fleiri fréttir Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Sjá meira