Sendi Sergio Garcia skilaboð á Twitter 206 daga í röð og það bar árangur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. september 2017 11:30 Sergio Garcia og Mark Johnson er í bakgrunni. Vísir/Getty Póstmaður frá Peterborough sýndi mikla þrautseigju á Twitter og það skilaði sér á endanum. Hann fékk að upplifa drauminn sinn. Mark Johnson er mikill golfáhugamaður og einnig mikill aðdáandi spænska kylfingsins Sergio Garcia. Draumastarfið var að fá að vera kylfuberi hjá Masters-meistaranum og honum varð að ósk sinni. Það þurfti hinsvegar stanslaust áreiti á Twitter til. BBC segir frá. Johnson sendi Sergio Garcia skilaboð á Twitter 206 daga í röð og notaði myllumerkið #Letmecaddieforyou eða #leyfðuméraðverakylfuberinnþinn. Sergio Garcia svaraði honum loksins í janúar og sagðist vera búinn að finna mót sem hann gæti borið kylfurnar fyrir sig. Mótið sem um ræðir var Masters Pro-Am event sem fer þessa dagana fram á Close House golfvellinum. „Hann gafst bara ekki upp,“ sagði Sergio Garcia við BBC í léttum tón. „Hann var frábær í dag og við áttum góðan dag saman,“ sagði Garcia. „Hann byrjaði á því að ná fugli á fyrstu holu og ég skrifa það á mig en síðan missti ég golfpokann,“ sagði Mark Johnson og bætti við: „Hápunkturinn var bara að hitta hann. Hann er góður strákur og ég sagði bara við hann að fara og vinna mótið,“ sagði þessi póstmaður frá Peterborough. Golf Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport Fleiri fréttir Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Póstmaður frá Peterborough sýndi mikla þrautseigju á Twitter og það skilaði sér á endanum. Hann fékk að upplifa drauminn sinn. Mark Johnson er mikill golfáhugamaður og einnig mikill aðdáandi spænska kylfingsins Sergio Garcia. Draumastarfið var að fá að vera kylfuberi hjá Masters-meistaranum og honum varð að ósk sinni. Það þurfti hinsvegar stanslaust áreiti á Twitter til. BBC segir frá. Johnson sendi Sergio Garcia skilaboð á Twitter 206 daga í röð og notaði myllumerkið #Letmecaddieforyou eða #leyfðuméraðverakylfuberinnþinn. Sergio Garcia svaraði honum loksins í janúar og sagðist vera búinn að finna mót sem hann gæti borið kylfurnar fyrir sig. Mótið sem um ræðir var Masters Pro-Am event sem fer þessa dagana fram á Close House golfvellinum. „Hann gafst bara ekki upp,“ sagði Sergio Garcia við BBC í léttum tón. „Hann var frábær í dag og við áttum góðan dag saman,“ sagði Garcia. „Hann byrjaði á því að ná fugli á fyrstu holu og ég skrifa það á mig en síðan missti ég golfpokann,“ sagði Mark Johnson og bætti við: „Hápunkturinn var bara að hitta hann. Hann er góður strákur og ég sagði bara við hann að fara og vinna mótið,“ sagði þessi póstmaður frá Peterborough.
Golf Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport Fleiri fréttir Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira