Miðflokkur Sigmundar tekinn fyrir á Twitter: „X-M? Er það fyrir alla með exem?“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. september 2017 19:30 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins, býður fram undir listabókstafnum M, X-M. vísir/auðunn Nýr flokkur Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, fyrrverandi forsætisráðherra, heitir Miðflokkurinn en tilkynnt var um nafnið í dag. Miðflokkurinn mun bjóða fram undir listabókstafnum M, X-M, og þykir netverjum mörgum valið á bókstafnum spaugilegt. „X-M“ þykir hljóma eins og „exem“, langvinnur húðsjúkdómur sem veldur kláða, roða, þurrki og sprungum í húð. Þetta hafa notendur samfélagsmiðla keppst við að benda á en Vísir hefur tekið saman brot af því helsta sem birst hefur um málið á Twitter og Facebook.Loksins þegar samfaraflokksdjókarnir voru í rénun, þá koma exemdjókarnir.— Bragi Valdimar (@BragiValdimar) September 28, 2017 Bragi Valdimar Skúlason, þúsundþjalasmiður, fléttaði Framfarafélag Sigmundar Davíðs inn í sinn brandara og þá vandaði rithöfundurinn og myndlistarmaðurinn Hugleikur Dagsson Sigmundi ekki kveðjurnar í stöðuuppfærslu á Facebook - í gríni þó.Samvinnuflokkur Björns Inga Hrafnssonar hefur enn fremur ákveðið að sameinast Miðflokki Sigmundar Davíðs en tilkynnt var formlega um samstarfið í dag. Báðir voru þeir Björn Ingi og Sigmundur Davíð áhrifamiklir menn innan Framsóknarflokksins en hafa sagt skilið við hann eftir mikil innanflokksátök, sem náðu eflaust hámarki í október í fyrra þegar Sigurður Ingi Jóhannsson felldi Sigmund Davíð í formannskosningu flokksins. Samkvæmt nýrri könnun MMR fengi flokkur Sigmundar Davíðs 7,3 prósent atkvæða ef kosið yrði í dag og mælist stærri en Viðreisn, Björt framtíð og Framsóknarflokkurinn sem mælist með 6,4 prósent.Nýi flokkur Sigmundar Davíðs mun nota listabókstafinn M. (X-M.) Hver vill ekki Exemm?— Daníel Geir Moritz (@DanelGeirMoritz) September 28, 2017 Þar höfum við það. Miðflokkurinn, flokkur Sigmundar, mun bjóða sig fram undir listabókstafnum EXEM— Þorsteinn Björnsson (@kristnihald) September 28, 2017 X-M = Exem. Tilviljun? Æ dónt þínk só beibí!— Örn Gunnþórsson (@ossigunn) September 28, 2017 Ok Sigmundur er að hjóla beint í fylgi Grínflokksins með þessu exem gríni. Við sjáum hver hlær síðast, kallinn minn.— $v1 (@SveinnKjarval) September 28, 2017 Öh.... X-M? Er það fyrir alla með exem, eða fær maður kannski exem ef maður kýs M?— R. Mutt (@skarist) September 28, 2017 Gott við X-M #exem #kosningar2017 pic.twitter.com/vLLhpCFypH— KonniWaage (@konninn) September 28, 2017 Kosningar 2017 Tengdar fréttir Formaður Framsóknar segir Sigmund Davíð hafa glatað trausti flokks og þjóðar Formaður Framsóknarflokksins segir Sigmund Davíð Gunnlaugsson hafa misst traust þjóðarinnar og fólks innan Framsóknarflokksins vegna Wintrismálsins og Panama skjalanna þegar yfir tuttugu þúsund manns mættu til mótmæla á Austurvelli. 28. september 2017 19:02 Nýr flokkur Sigmundar heitir Miðflokkurinn 28. september 2017 16:29 Nýr flokkur Björns Inga sameinast nýrri hreyfingu Sigmundar Davíðs Björn Ingi segir það heillavænlegra að sameina krafta framfarasinnaðs fólks í stað þess að dreifa þeim og því muni Samvinnufólk glaðbeitt ganga til liðs við miðjuhreyfingu Sigmundar Davíðs. 28. september 2017 10:52 Mest lesið Heitasta listapar landsins á djamminu Lífið Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Lífið Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Lífið Furðuleg forréttindablinda Gagnrýni Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna Lífið Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can Lífið Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ Lífið „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Lífið Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ Lífið Tilnefningar fyrir árið 2024 birtar Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Fögnuðu fallegri og óvæntri vináttu Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Hvetur hávaxnar stelpur til að vera stoltar af hæð sinni Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Sjá meira
Nýr flokkur Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, fyrrverandi forsætisráðherra, heitir Miðflokkurinn en tilkynnt var um nafnið í dag. Miðflokkurinn mun bjóða fram undir listabókstafnum M, X-M, og þykir netverjum mörgum valið á bókstafnum spaugilegt. „X-M“ þykir hljóma eins og „exem“, langvinnur húðsjúkdómur sem veldur kláða, roða, þurrki og sprungum í húð. Þetta hafa notendur samfélagsmiðla keppst við að benda á en Vísir hefur tekið saman brot af því helsta sem birst hefur um málið á Twitter og Facebook.Loksins þegar samfaraflokksdjókarnir voru í rénun, þá koma exemdjókarnir.— Bragi Valdimar (@BragiValdimar) September 28, 2017 Bragi Valdimar Skúlason, þúsundþjalasmiður, fléttaði Framfarafélag Sigmundar Davíðs inn í sinn brandara og þá vandaði rithöfundurinn og myndlistarmaðurinn Hugleikur Dagsson Sigmundi ekki kveðjurnar í stöðuuppfærslu á Facebook - í gríni þó.Samvinnuflokkur Björns Inga Hrafnssonar hefur enn fremur ákveðið að sameinast Miðflokki Sigmundar Davíðs en tilkynnt var formlega um samstarfið í dag. Báðir voru þeir Björn Ingi og Sigmundur Davíð áhrifamiklir menn innan Framsóknarflokksins en hafa sagt skilið við hann eftir mikil innanflokksátök, sem náðu eflaust hámarki í október í fyrra þegar Sigurður Ingi Jóhannsson felldi Sigmund Davíð í formannskosningu flokksins. Samkvæmt nýrri könnun MMR fengi flokkur Sigmundar Davíðs 7,3 prósent atkvæða ef kosið yrði í dag og mælist stærri en Viðreisn, Björt framtíð og Framsóknarflokkurinn sem mælist með 6,4 prósent.Nýi flokkur Sigmundar Davíðs mun nota listabókstafinn M. (X-M.) Hver vill ekki Exemm?— Daníel Geir Moritz (@DanelGeirMoritz) September 28, 2017 Þar höfum við það. Miðflokkurinn, flokkur Sigmundar, mun bjóða sig fram undir listabókstafnum EXEM— Þorsteinn Björnsson (@kristnihald) September 28, 2017 X-M = Exem. Tilviljun? Æ dónt þínk só beibí!— Örn Gunnþórsson (@ossigunn) September 28, 2017 Ok Sigmundur er að hjóla beint í fylgi Grínflokksins með þessu exem gríni. Við sjáum hver hlær síðast, kallinn minn.— $v1 (@SveinnKjarval) September 28, 2017 Öh.... X-M? Er það fyrir alla með exem, eða fær maður kannski exem ef maður kýs M?— R. Mutt (@skarist) September 28, 2017 Gott við X-M #exem #kosningar2017 pic.twitter.com/vLLhpCFypH— KonniWaage (@konninn) September 28, 2017
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Formaður Framsóknar segir Sigmund Davíð hafa glatað trausti flokks og þjóðar Formaður Framsóknarflokksins segir Sigmund Davíð Gunnlaugsson hafa misst traust þjóðarinnar og fólks innan Framsóknarflokksins vegna Wintrismálsins og Panama skjalanna þegar yfir tuttugu þúsund manns mættu til mótmæla á Austurvelli. 28. september 2017 19:02 Nýr flokkur Sigmundar heitir Miðflokkurinn 28. september 2017 16:29 Nýr flokkur Björns Inga sameinast nýrri hreyfingu Sigmundar Davíðs Björn Ingi segir það heillavænlegra að sameina krafta framfarasinnaðs fólks í stað þess að dreifa þeim og því muni Samvinnufólk glaðbeitt ganga til liðs við miðjuhreyfingu Sigmundar Davíðs. 28. september 2017 10:52 Mest lesið Heitasta listapar landsins á djamminu Lífið Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Lífið Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Lífið Furðuleg forréttindablinda Gagnrýni Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna Lífið Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can Lífið Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ Lífið „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Lífið Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ Lífið Tilnefningar fyrir árið 2024 birtar Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Fögnuðu fallegri og óvæntri vináttu Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Hvetur hávaxnar stelpur til að vera stoltar af hæð sinni Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Sjá meira
Formaður Framsóknar segir Sigmund Davíð hafa glatað trausti flokks og þjóðar Formaður Framsóknarflokksins segir Sigmund Davíð Gunnlaugsson hafa misst traust þjóðarinnar og fólks innan Framsóknarflokksins vegna Wintrismálsins og Panama skjalanna þegar yfir tuttugu þúsund manns mættu til mótmæla á Austurvelli. 28. september 2017 19:02
Nýr flokkur Björns Inga sameinast nýrri hreyfingu Sigmundar Davíðs Björn Ingi segir það heillavænlegra að sameina krafta framfarasinnaðs fólks í stað þess að dreifa þeim og því muni Samvinnufólk glaðbeitt ganga til liðs við miðjuhreyfingu Sigmundar Davíðs. 28. september 2017 10:52
Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?”