Ólafía nokkuð frá því að ná niðurskurðinum í Nýja Sjálandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. september 2017 07:00 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir í einni sandgryfjunni á hringnum í nótt. Vísir/Getty Ólafía Þórunn Kristinsdóttir hefur lokið keppni á McKayson LPGA-mótinu á Nýja Sjálandi en það dugði okkar konu ekki að spila annan hringinn á pari. Ólafía lék tvo fyrstu hringina á sex höggum yfir pari og var á endanum fimm höggum frá því að ná niðurskurðinum. Hún endar væntanlega í 110. sæti á mótinu. Ólafía fékk þrjá fugla í hringnum í nótt en einnig einn skramba og einn skolla. Ólafía fékk því skramba (tvöfaldan skolla) báða dagana en sá í nótt kom á sautjándu holu sem er par þrjú hola. Ólafía hafði fengið fyrsta fugl dagsins á sextándu eða holunni á undan. Ólafía fór út á tíundu holu í nótt og fékk síðan fugla á bæði fyrstu og fjórðu holu vallarins en skolli dagsins kom síðan á áttundu holu eða næstsíðustu holu dagsins. Ólafía púttaði betur en á fyrstu hringnum þegar hún þurfti 35 pútt en púttin voru fimm færri í nótt. Hún komst líka inn á flöt í réttum höggfjölda á þrettán holum af átján en hafði aðeins gert það á ellefu holum daginn áður. Ólafía var fyrir mótið í 69. sæti peningalistans á LPGA mótaröðinni en hún fær engan pening fyrir þetta mót og mun því eflaust lækka eitthvað á næsta lista. Þetta var 21. mótið hennar á bandarísku mótaröðinni á þessu tímabili. Hún er samt í góðri stöðu fyrir lokakaflann á tímabilinu að halda keppnisrétti sínum á sterkustu mótaröð heims. Hundrað efstu halda keppnisréttinum í lok tímabilsins og 80 efstu eru í fyrsta forgangshópnum hvað varðar aðgengi að mótum á næsta tímabili. Golf Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir hefur lokið keppni á McKayson LPGA-mótinu á Nýja Sjálandi en það dugði okkar konu ekki að spila annan hringinn á pari. Ólafía lék tvo fyrstu hringina á sex höggum yfir pari og var á endanum fimm höggum frá því að ná niðurskurðinum. Hún endar væntanlega í 110. sæti á mótinu. Ólafía fékk þrjá fugla í hringnum í nótt en einnig einn skramba og einn skolla. Ólafía fékk því skramba (tvöfaldan skolla) báða dagana en sá í nótt kom á sautjándu holu sem er par þrjú hola. Ólafía hafði fengið fyrsta fugl dagsins á sextándu eða holunni á undan. Ólafía fór út á tíundu holu í nótt og fékk síðan fugla á bæði fyrstu og fjórðu holu vallarins en skolli dagsins kom síðan á áttundu holu eða næstsíðustu holu dagsins. Ólafía púttaði betur en á fyrstu hringnum þegar hún þurfti 35 pútt en púttin voru fimm færri í nótt. Hún komst líka inn á flöt í réttum höggfjölda á þrettán holum af átján en hafði aðeins gert það á ellefu holum daginn áður. Ólafía var fyrir mótið í 69. sæti peningalistans á LPGA mótaröðinni en hún fær engan pening fyrir þetta mót og mun því eflaust lækka eitthvað á næsta lista. Þetta var 21. mótið hennar á bandarísku mótaröðinni á þessu tímabili. Hún er samt í góðri stöðu fyrir lokakaflann á tímabilinu að halda keppnisrétti sínum á sterkustu mótaröð heims. Hundrað efstu halda keppnisréttinum í lok tímabilsins og 80 efstu eru í fyrsta forgangshópnum hvað varðar aðgengi að mótum á næsta tímabili.
Golf Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira