Forsetapartý á Forsetabikarnum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. september 2017 09:30 Forsetarnir þrír fyrir framan forsetabikarinn. Frá vinstri: Bill Clinton, George W. Bush og Barack Obama. Vísir/Getty Tólfti Forsetabikarinn í golfi hófst í New Jersey í Bandaríkjunum gær en þar mætast úrvalslið Bandaríkjanna og alþjóðalið kylfinga utan Evrópu. Keppnin er í anda Ryder-bikarsins þar sem Bandaríkin mætir Evrópu en Bandaríkjamenn eru nú á heimavelli í Forsetabikarnum í fyrsta sinn frá árinu 2013. Steve Stricker er fyrirliði bandaríska liðsins en Simbabve-maðurinn Nick Price er fyrirliði heimsliðsins. Tiger Woods, Fred Couples, Davis Love og Jim Furyk eru aðstoðarmenn Stricker. Bandaríska liðið hefur titil að verja en liðið vann 15,5-14,5 þegar Forsetabikarinn fór fram síðast árið 2015. Bandaríkjamenn hafa reyndar unnið Forsetabikarinn sex sinnum í röð. Það vakti athygli að þegar menn í Liberty National gólfklúbbnum í Jersey City settu Forsetabikarinn í gær að þar voru þrír fyrrverandi forsetar mættir á svæðið og því sannkallað forsetapartý. Þetta er í fyrsta sinn sem þrír forsetar hafa verið meðal áhorfenda síðan að keppnin var sett á laggirnar árið 1994.The Presidents Cup being all Presidential. pic.twitter.com/vxkDGmobwT — FOX Sports (@FOXSports) September 28, 2017 42. forseti Bandaríkjanna Bill Clinton (1993-2001), 43. forseti Bandaríkjanna George W. Bush (2002-2009) og 44. forseti Bandaríkjanna Barack Obama (2009-2017) voru á svæðinu en núverandi forseti, Donald Trump, var hvergi sjáanlegur. Bill Clinton og George W. Bush eru báðir 71 árs gamlir en Barack Obama er 56 ára. Tim Mickelson, bróðir bandaríska kylfingsins Phil Mickelson, hafði mjög gaman af þessu og náði að skella í eina „sjálfu“ með þremur forsetum.When you can take a selfie with three US Presidents, you do it!! pic.twitter.com/E3pNlZ07gs — Tim Mickelson (@goodwalkspoiled) September 28, 2017 Staðan eftir fyrsta dag er 3,5 - 1,5 fyrir bandaríska liðið en keppt var fimm fjórmenningum í gær. Bandarísku pörin Justin Thomas/Rickie Fowler, Dustin Johnson/Matt Kuchar og Patrick Reed/Jordan Spieth unnu sína leiki en Branden Grace og Louis Oosthuizen unnu saman eina sigur alþjóðaliðsins. Jason Day/Marc Leishman urðu síðan að sættast á jafntefli á móti Phil Mickelson og Kevin Kisner. Golf Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Fótbolti Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski boltinn Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi Sport Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Enski boltinn Fleiri fréttir Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Brást bogalistin fyrir framan pabba sinn Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Vélmennið leiðir Opna breska Reyndi allt til að koma kúlunni niður Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Munkur slær í gegn á Opna breska Fimm jafnir á toppnum eftir fyrsta hring „Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vandræða“ Dani og Kínverji leiða á Opna breska Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring Sjá meira
Tólfti Forsetabikarinn í golfi hófst í New Jersey í Bandaríkjunum gær en þar mætast úrvalslið Bandaríkjanna og alþjóðalið kylfinga utan Evrópu. Keppnin er í anda Ryder-bikarsins þar sem Bandaríkin mætir Evrópu en Bandaríkjamenn eru nú á heimavelli í Forsetabikarnum í fyrsta sinn frá árinu 2013. Steve Stricker er fyrirliði bandaríska liðsins en Simbabve-maðurinn Nick Price er fyrirliði heimsliðsins. Tiger Woods, Fred Couples, Davis Love og Jim Furyk eru aðstoðarmenn Stricker. Bandaríska liðið hefur titil að verja en liðið vann 15,5-14,5 þegar Forsetabikarinn fór fram síðast árið 2015. Bandaríkjamenn hafa reyndar unnið Forsetabikarinn sex sinnum í röð. Það vakti athygli að þegar menn í Liberty National gólfklúbbnum í Jersey City settu Forsetabikarinn í gær að þar voru þrír fyrrverandi forsetar mættir á svæðið og því sannkallað forsetapartý. Þetta er í fyrsta sinn sem þrír forsetar hafa verið meðal áhorfenda síðan að keppnin var sett á laggirnar árið 1994.The Presidents Cup being all Presidential. pic.twitter.com/vxkDGmobwT — FOX Sports (@FOXSports) September 28, 2017 42. forseti Bandaríkjanna Bill Clinton (1993-2001), 43. forseti Bandaríkjanna George W. Bush (2002-2009) og 44. forseti Bandaríkjanna Barack Obama (2009-2017) voru á svæðinu en núverandi forseti, Donald Trump, var hvergi sjáanlegur. Bill Clinton og George W. Bush eru báðir 71 árs gamlir en Barack Obama er 56 ára. Tim Mickelson, bróðir bandaríska kylfingsins Phil Mickelson, hafði mjög gaman af þessu og náði að skella í eina „sjálfu“ með þremur forsetum.When you can take a selfie with three US Presidents, you do it!! pic.twitter.com/E3pNlZ07gs — Tim Mickelson (@goodwalkspoiled) September 28, 2017 Staðan eftir fyrsta dag er 3,5 - 1,5 fyrir bandaríska liðið en keppt var fimm fjórmenningum í gær. Bandarísku pörin Justin Thomas/Rickie Fowler, Dustin Johnson/Matt Kuchar og Patrick Reed/Jordan Spieth unnu sína leiki en Branden Grace og Louis Oosthuizen unnu saman eina sigur alþjóðaliðsins. Jason Day/Marc Leishman urðu síðan að sættast á jafntefli á móti Phil Mickelson og Kevin Kisner.
Golf Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Fótbolti Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski boltinn Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi Sport Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Enski boltinn Fleiri fréttir Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Brást bogalistin fyrir framan pabba sinn Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Vélmennið leiðir Opna breska Reyndi allt til að koma kúlunni niður Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Munkur slær í gegn á Opna breska Fimm jafnir á toppnum eftir fyrsta hring „Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vandræða“ Dani og Kínverji leiða á Opna breska Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring Sjá meira