Leið eins og lögin veldu mig Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 29. september 2017 09:30 Nini Julia á sviðinu þar sem látbragð og lýsing ráðast af hljómi raddarinnar. Mynd/Maciej Zakrzewski Lögin sem ég flyt urðu kveikjan að sýningunni en þemað er varnarleysi og það að þora að vera berskjaldaður. Ég nota röddina til að afhjúpa þá tilfinningu,“ segir hin danska leik- og söngkona Nini Julia Bang um verkið A Thousand Tongues sem hún flytur í kvöld í Tjarnarbíói á tíu ólíkum tungumálum. Hún kveðst hafa þjálfað röddina síðan hún var barn og í þessari sýningu sé hún ein á sviðinu. „Röddin mín, líkami minn, sundlaug og ljós. Lögin og hið sjónræna verður að einni heild,“ útskýrir hún. En hvaðan kemur tónlistin í A Thousand Tongues og hvernig valdi hún lögin? „Ég lærði lögin á ferðalagi mínu um heiminn og mér fannst þau hafa einstaka möguleika til að verða að einhverju. Þau eru frá ólíkum löndum, Kúrdistan, Grikklandi, Íslandi, Íran, Noregi, Spáni, Búlgaríu og Mongólíu og einnig eru nokkrar línur úr Kóraninum við lag sem ég samdi sjálf. Lögin eru leiðarljós sýningarinnar. Mér leið reyndar eins og þau veldu mig því hvert tungumál ber með sér ólíkar tilfinningar og ég vildi birta marga og mismunandi menningarheima.„Lögin urðu að vera sterk, lifandi og örlítið dularfull til að vera með,“ segir Nini Julia sem hér er til hægri en leikstjórinn Samantha Shay til vinstri. Mynd/Victoria SendraLögin urðu að vera sterk, lifandi og örlítið dularfull til að vera með. Ég nota orðið dularfull því að lögin verða að vera lagskipt þannig að ég geti kafað ofan í þau og kannski aldrei skilið til fulls,“ segir Nini Julia og bætir við: „Gott lag mun ávallt halda einhverju leyndu fyrir mér sem ég leita að meðan ég syng.“ Verkið A Thousand Tongues var heimsfrumsýnt í Grotowski-stofnuninni í lok síðasta árs á Ólympíumóti í leiklist í Wroclaw í Póllandi, Menningarhöfuðborg Evrópu 2016. Það var sviðsett og framleitt af alþjóðlega listahópnum Source Material og leikstjóri er hin bandaríska Samantha Shay. Aðeins verða tvær sýningar hér á landi, í kvöld og á sunnudaginn klukkan 20.30 í Tjarnarbíói. Menning Mest lesið Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Lífið Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Lífið Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Lífið Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Tónlist „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ Lífið Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Lífið Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Menning Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Lífið Gummi skíthræddur við Sigurjón Kjartans Lífið Opnar sig um kaupfíkn sem kviknaði þegar hún var sjö ára Lífið Fleiri fréttir Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Sjá meira
Lögin sem ég flyt urðu kveikjan að sýningunni en þemað er varnarleysi og það að þora að vera berskjaldaður. Ég nota röddina til að afhjúpa þá tilfinningu,“ segir hin danska leik- og söngkona Nini Julia Bang um verkið A Thousand Tongues sem hún flytur í kvöld í Tjarnarbíói á tíu ólíkum tungumálum. Hún kveðst hafa þjálfað röddina síðan hún var barn og í þessari sýningu sé hún ein á sviðinu. „Röddin mín, líkami minn, sundlaug og ljós. Lögin og hið sjónræna verður að einni heild,“ útskýrir hún. En hvaðan kemur tónlistin í A Thousand Tongues og hvernig valdi hún lögin? „Ég lærði lögin á ferðalagi mínu um heiminn og mér fannst þau hafa einstaka möguleika til að verða að einhverju. Þau eru frá ólíkum löndum, Kúrdistan, Grikklandi, Íslandi, Íran, Noregi, Spáni, Búlgaríu og Mongólíu og einnig eru nokkrar línur úr Kóraninum við lag sem ég samdi sjálf. Lögin eru leiðarljós sýningarinnar. Mér leið reyndar eins og þau veldu mig því hvert tungumál ber með sér ólíkar tilfinningar og ég vildi birta marga og mismunandi menningarheima.„Lögin urðu að vera sterk, lifandi og örlítið dularfull til að vera með,“ segir Nini Julia sem hér er til hægri en leikstjórinn Samantha Shay til vinstri. Mynd/Victoria SendraLögin urðu að vera sterk, lifandi og örlítið dularfull til að vera með. Ég nota orðið dularfull því að lögin verða að vera lagskipt þannig að ég geti kafað ofan í þau og kannski aldrei skilið til fulls,“ segir Nini Julia og bætir við: „Gott lag mun ávallt halda einhverju leyndu fyrir mér sem ég leita að meðan ég syng.“ Verkið A Thousand Tongues var heimsfrumsýnt í Grotowski-stofnuninni í lok síðasta árs á Ólympíumóti í leiklist í Wroclaw í Póllandi, Menningarhöfuðborg Evrópu 2016. Það var sviðsett og framleitt af alþjóðlega listahópnum Source Material og leikstjóri er hin bandaríska Samantha Shay. Aðeins verða tvær sýningar hér á landi, í kvöld og á sunnudaginn klukkan 20.30 í Tjarnarbíói.
Menning Mest lesið Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Lífið Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Lífið Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Lífið Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Tónlist „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ Lífið Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Lífið Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Menning Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Lífið Gummi skíthræddur við Sigurjón Kjartans Lífið Opnar sig um kaupfíkn sem kviknaði þegar hún var sjö ára Lífið Fleiri fréttir Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Sjá meira
Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Lífið
Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Lífið