Íslenski boltinn

Uppgjör tímabilsins í Pepsi deild kvenna │ Myndband

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Þór/KA vann sinn annan Íslandsmeistaratitil á fimmtudaginn.
Þór/KA vann sinn annan Íslandsmeistaratitil á fimmtudaginn. vísir/þórir
Þór/KA hampaði Íslandsmeistaratitli í knattspyrnu kvenna á fimmtudaginn. Lokaumferð Íslandsmótsins lauk svo í gær.

Tímabilið var gert upp í lokaþætti Pepsi marka kvenna á Stöð 2 Sport í gærkvöldi.

Ásamt því að ræða lokaumferðina og spennuna sem henni fylgdi þá tóku umsjónarmenn þáttarins saman nokkrar skemmtilegar syrpur frá tímabilinu.

Þjálfarar og leikmenn hafa sagt ýmislegt í viðtölum í sumar og var það besta tekið saman, jafnframt sem Edda Garðarsdóttir fékk sína eigin syrpu sem og nýkrýndur Íslandsmeistari, Halldór Jón Sigurðsson.

Þá var Sandra Stephany Mayor krýnd leikmaður tímabilsins og gerð markasyrpa til heiðurs nýju Íslandsmeisturunum.

Þessar skemmtilegu samantektir má sjá í spilurunum hér að neðan.

Íslandsmeistarasyrpa Þórs/KA
Leikmaður ársins: Sandra Mayor
Markvörslusyrpa
Viðtalssyrpa
Viðtalssyrpa Donna
Viðtalssyrpa Eddu

Tengdar fréttir

Rakel: Akkúrat núna er ég ekkert voðalega ánægð

Rakel Hönnudóttir skoraði eitt marka Breiðabliks í 4-0 sigrinum á Grindavík í dag. Sigurinn dugði þó Blikum ekki til að verða Íslandsmeistari því á sama tíma vann Þór/KA 2-0 sigur á FH og tryggði sér titilinn.

Donni: Ólýsanleg tilfinning

Íslandsmeistaratitillinn fór á loft á Akureyri eftir 2-0 sigur Þórs/KA á FH í dag




Fleiri fréttir

Sjá meira


×