Upplifði algjört hjálparleysi Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 10. september 2017 19:30 Móðir pilts sem féll fyrir eigin hendi kallar eftir heildstæðari úrræðum fyrir þá sem glíma við andleg veikindi. Hún segist hafa upplifað algjört hjálparleysi í gegnum veikindi sonar síns og vill kerfisbreytingar. Alþjóðlegur dagur sjálfsvígsforvarna er í dag og verða minningarstundir haldnar víða um land í kvöld.Allar dyr lokaðar Bergur Snær Sigurþóruson var nítján ára þegar hann stytti sér aldur, hinn átjánda mars 2016. Hann hafði glímt við andleg veikindi um árabil eftir alvarlegt kynferðisofbeldi sem hann hafði orðið fyrir. Sigurþóra Bergsdóttir, móðir hans, segist hafa leitað allra leiða til þess að finna viðeigandi aðstoð fyrir son sinn, en upplifði að sér væru allar bjargir bannaðar innan heilbrigðiskerfisins. „Við upplifðum gríðarlegt hjálparleysi í því að leita leiða við að hjálpa honum. Það var í raun mjög lítið um hjálp og þetta hjálparleysi okkar endaði svona og við erum mjög ósátt við það.“ Hún segir að hægt hefði verið að grípa inn í, hefðu heildstæðari úrræði verið fyrir hendi. Hann hafi átt við fíknivanda að stríða og fékk því ekki inni á geðdeild heldur vísað inn á Vog. „Hann var auðvitað kominn með geðsjúkdóm sem hluta af áfallastreituröskun og orðinn þunglyndur. Og það var eins og það væri ekkert hægt að gera til þess að vinna með hann í heild. Þar að auki var hann unglingur, var dottinn út úr skóla, var í þessum vanda og upplifði vanmátt í því. Hann lamdi sig mikið í höfuðið yfir því hvað hann væri ómögulegur að ná ekki einu sinni að vera í skóla og vinnu. Það var ekkert sem greip hann og hjálpaði honum að átta sig á því að hann gæti þetta alveg.“Biðtíminn erfiður Einnig hafi reynst erfitt að þurfa að bíða eftir aðstoð, enda sé það stórt skref að taka upp símann og biðja um hjálp, en Bergur þurfti stundum að bíða í allt að þrjár vikur eftir aðstoðinni. „Það að segja nei komdu bara í næstu viku, eða ég á tíma fyrir þig eftir þrjár vikur, það er svolítið eins og höfnun. Ég veit að hann upplifði það þannig. Hann kom, leið hörmulega og þurfti svo að bíða í þrjár vikur. Honum fannst eins og öllum væri bara sama og að það væri enga hjálp að fá.“ Sigurþóra segir að þessum hlutum verði að breyta, en hún ætlar að deila reynslu sinni í Dómkirkjunni í kvöld, þar sem allra þeirra sem fallið hafa fyrir eigin hendi verður minnst, í tilefni af alþjóðlegum degi sjálfsvígsforvarna. Hún vonar að saga Bergs muni hjálpa öðrum í framtíðinni, og sú von er það sem hefur hjálpað henni í gegnum sorgarferlið. „Hluti af mínu sorgarferli er auðvitað þessi endurskoðun á lífinu og tilverunni og hluti af því var að deila og hjálpa öðrum. Að því leytinu til hjálpar það mér,“ segir Sigurþóra. Kyrrðarstundir verða einnig haldnar í Akureyrarkirkju, Egilsstaðakirkju, Húsavíkurkirkju og Safnaðarheimilinu Sandgerði. Mest lesið Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þorgerður Katrín endurkjörin Innlent Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Erlent Fleiri fréttir Kviknað í íbúð í Breiðholti Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Sjá meira
Móðir pilts sem féll fyrir eigin hendi kallar eftir heildstæðari úrræðum fyrir þá sem glíma við andleg veikindi. Hún segist hafa upplifað algjört hjálparleysi í gegnum veikindi sonar síns og vill kerfisbreytingar. Alþjóðlegur dagur sjálfsvígsforvarna er í dag og verða minningarstundir haldnar víða um land í kvöld.Allar dyr lokaðar Bergur Snær Sigurþóruson var nítján ára þegar hann stytti sér aldur, hinn átjánda mars 2016. Hann hafði glímt við andleg veikindi um árabil eftir alvarlegt kynferðisofbeldi sem hann hafði orðið fyrir. Sigurþóra Bergsdóttir, móðir hans, segist hafa leitað allra leiða til þess að finna viðeigandi aðstoð fyrir son sinn, en upplifði að sér væru allar bjargir bannaðar innan heilbrigðiskerfisins. „Við upplifðum gríðarlegt hjálparleysi í því að leita leiða við að hjálpa honum. Það var í raun mjög lítið um hjálp og þetta hjálparleysi okkar endaði svona og við erum mjög ósátt við það.“ Hún segir að hægt hefði verið að grípa inn í, hefðu heildstæðari úrræði verið fyrir hendi. Hann hafi átt við fíknivanda að stríða og fékk því ekki inni á geðdeild heldur vísað inn á Vog. „Hann var auðvitað kominn með geðsjúkdóm sem hluta af áfallastreituröskun og orðinn þunglyndur. Og það var eins og það væri ekkert hægt að gera til þess að vinna með hann í heild. Þar að auki var hann unglingur, var dottinn út úr skóla, var í þessum vanda og upplifði vanmátt í því. Hann lamdi sig mikið í höfuðið yfir því hvað hann væri ómögulegur að ná ekki einu sinni að vera í skóla og vinnu. Það var ekkert sem greip hann og hjálpaði honum að átta sig á því að hann gæti þetta alveg.“Biðtíminn erfiður Einnig hafi reynst erfitt að þurfa að bíða eftir aðstoð, enda sé það stórt skref að taka upp símann og biðja um hjálp, en Bergur þurfti stundum að bíða í allt að þrjár vikur eftir aðstoðinni. „Það að segja nei komdu bara í næstu viku, eða ég á tíma fyrir þig eftir þrjár vikur, það er svolítið eins og höfnun. Ég veit að hann upplifði það þannig. Hann kom, leið hörmulega og þurfti svo að bíða í þrjár vikur. Honum fannst eins og öllum væri bara sama og að það væri enga hjálp að fá.“ Sigurþóra segir að þessum hlutum verði að breyta, en hún ætlar að deila reynslu sinni í Dómkirkjunni í kvöld, þar sem allra þeirra sem fallið hafa fyrir eigin hendi verður minnst, í tilefni af alþjóðlegum degi sjálfsvígsforvarna. Hún vonar að saga Bergs muni hjálpa öðrum í framtíðinni, og sú von er það sem hefur hjálpað henni í gegnum sorgarferlið. „Hluti af mínu sorgarferli er auðvitað þessi endurskoðun á lífinu og tilverunni og hluti af því var að deila og hjálpa öðrum. Að því leytinu til hjálpar það mér,“ segir Sigurþóra. Kyrrðarstundir verða einnig haldnar í Akureyrarkirkju, Egilsstaðakirkju, Húsavíkurkirkju og Safnaðarheimilinu Sandgerði.
Mest lesið Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þorgerður Katrín endurkjörin Innlent Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Erlent Fleiri fréttir Kviknað í íbúð í Breiðholti Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Sjá meira