Haniye vísað úr landi á fimmtudag: „Með engu móti búið þó að þau fari út“ Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 11. september 2017 14:30 Haniye í afmælinu sínu á Klambratúni í byrjun ágústmánaðar. vísir/laufey elíasdóttir Feðginunum Haniye og Abrahim Maleki verður vísað úr landi á fimmtudag. Abrahim var tilkynnt þetta á fundi hjá Útlendingastofnun í morgun. Guðmundur Karl Karlsson, vinur feðginanna, segir málinu ekki lokið þó þau verði flutt úr landi þar sem fyrir liggur að margir þingmenn vilji bjóða þeim ríkisborgararétt. „Við erum bæði sorgmædd og reið. Þetta er svo ótrúlega rangt. Það sjá það allir, það vita það allir, en samt sjá stjórnvöld sér ekki fært að breyta rétt, gera rétt. Gera það rétta í stöðunni,“ segir Guðmundur Karl í samtali við Vísi. Mál Haniye og Abrahim hefur vakið mikla athygli undanfarið en þúsundir skrifuðu undir áskorun til stjórnvalda þess efnis að þau fengju hæli hér á landi auk þess sem fjöldi fólks kom saman á Klambratúni í ágúst og fagnaði afmæli Haniye í byrjun ágúst. Hún á ekki afmæli fyrr en í október en vildi halda upp á afmælið hér á landi áður en henni og pabba hennar yrði vísað úr landi. Þá var boðað til mótmæla á Austurvelli um helgina þar sem brottvísunum hennar og flóttastúlkunnar Mary var mótmælt.Sjá einnig: Fjölmenn mótmæli á Austurvelli vegna brottvísana ungu stúlknanna Foreldrar Haniye koma frá Afganistan, en sjálf fæddist hún í Íran árið 2005 þar sem afganskir flóttamenn hafa afar takmörkuð borgaraleg réttindi. Haniye er til að mynda ríkisfangslaus. „Ég veit ekki betur en að fundurinn hafi verið boðaður í dag, sem verður að teljast mjög óvenjulegt. En ég fékk ekki að vita af honum nema tveimur tímum áður en hann átti að byrja. Ég sótti hann og við fórum á fundinn ásamt lögfræðingi,“ segir Guðmundur Karl.Haniye og faðir hennar voru brosmild á svip í afmælinu.Vísir/Laufey Elíasdóttir„Fyrir einhver mistök þá bíður lögfræðingurinn uppi á meðan fundurinn fer fram niðri. Hún kynnti sig og var beðin að bíða uppi. þetta var mjög skrítið allt saman. Svo er dagsetningin sett og þá er það á fimmtudaginn.“Skuggalegt og skrítið Guðmundur segist ekki muna eftir máli sem hafi verið afgreitt með svo miklum hraði. Yfirleitt líði um mánuður frá því að ákveðið er að vísa fólki úr landi þar til dagsetning er ákveðin. Nú séu bara liðnir örfáir dagar, en þeim var tilkynnt um brottvísunina þann 4. September eða fyrir viku síðan. „Þetta er mjög skuggalegt. Það er eitthvað skrítið við þetta. Eins og við vitum þá er mikið álag á lögreglunni og Útlendingastofnun og fleirum. Oftar en ekki er biðlisti. það er stórfurðulegt að það sé hægt að framkvæma þetta einn tveir og þrír.“ Hann segir þó ekki svo einfalt að máli þeirra feðgina sé lokið ef þeim verði vísað úr landi. Fyrir liggi að þingmenn Samfylkingarinnar hyggist leggja fram frumvarp sem veiti þeim ríkisborgararétt. „Eina sem getur stöðvað þetta núna, þessa brottvísun, er Útlendingastofnun eða kærunefnd. Ég veit ekki til þess að nokkur annar geti gert það en þetta er með engu móti búið þó að þau fari út, við höldum áfram. Þetta mál fer líklega í gegnum þingið, sem við vonum að það geri. Ekki bara fyrir þau heldur til að skerpa línurnar í þessum málum. Þá vonandi koma þau til baka, en til hvers að láta þau gera það?“ Flóttamenn Tengdar fréttir Formaður Samfylkingarinnar segir ómannúðlegt að taka ekki við ungum flóttastúlkum Íslensk stjórnvöld ætla að senda tvær ungar stúlkur sem leituðu hælis hér úr landi. 4. september 2017 20:08 Fjölmenn mótmæli á Austurvelli vegna brottvísana ungu stúlknanna Til stendur að vísa hinni ellefu ára gömlu Haniye og hinni átta ára gömlu Mary ásamt fjölskyldum úr landi. Þær voru báðar fæddar á flótta. 9. september 2017 15:30 Haniye og föður hennar verður vísað úr landi Allt stefnir í að feðginunum Haniye og Abrahim Malekym verði vísað úr landi á næstu dögum. 4. september 2017 14:46 Leggja fram frumvarp um ríkisborgararétt til handa Mary og Haniye Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, tilkynnti í dag að flokkurinn hyggst leggja fram frumvarp um íslenskan ríkisborgararétt til handa stúlkunum Haniye, Mary og fjölskyldum þeirra. Fjölmenn mótmæli fóru fram á Austurvelli í gær þar sem fólk lýsti yfir óánægju sinni með brottvísanirnar. 10. september 2017 18:29 Þykir súrt hvernig stjórnvöld beita Dyflinnarreglugerðinni Forstjóri Barnaverndarstofu segir það pólitíska ákvörðun að senda hælisleitendur beint úr landi á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar. Samfylkingin hyggst leggja fram frumvarp til að veita tveimur fjölskyldum ríkisborgararétt. 11. september 2017 06:00 Mest lesið Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Innlent Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Innlent „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Innlent Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Fleiri fréttir „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi Sjá meira
Feðginunum Haniye og Abrahim Maleki verður vísað úr landi á fimmtudag. Abrahim var tilkynnt þetta á fundi hjá Útlendingastofnun í morgun. Guðmundur Karl Karlsson, vinur feðginanna, segir málinu ekki lokið þó þau verði flutt úr landi þar sem fyrir liggur að margir þingmenn vilji bjóða þeim ríkisborgararétt. „Við erum bæði sorgmædd og reið. Þetta er svo ótrúlega rangt. Það sjá það allir, það vita það allir, en samt sjá stjórnvöld sér ekki fært að breyta rétt, gera rétt. Gera það rétta í stöðunni,“ segir Guðmundur Karl í samtali við Vísi. Mál Haniye og Abrahim hefur vakið mikla athygli undanfarið en þúsundir skrifuðu undir áskorun til stjórnvalda þess efnis að þau fengju hæli hér á landi auk þess sem fjöldi fólks kom saman á Klambratúni í ágúst og fagnaði afmæli Haniye í byrjun ágúst. Hún á ekki afmæli fyrr en í október en vildi halda upp á afmælið hér á landi áður en henni og pabba hennar yrði vísað úr landi. Þá var boðað til mótmæla á Austurvelli um helgina þar sem brottvísunum hennar og flóttastúlkunnar Mary var mótmælt.Sjá einnig: Fjölmenn mótmæli á Austurvelli vegna brottvísana ungu stúlknanna Foreldrar Haniye koma frá Afganistan, en sjálf fæddist hún í Íran árið 2005 þar sem afganskir flóttamenn hafa afar takmörkuð borgaraleg réttindi. Haniye er til að mynda ríkisfangslaus. „Ég veit ekki betur en að fundurinn hafi verið boðaður í dag, sem verður að teljast mjög óvenjulegt. En ég fékk ekki að vita af honum nema tveimur tímum áður en hann átti að byrja. Ég sótti hann og við fórum á fundinn ásamt lögfræðingi,“ segir Guðmundur Karl.Haniye og faðir hennar voru brosmild á svip í afmælinu.Vísir/Laufey Elíasdóttir„Fyrir einhver mistök þá bíður lögfræðingurinn uppi á meðan fundurinn fer fram niðri. Hún kynnti sig og var beðin að bíða uppi. þetta var mjög skrítið allt saman. Svo er dagsetningin sett og þá er það á fimmtudaginn.“Skuggalegt og skrítið Guðmundur segist ekki muna eftir máli sem hafi verið afgreitt með svo miklum hraði. Yfirleitt líði um mánuður frá því að ákveðið er að vísa fólki úr landi þar til dagsetning er ákveðin. Nú séu bara liðnir örfáir dagar, en þeim var tilkynnt um brottvísunina þann 4. September eða fyrir viku síðan. „Þetta er mjög skuggalegt. Það er eitthvað skrítið við þetta. Eins og við vitum þá er mikið álag á lögreglunni og Útlendingastofnun og fleirum. Oftar en ekki er biðlisti. það er stórfurðulegt að það sé hægt að framkvæma þetta einn tveir og þrír.“ Hann segir þó ekki svo einfalt að máli þeirra feðgina sé lokið ef þeim verði vísað úr landi. Fyrir liggi að þingmenn Samfylkingarinnar hyggist leggja fram frumvarp sem veiti þeim ríkisborgararétt. „Eina sem getur stöðvað þetta núna, þessa brottvísun, er Útlendingastofnun eða kærunefnd. Ég veit ekki til þess að nokkur annar geti gert það en þetta er með engu móti búið þó að þau fari út, við höldum áfram. Þetta mál fer líklega í gegnum þingið, sem við vonum að það geri. Ekki bara fyrir þau heldur til að skerpa línurnar í þessum málum. Þá vonandi koma þau til baka, en til hvers að láta þau gera það?“
Flóttamenn Tengdar fréttir Formaður Samfylkingarinnar segir ómannúðlegt að taka ekki við ungum flóttastúlkum Íslensk stjórnvöld ætla að senda tvær ungar stúlkur sem leituðu hælis hér úr landi. 4. september 2017 20:08 Fjölmenn mótmæli á Austurvelli vegna brottvísana ungu stúlknanna Til stendur að vísa hinni ellefu ára gömlu Haniye og hinni átta ára gömlu Mary ásamt fjölskyldum úr landi. Þær voru báðar fæddar á flótta. 9. september 2017 15:30 Haniye og föður hennar verður vísað úr landi Allt stefnir í að feðginunum Haniye og Abrahim Malekym verði vísað úr landi á næstu dögum. 4. september 2017 14:46 Leggja fram frumvarp um ríkisborgararétt til handa Mary og Haniye Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, tilkynnti í dag að flokkurinn hyggst leggja fram frumvarp um íslenskan ríkisborgararétt til handa stúlkunum Haniye, Mary og fjölskyldum þeirra. Fjölmenn mótmæli fóru fram á Austurvelli í gær þar sem fólk lýsti yfir óánægju sinni með brottvísanirnar. 10. september 2017 18:29 Þykir súrt hvernig stjórnvöld beita Dyflinnarreglugerðinni Forstjóri Barnaverndarstofu segir það pólitíska ákvörðun að senda hælisleitendur beint úr landi á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar. Samfylkingin hyggst leggja fram frumvarp til að veita tveimur fjölskyldum ríkisborgararétt. 11. september 2017 06:00 Mest lesið Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Innlent Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Innlent „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Innlent Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Fleiri fréttir „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi Sjá meira
Formaður Samfylkingarinnar segir ómannúðlegt að taka ekki við ungum flóttastúlkum Íslensk stjórnvöld ætla að senda tvær ungar stúlkur sem leituðu hælis hér úr landi. 4. september 2017 20:08
Fjölmenn mótmæli á Austurvelli vegna brottvísana ungu stúlknanna Til stendur að vísa hinni ellefu ára gömlu Haniye og hinni átta ára gömlu Mary ásamt fjölskyldum úr landi. Þær voru báðar fæddar á flótta. 9. september 2017 15:30
Haniye og föður hennar verður vísað úr landi Allt stefnir í að feðginunum Haniye og Abrahim Malekym verði vísað úr landi á næstu dögum. 4. september 2017 14:46
Leggja fram frumvarp um ríkisborgararétt til handa Mary og Haniye Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, tilkynnti í dag að flokkurinn hyggst leggja fram frumvarp um íslenskan ríkisborgararétt til handa stúlkunum Haniye, Mary og fjölskyldum þeirra. Fjölmenn mótmæli fóru fram á Austurvelli í gær þar sem fólk lýsti yfir óánægju sinni með brottvísanirnar. 10. september 2017 18:29
Þykir súrt hvernig stjórnvöld beita Dyflinnarreglugerðinni Forstjóri Barnaverndarstofu segir það pólitíska ákvörðun að senda hælisleitendur beint úr landi á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar. Samfylkingin hyggst leggja fram frumvarp til að veita tveimur fjölskyldum ríkisborgararétt. 11. september 2017 06:00