Brottvísun Haniye og föður hennar mögulega frestað Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 11. september 2017 18:29 Haniye í afmælinu sínu á Klambratúni í byrjun ágústmánaðar. vísir/laufey elíasdóttir Ríkislögreglustjóraembættið hefur óskað eftir því við Útlendingastofnun að brottvísun afganskra feðgina úr landi verði frestað. RÚV sagði fyrst frá. Til stendur að vísa þeim Abrahim og Haniye Maleki úr landi á fimmtudag eftir að Útlendingastofnun synjaði beiðni þeirra um hæli. „Þau hafa heimild til þess að fara fram á það við Útlendingastofnun að því verði frestað á grundvelli 3. mgr. 35. gr. laga um útlendinga. Þau ákváðu að nýta sér þetta og eftir því sem við vitum hefur Ríkislögreglustjóri ekki gert þetta áður,“segir Guðmundur Karl Karlsson í samtali við Vísi en hann er vinur feðginanna og hefur aðstoðað þau hér á landi. Útlendingastofnun fékk beiðnina seint í dag og hefur ekki tekið afstöðu til hennar. Þarf ríka ástæðu til að neita „Vonandi eru einhverjir Íslendingar í stjórnsýslunni sem spyrna við fótunum. Þau eru búin að óska eftir þessu en það er ekki búið að taka þetta til skoðunar hjá Útlendingastofnun,“ segir Guðmundur Karl. Hann segir að Útlendingastofnun hafi heimild til þess að fresta brottvísun þeirra og reynir að vera vongóður á útkomuna. „Ég held að það verði rosalega erfitt að sannfæra nokkurn mann um það eigi augljóslega ekki að fresta þessu. Þau eiga að fara á fimmtudaginn svo þau hafa ekki langan tíma til þess að taka afstöðu. Ég er nokkuð viss um að fyrst að ríkislögreglustjóri er búinn að óska eftir þessu þá megi hann ekki flytja þau fyrr en afstaða liggur fyrir. Þessi þriðja málsgrein í útlendingalögum virðist ekkert mjög flókin og það þarf ríka ástæðu til þess að neita þessari beiðni.“ Þriðja grein útlendingalaga fjallar meðal annars um einstaklinga í sérstaklega viðkvæmri stöðu en íslensk stjórnvöld ætla að láta yfirvöld í Þýskalandi, þangað sem senda á feðginin, vita af viðkvæmri stöðu þeirra. Abrahim er bæklaður eftir bílslys og Haniye glímir við alvarleg andleg veikindi. Fatlaðir einstaklingar, einstæðir foreldrar með ung börn og alvarlega veikir einstaklingar eru meðal þeirra sem skilgreindir eru í viðkvæmri stöðu samkvæmt þriðju grein útlendingalaga. „Þetta er allt að gerast svo ótrúlega hratt.“ Guðmundur Karl segir að það sé mikið af öflum að toga núna, flest öll í jákvæða átt en svo sterk öfl í neikvæða átt þannig að maður þorir varla að gera sér í hugarlund hvað gerist næst. Ég er náttúrulega alltaf vongóður en svo bíðum við bara og sjáum.“ Tengdar fréttir Haniye vísað úr landi á fimmtudag: „Með engu móti búið þó að þau fari út“ Feðginunum Haniye og Abrahim Maleki verður vísað úr landi á fimmtudag. Abrahim var tilkynnt þetta á fundi hjá Útlendingastofnun í morgun. 11. september 2017 14:30 Leggja fram frumvarp um ríkisborgararétt til handa Mary og Haniye Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, tilkynnti í dag að flokkurinn hyggst leggja fram frumvarp um íslenskan ríkisborgararétt til handa stúlkunum Haniye, Mary og fjölskyldum þeirra. Fjölmenn mótmæli fóru fram á Austurvelli í gær þar sem fólk lýsti yfir óánægju sinni með brottvísanirnar. 10. september 2017 18:29 Þykir súrt hvernig stjórnvöld beita Dyflinnarreglugerðinni Forstjóri Barnaverndarstofu segir það pólitíska ákvörðun að senda hælisleitendur beint úr landi á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar. Samfylkingin hyggst leggja fram frumvarp til að veita tveimur fjölskyldum ríkisborgararétt. 11. september 2017 06:00 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Innlent Fleiri fréttir Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Sjá meira
Ríkislögreglustjóraembættið hefur óskað eftir því við Útlendingastofnun að brottvísun afganskra feðgina úr landi verði frestað. RÚV sagði fyrst frá. Til stendur að vísa þeim Abrahim og Haniye Maleki úr landi á fimmtudag eftir að Útlendingastofnun synjaði beiðni þeirra um hæli. „Þau hafa heimild til þess að fara fram á það við Útlendingastofnun að því verði frestað á grundvelli 3. mgr. 35. gr. laga um útlendinga. Þau ákváðu að nýta sér þetta og eftir því sem við vitum hefur Ríkislögreglustjóri ekki gert þetta áður,“segir Guðmundur Karl Karlsson í samtali við Vísi en hann er vinur feðginanna og hefur aðstoðað þau hér á landi. Útlendingastofnun fékk beiðnina seint í dag og hefur ekki tekið afstöðu til hennar. Þarf ríka ástæðu til að neita „Vonandi eru einhverjir Íslendingar í stjórnsýslunni sem spyrna við fótunum. Þau eru búin að óska eftir þessu en það er ekki búið að taka þetta til skoðunar hjá Útlendingastofnun,“ segir Guðmundur Karl. Hann segir að Útlendingastofnun hafi heimild til þess að fresta brottvísun þeirra og reynir að vera vongóður á útkomuna. „Ég held að það verði rosalega erfitt að sannfæra nokkurn mann um það eigi augljóslega ekki að fresta þessu. Þau eiga að fara á fimmtudaginn svo þau hafa ekki langan tíma til þess að taka afstöðu. Ég er nokkuð viss um að fyrst að ríkislögreglustjóri er búinn að óska eftir þessu þá megi hann ekki flytja þau fyrr en afstaða liggur fyrir. Þessi þriðja málsgrein í útlendingalögum virðist ekkert mjög flókin og það þarf ríka ástæðu til þess að neita þessari beiðni.“ Þriðja grein útlendingalaga fjallar meðal annars um einstaklinga í sérstaklega viðkvæmri stöðu en íslensk stjórnvöld ætla að láta yfirvöld í Þýskalandi, þangað sem senda á feðginin, vita af viðkvæmri stöðu þeirra. Abrahim er bæklaður eftir bílslys og Haniye glímir við alvarleg andleg veikindi. Fatlaðir einstaklingar, einstæðir foreldrar með ung börn og alvarlega veikir einstaklingar eru meðal þeirra sem skilgreindir eru í viðkvæmri stöðu samkvæmt þriðju grein útlendingalaga. „Þetta er allt að gerast svo ótrúlega hratt.“ Guðmundur Karl segir að það sé mikið af öflum að toga núna, flest öll í jákvæða átt en svo sterk öfl í neikvæða átt þannig að maður þorir varla að gera sér í hugarlund hvað gerist næst. Ég er náttúrulega alltaf vongóður en svo bíðum við bara og sjáum.“
Tengdar fréttir Haniye vísað úr landi á fimmtudag: „Með engu móti búið þó að þau fari út“ Feðginunum Haniye og Abrahim Maleki verður vísað úr landi á fimmtudag. Abrahim var tilkynnt þetta á fundi hjá Útlendingastofnun í morgun. 11. september 2017 14:30 Leggja fram frumvarp um ríkisborgararétt til handa Mary og Haniye Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, tilkynnti í dag að flokkurinn hyggst leggja fram frumvarp um íslenskan ríkisborgararétt til handa stúlkunum Haniye, Mary og fjölskyldum þeirra. Fjölmenn mótmæli fóru fram á Austurvelli í gær þar sem fólk lýsti yfir óánægju sinni með brottvísanirnar. 10. september 2017 18:29 Þykir súrt hvernig stjórnvöld beita Dyflinnarreglugerðinni Forstjóri Barnaverndarstofu segir það pólitíska ákvörðun að senda hælisleitendur beint úr landi á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar. Samfylkingin hyggst leggja fram frumvarp til að veita tveimur fjölskyldum ríkisborgararétt. 11. september 2017 06:00 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Innlent Fleiri fréttir Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Sjá meira
Haniye vísað úr landi á fimmtudag: „Með engu móti búið þó að þau fari út“ Feðginunum Haniye og Abrahim Maleki verður vísað úr landi á fimmtudag. Abrahim var tilkynnt þetta á fundi hjá Útlendingastofnun í morgun. 11. september 2017 14:30
Leggja fram frumvarp um ríkisborgararétt til handa Mary og Haniye Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, tilkynnti í dag að flokkurinn hyggst leggja fram frumvarp um íslenskan ríkisborgararétt til handa stúlkunum Haniye, Mary og fjölskyldum þeirra. Fjölmenn mótmæli fóru fram á Austurvelli í gær þar sem fólk lýsti yfir óánægju sinni með brottvísanirnar. 10. september 2017 18:29
Þykir súrt hvernig stjórnvöld beita Dyflinnarreglugerðinni Forstjóri Barnaverndarstofu segir það pólitíska ákvörðun að senda hælisleitendur beint úr landi á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar. Samfylkingin hyggst leggja fram frumvarp til að veita tveimur fjölskyldum ríkisborgararétt. 11. september 2017 06:00
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?