Leikmaður að nafni The Judge sem spilaði undir merkjum bandalagsins Circle of Two (CO2) virðist hafa svikið bandalag sitt á ósvífinn hátt. Í frétt PC Gamer kemur fram að hann hafi stungið af með billjóna (þúsund milljarða) virði af geimskipum og ýmsum tækjum í eigu eða undir stjórn bandalagsins, reiknað í gjaldmiðli tölvuleiksins.
Svo virðist sem The Judge hafi einnig látið helstu óvinabandalög CO2 fá lyklavöldin að geimstöðvum bandalagsins og eru því þúsundir liðsmanna bandalagsins í miklum vandræðum víða um geim í tölvuleiknum vinsæla, strandaðir í geimnum án griðastaða
Þá er mikil atlaga nú gerð að helsta vígi CO2, einskonar Helstirni Eve Online, og því ljóst að staða bandalagsins er afar veik eftir svik The Judge.
Leiðtoginn sofandi meðan svikin voru framin

GigX virðist þó ekki hafa áttað sig á því að spjallið þar sem hann hótaði The Judge var sýnt í beinni útsendingu í gegnum Twitch.
Forsvarsmenn EVE, sem framleiddur er af íslenska tölvuleikjafyrirtækinu CCP, sáu hótun gigX og hefur hann verið settur í ótímabundið bann frá leiknum enda stranglega bannað að hóta að meiða aðra spilara leiksins.
Útlit er fyrir að CO2 bandalagið muni tvístrast en svo virðist sem að svikin hafi verið úthugsið. Leikmaður að nafni Mittani, sem er leiðtogi eins af óvinabandalögum CO2, hefur sagt að svikin hafi verið skipulögð á Íslandi.
Þar hafi útsendarar hans komið að máli við The Judge þar sem þeir voru staddir á fundi einskonar ráðgjafaráðs CCP um tölvuleikinn Eve. Ráðið er skipað tíu leikmönnum sem kjörnir eru á lýðræðislegan hátt. Ráðið fundar gjarnan hér á landi og borgar CCP kostnaðinn við för meðlima ráðsins.
Fyrir áhugasama er hægt að fylgjast með bardaganum um Helstirnið í beinni útsendingu hér.