Stjórnarliðar, ábyrgðin er ykkar Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 14. september 2017 07:00 Það hefur um margt verið sérkennilegt að fylgjast með stjórnmálum, þessi misserin, hvað þá að taka þátt í þeim. Sumir virðast telja að hlutverk Alþingis, og okkar sem þar sitjum, sé fyrst og fremst að vera einhver afgreiðslustofnun fyrir ríkisstjórn og agnúast jafnvel út í miklar umræður. Þetta er sérkennilegt viðhorf, því staðreyndin er sú að við þingmenn höfum mikið færi á að hafa áhrif. Það á enn frekar við um þingmenn stjórnarflokkanna. Í gær hlýddum við á umræður um stefnuræðu forsætisráðherra. Ekki var annað á stjórnarliðum að skilja en hér væri nú bara allt frekar svona í lukkunnar velstandi, helst að þyrfti að laga eitthvað smávegis til hér og þar svo allt passaði betur í þann ramma sem stjórnarflokkarnir hafa reist utan um það samfélag sem þeir vilja sjá. En er það svo? Ég ætla að leyfa mér að svara þeirri spurningu neitandi. Samfélagssýn stjórnmálaflokka og -fólks birtist best í fjárlögum, eins óspennandi og þau geta virst við fyrstu sýn. Fjárlög ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar bera það með sér að samneyslan er þessum flokkum ekki efst í huga. Hún mun enda dragast saman sem hlutfall af vergri landsframleiðslu á kjörtímabili samkvæmt samþykktum stjórnarflokkanna. Á meðan býr æ stærri hluti þjóðarinnar við kjör sem enginn ætti að þurfa að búa við. Aldraðir, öryrkjar, láglaunafólk; þetta eru ekki fjárlög þessara hópa. Menntakerfið sem allir vildu styrkja fyrir kosningar, að ég tali nú ekki um heilbrigðiskerfið; í fjárlögum birtist sveltistefna hægri stjórnarinnar glöggt. Á ábyrgð hvers og eins stjórnarþingmanns er hver einasti öryrki sem ekki nær endum saman, eldri borgarar sem skrimta, fólk sem lifir á lúsarlaunum; það er á ábyrgð hvers og eins stjórnarþingmanns að áherslan er ekki lögð á þessa hópa. Og þannig er viðhaldið því ástandi sem lýðskrumarar nýta sér til að ala á útlendingaandúð undir merkjum þess að berjast gegn fátækt. Það er líka á ábyrgð hvers og eins stjórnarþingmanns. Höfundur er þingmaður Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbeinn Óttarsson Proppé Mest lesið Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson Skoðun Enn má Daði leiðrétta Skoðun Skoðun Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hnefaleikameistarinn sem hefur aldrei keppt Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Sjá meira
Það hefur um margt verið sérkennilegt að fylgjast með stjórnmálum, þessi misserin, hvað þá að taka þátt í þeim. Sumir virðast telja að hlutverk Alþingis, og okkar sem þar sitjum, sé fyrst og fremst að vera einhver afgreiðslustofnun fyrir ríkisstjórn og agnúast jafnvel út í miklar umræður. Þetta er sérkennilegt viðhorf, því staðreyndin er sú að við þingmenn höfum mikið færi á að hafa áhrif. Það á enn frekar við um þingmenn stjórnarflokkanna. Í gær hlýddum við á umræður um stefnuræðu forsætisráðherra. Ekki var annað á stjórnarliðum að skilja en hér væri nú bara allt frekar svona í lukkunnar velstandi, helst að þyrfti að laga eitthvað smávegis til hér og þar svo allt passaði betur í þann ramma sem stjórnarflokkarnir hafa reist utan um það samfélag sem þeir vilja sjá. En er það svo? Ég ætla að leyfa mér að svara þeirri spurningu neitandi. Samfélagssýn stjórnmálaflokka og -fólks birtist best í fjárlögum, eins óspennandi og þau geta virst við fyrstu sýn. Fjárlög ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar bera það með sér að samneyslan er þessum flokkum ekki efst í huga. Hún mun enda dragast saman sem hlutfall af vergri landsframleiðslu á kjörtímabili samkvæmt samþykktum stjórnarflokkanna. Á meðan býr æ stærri hluti þjóðarinnar við kjör sem enginn ætti að þurfa að búa við. Aldraðir, öryrkjar, láglaunafólk; þetta eru ekki fjárlög þessara hópa. Menntakerfið sem allir vildu styrkja fyrir kosningar, að ég tali nú ekki um heilbrigðiskerfið; í fjárlögum birtist sveltistefna hægri stjórnarinnar glöggt. Á ábyrgð hvers og eins stjórnarþingmanns er hver einasti öryrki sem ekki nær endum saman, eldri borgarar sem skrimta, fólk sem lifir á lúsarlaunum; það er á ábyrgð hvers og eins stjórnarþingmanns að áherslan er ekki lögð á þessa hópa. Og þannig er viðhaldið því ástandi sem lýðskrumarar nýta sér til að ala á útlendingaandúð undir merkjum þess að berjast gegn fátækt. Það er líka á ábyrgð hvers og eins stjórnarþingmanns. Höfundur er þingmaður Vinstri grænna.
Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar
Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun