Ólafía við niðurskurðarlínuna eftir annan hring í Frakklandi Kristinn Páll Teitsson skrifar 16. september 2017 12:00 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir. Vísir/Getty Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, kylfingur úr GR, kom í hús á þremur höggum yfir pari á öðru hring Evian risamótins í Frakklandi sem er hluti af LPGA-mótaröðinni, þeirri sterkustu í heimi en það verður ekki ljóst fyrr en seinna í dag hvort hún komist í gegnum niðurskurðinn. Þetta fimmta og síðasta risamót ársins í kvennagolfinu fer fram á golfvelli Evian Resort golfklúbbnum en þetta er þriðja risamótið sem Ólafía tekur þátt í á fyrsta tímabili sínu í þessari sterkustu mótaröð heimsins. Ólafía fór snemma af stað í dag, rétt um hálf sjö á íslenskum tíma en hún lenti í kröppum dansi strax í byrjun. Fékk hún skolla á annarri braut eftir að hafa misst tæplega þriggja metra pútt en hún lenti í meiri vandræðum á næstu holu. Eftir flott upphafshögg missti hún boltann í hliðarvatnstorfæru og mistókst björgunartilraun hennar en hún fékk þrefaldan skolla á þeirri braut og var komin á fjögur högg yfir parið eftir tvær holur eftir að hafa leikið fyrsta hringinn á pari. Hún lét það ekki á sig fá á næstu holum en hún fékk par á næstu þremur holum og fylgdi því eftir með tveimur fuglum á þremur holum. Var hún því á tveimur höggum yfir pari eftir fyrri níu holur dagsins. Skolli á elleftu braut lét sjá sig annan daginn í röð en hún svaraði því með að para seinustu sjö holur vallarins og kom því í hús á þremur höggum yfir pari. Þegar þetta er skrifað deilir Ólafía 65. sæti ásamt tíu öðrum kylfingum en 75 efstu kylfingarnir komast í gegnum niðurskurðinn á lokadag mótsins sem fer fram á morgun. Það eiga margir kylfingar eftir að klára og sumir hverjir eftir að fara út í dag og verður það því ekki ljóst fyrr en seinni partinn hvort hún verði meðal þátttakenda á morgun og komist í gegnum niðurskurðinn á einu af risamótunum í fyrsta skiptið á ferlinum.
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, kylfingur úr GR, kom í hús á þremur höggum yfir pari á öðru hring Evian risamótins í Frakklandi sem er hluti af LPGA-mótaröðinni, þeirri sterkustu í heimi en það verður ekki ljóst fyrr en seinna í dag hvort hún komist í gegnum niðurskurðinn. Þetta fimmta og síðasta risamót ársins í kvennagolfinu fer fram á golfvelli Evian Resort golfklúbbnum en þetta er þriðja risamótið sem Ólafía tekur þátt í á fyrsta tímabili sínu í þessari sterkustu mótaröð heimsins. Ólafía fór snemma af stað í dag, rétt um hálf sjö á íslenskum tíma en hún lenti í kröppum dansi strax í byrjun. Fékk hún skolla á annarri braut eftir að hafa misst tæplega þriggja metra pútt en hún lenti í meiri vandræðum á næstu holu. Eftir flott upphafshögg missti hún boltann í hliðarvatnstorfæru og mistókst björgunartilraun hennar en hún fékk þrefaldan skolla á þeirri braut og var komin á fjögur högg yfir parið eftir tvær holur eftir að hafa leikið fyrsta hringinn á pari. Hún lét það ekki á sig fá á næstu holum en hún fékk par á næstu þremur holum og fylgdi því eftir með tveimur fuglum á þremur holum. Var hún því á tveimur höggum yfir pari eftir fyrri níu holur dagsins. Skolli á elleftu braut lét sjá sig annan daginn í röð en hún svaraði því með að para seinustu sjö holur vallarins og kom því í hús á þremur höggum yfir pari. Þegar þetta er skrifað deilir Ólafía 65. sæti ásamt tíu öðrum kylfingum en 75 efstu kylfingarnir komast í gegnum niðurskurðinn á lokadag mótsins sem fer fram á morgun. Það eiga margir kylfingar eftir að klára og sumir hverjir eftir að fara út í dag og verður það því ekki ljóst fyrr en seinni partinn hvort hún verði meðal þátttakenda á morgun og komist í gegnum niðurskurðinn á einu af risamótunum í fyrsta skiptið á ferlinum.
Golf Mest lesið Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Handbolti Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti United missti frá sér sigurinn í lokin Enski boltinn Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Handbolti „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag Sport Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira