Ferðumst milli tímabila og landa Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 16. september 2017 13:30 Jane og Björg eru samæfðar eftir árin sín í Noregi. „Við köllum tónleikana Á ferð enda má segja að við ferðumst bæði milli tímabila og landa í dagskránni,“ segir Jane Ade Sutarjo píanóleikari um fyrstu tónleikana í syrpunni 15:15 í Norræna húsinu þetta haustið. Þeir hefjast klukkan 15.15 á morgun, sunnudag. Þar spila þær saman, hún og Björg Brjánsdóttir flautuleikari. Báðar fluttu þær heim til Íslands síðasta vor eftir nám við Tónlistarháskóla Noregs, Jane með meistaragráðu og Björg einleikarapróf. Jane segir þær oft hafa komið fram sem dúó í Noregi og nú haldi þær áfram samspilinu hér á landi. Á efnisskránni í Norræna húsinu er allt frá barokktónlist eftir Bach til nýlegs verks eftir Báru Gísladóttur sem heitir Skökk stjarna. „Við spilum líka þrjú lög að austan fyrir flautu og píanó, þau eru úr segulbandasafni Stofnunar Árna Magnússonar en í útsetningu eftir Snorra Sigfús Birgisson og svo er ein geysivinsæl sónata eftir César Franck: Sónata í A dúr,“ lýsir Jane. Jane fæddist í Djakarta í Indónesíu og hóf píanónám ung að aldri hjá móður sinni. Hún flutti til Íslands 2008 og fór í Listaháskóla Íslands þar sem hún lærði á fiðlu hjá Guðnýju Guðmundsdóttur og á píanó hjá Nínu Margréti Grímsdóttur og seinna hjá Peter Máté. Hún kennir nú á píanó við Tónskóla Sigursveins og Tónlistarskóla Kópavogs auk þess að starfa sem meðleikari. Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar Sjá meira
„Við köllum tónleikana Á ferð enda má segja að við ferðumst bæði milli tímabila og landa í dagskránni,“ segir Jane Ade Sutarjo píanóleikari um fyrstu tónleikana í syrpunni 15:15 í Norræna húsinu þetta haustið. Þeir hefjast klukkan 15.15 á morgun, sunnudag. Þar spila þær saman, hún og Björg Brjánsdóttir flautuleikari. Báðar fluttu þær heim til Íslands síðasta vor eftir nám við Tónlistarháskóla Noregs, Jane með meistaragráðu og Björg einleikarapróf. Jane segir þær oft hafa komið fram sem dúó í Noregi og nú haldi þær áfram samspilinu hér á landi. Á efnisskránni í Norræna húsinu er allt frá barokktónlist eftir Bach til nýlegs verks eftir Báru Gísladóttur sem heitir Skökk stjarna. „Við spilum líka þrjú lög að austan fyrir flautu og píanó, þau eru úr segulbandasafni Stofnunar Árna Magnússonar en í útsetningu eftir Snorra Sigfús Birgisson og svo er ein geysivinsæl sónata eftir César Franck: Sónata í A dúr,“ lýsir Jane. Jane fæddist í Djakarta í Indónesíu og hóf píanónám ung að aldri hjá móður sinni. Hún flutti til Íslands 2008 og fór í Listaháskóla Íslands þar sem hún lærði á fiðlu hjá Guðnýju Guðmundsdóttur og á píanó hjá Nínu Margréti Grímsdóttur og seinna hjá Peter Máté. Hún kennir nú á píanó við Tónskóla Sigursveins og Tónlistarskóla Kópavogs auk þess að starfa sem meðleikari.
Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar Sjá meira