Þungavigtarmeistarinn, Anthony Joshua, segir að David Haye sé ekki í efstu þremur sætunum yfir þá sem að fá að mæta honum í hringnum.
Anthony Joshua varði þungavigtartitil sinn í vor þegar hann sigraði Vladimir Klitschko en David Haye, sem tapaði fyrir Tony Bellew í mars, segist vilja mæta Joshua í hringnum sem fyrst.
„Ég mun finna mér leið til þess að sigra þennan risa, hann er 10 árum eldri, aðeins stærri og sterkari en ég elska þannig áskoranir,“ sagði David Haye
Anthony Joshua segir hins vegar að David Haye sé ekki næstur á dagsskrá hjá sér en hann vilji sjá hann og Tony Bellew berjast aftur.
„Fólk er meira fyrir það að biðja um bardaga við mig í stað þess í raun og veru berjast við mig,“ sagði Joshua
„Haye er ekki meðal þeirra sem ég er með í huganum eins og er. Fyrst er það Pulev, síðan Luis Ortiz, síðan get ég farið að íhuga aðra bardaga.“
Anthony Joshua: David Haye ekki næstur á dagsskrá
Dagur Lárusson skrifar

Mest lesið


Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum
Enski boltinn


FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana
Íslenski boltinn



Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna
Enski boltinn

Valur tímabundið á toppinn
Handbolti


Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist
Íslenski boltinn