Íslenski boltinn

Sjáðu mörkin sem felldu Hauka og öll hin úr 15. umferðinni | Myndband

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Fimmtánda umferð Pepsi-deildar kvenna var leikin í vikunni.

ÍBV varð fyrsta liðið til að vinna topplið Þórs/KA á sunnudaginn. Leikar fóru 3-2.

Breiðablik minnkaði forskot Þórs/KA niður fimm stig með 0-2 útisigri á KR.

Valur lyfti sér upp í 3. sæti deildarinnar með 0-3 sigri á Grindavík suður með sjó.

Fylkir á enn ágæta möguleika að halda sér í Pepsi-deildinni eftir 1-2 sigur á Haukum sem eru fallnir.

Þá vann Stjarnan FH á heimavelli með tveimur mörkum gegn engu.

Alls voru 15 mörk skoruð í 15. umferðinni. Þau má sjá í spilaranum hér að ofan.


Tengdar fréttir

Kærkominn Stjörnusigur

Stjarnan vann kærkominn sigur á FH, 2-0, í Pepsi-deild kvenna í kvöld.

Fylkir felldi Hauka | Myndir

Fylkir hélt lífi í vonum sínum um að halda sæti sínu í Pepsi-deild kvenna með 1-2 sigri á Haukum í uppgjöri botnliðanna í kvöld.

Úlfur: Stoltur af Valsliðinu í dag

„Ég er mjög sáttur að koma hingað á Grindavíkurvöll og spila mjög flottan fótboltaleik. Mér fannst við gera allt rétt í dag, höldum hreinu og skorum þrjú góð mörk,“ sagði Úlfur Blandon þjálfari Valskvenna eftir öruggan sigur gegn Grindavík í Pepsi-deild kvenna í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×