Íslenski boltinn

Máni ósáttur: Er ekki hægt að bjóða upp á pulsu og *píp*

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Frítt verður á leik Íslands og Færeyja í undankeppni HM í næstu viku.



Þorkell Máni Pétursson er ekki sáttur með það og viðraði þá skoðun sína í Pepsi-mörkum kvenna í gær.

„Þetta er fáránlegt. Við slógum aðsóknarmet í síðasta leik [gegn Brasilíu]. Rúmlega 7000 manns borguðu sig inn á völlinn. Þá komust við að þeirri niðurstöðu að það verði frítt á næsta leik. Mér finnst þetta fáránleg,“ sagði Máni.

Vanda Sigurgeirsdóttir benti á að með þessu væri verið að þakka Íslendingum fyrir stuðninginn við kvennalandsliðið.

„Er ekki hægt að gera eitthvað annað. Allir sem koma fá pulsu og kók. Eða pepsi,“ sagði Máni þegar hann áttaði sig á því að hann væri í Pepsi-mörkunum.

Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.


Tengdar fréttir

Frítt á leik Íslands og Færeyja

Frítt verður á leik kvennalandsliða Íslands og Færeyja í fótbolta sem fram fer á Laugardalsvelli þann 14. september næst komandi. Þetta tilkynnti Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, á blaðamannafundi í Laugardalnum í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×