Fyrsti sigur Birgis á atvinnumóti erlendis 3. september 2017 11:42 Birgir Leifur með bikarinn. vísir/heimasíða Cordon Birgir Leifur Hafþórsson, kylfingur úr GKG, stóð uppi sem sigurvegari á Opna Cordon-mótinu sem fór fram í Frakklandi. Mótið var hluti af Áskorendamótaröðinni. Birgir Leifur hafði leikið frábært golf fyrstu þrjá hringina og var með sjö hogga forskot fyrir síðasta hringinn sem átti að fara fram í dag, en var flautaður af vegna mikillar úrkomu. Samtals spilaði Birgir Leifur hringina þrjá á 18 höggum undir pari. Hann fékk einn örn, 21 fugla og 27 pör. Frábær frammistaða hjá kylfingnum okkar í Frakklandi. „Þetta er sérstök stund fyrir mig að vera fyrsti Áskorendamótaröða-sigurvegarinn frá Íslandi. Þetta er frábært mót með frábæra leikmenn svo þetta er stór áfangi fyrir mig og ég held að fólk verði ánægt fyrir mína hönd,” sagði Birgir Leifur í samtali við heimasíðu keppninnar. „Ég er ekki sá yngsti, en ég held að ég eigi þetta skilið fyrir þolinmæði mína. Í gegnu árin hef ég gengið í gegnum margt fyrir þennan áfanga, meiðsli og fullt af hlutum, svo ég er mjög ánægður.” Birgir Leifur fær rúmlega 33 þúsund evrur fyrir sigurinn, en Birgir Leifur er að berjast við að komast inn á sjálfa Evrópumótaröðina. Efstu fimmtán úr Áskorendamótaröðinni fá keppnisrétt. Birgir Leifur er sem stendur í 16. sæti. Golf Mest lesið Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Handbolti Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti United missti frá sér sigurinn í lokin Enski boltinn Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Handbolti „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag Sport Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Birgir Leifur Hafþórsson, kylfingur úr GKG, stóð uppi sem sigurvegari á Opna Cordon-mótinu sem fór fram í Frakklandi. Mótið var hluti af Áskorendamótaröðinni. Birgir Leifur hafði leikið frábært golf fyrstu þrjá hringina og var með sjö hogga forskot fyrir síðasta hringinn sem átti að fara fram í dag, en var flautaður af vegna mikillar úrkomu. Samtals spilaði Birgir Leifur hringina þrjá á 18 höggum undir pari. Hann fékk einn örn, 21 fugla og 27 pör. Frábær frammistaða hjá kylfingnum okkar í Frakklandi. „Þetta er sérstök stund fyrir mig að vera fyrsti Áskorendamótaröða-sigurvegarinn frá Íslandi. Þetta er frábært mót með frábæra leikmenn svo þetta er stór áfangi fyrir mig og ég held að fólk verði ánægt fyrir mína hönd,” sagði Birgir Leifur í samtali við heimasíðu keppninnar. „Ég er ekki sá yngsti, en ég held að ég eigi þetta skilið fyrir þolinmæði mína. Í gegnu árin hef ég gengið í gegnum margt fyrir þennan áfanga, meiðsli og fullt af hlutum, svo ég er mjög ánægður.” Birgir Leifur fær rúmlega 33 þúsund evrur fyrir sigurinn, en Birgir Leifur er að berjast við að komast inn á sjálfa Evrópumótaröðina. Efstu fimmtán úr Áskorendamótaröðinni fá keppnisrétt. Birgir Leifur er sem stendur í 16. sæti.
Golf Mest lesið Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Handbolti Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti United missti frá sér sigurinn í lokin Enski boltinn Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Handbolti „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag Sport Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira