Sjáðu kraftinn þegar Floridana-flaska er opnuð: „Þetta hefði dældað bíl“ Birgir Olgeirsson skrifar 4. september 2017 22:50 Hrafn Garðarsson sést hér munda Floridana-flöskuna. Hrafn Garðarsson. „Þetta hefði dældað bíl, krafturinn var slíkur,“ segir Hrafn Garðarsson í samtali við Vísi en hann birti í dag myndband á Facebook þar sem hann sést opna flösku sem inniheldur Floridana-ávaxtasafa frá Ölgerðinni. „Þannig að ég get rétt ímyndað mér hvernig er að fá þetta í andlitið,“ segir Hrafn.Matvælaeftirlit heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur sendi frá sér tilkynningu í dag þar sem brýnt var fyrir neytendum að farga Floridana-flöskum vegna slysahættu.Eins og kom fram á Vísi á fimmtudag eru tveir með alvarlega áverka á auga eftir að hafa opnað Floridana-flösku með þeim afleiðingum að tappinn skaust í auga þeirra. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur áréttaði í tilkynningu sinni að upp hafa komið alvarleg tilvik þar sem umbúðir springa annað hvort í heild sinni eða tappi skýst af og sé því um öryggismál að ræða fyrir neytendur. Hrafn segir flöskuna sem um ræðir hafa verið í bílnum hans í um tvær vikur. Sex ára sonur hans hafði fengið hana frá ömmu sinni og hafði hún verið geymd í sætisbaki fyrir framan bílstól sem drengurinn situr í. „Eftir að hafa lesið fréttir af þessu máli fór maður að rifja upp hvar flaskan væri. Ég ákvað því að prufa að opna hana og maður vissi hverju maður ætti von á. Tappinn skaust upp í loft og stoppaði lengst fyrir aftan. Mér hreinlega brá þegar ég upplifði kraftinn frá þessu,“ segir Hrafn. Einn sem fréttastofa Stöðvar 2 ræddi við vegna málsins í síðustu viku þurfti að fara í aðgerð eftir að hafa fengið skurð á augað vegna tappa af Floridanda-flösku. Hann lagði fram kæru gegn Ölgerðinni vegna málsins og íhugaði önnur ,sem hlaut áverka vegna tappa sem skaust í andlit hennar, einnig að leita réttar síns. Tengdar fréttir Tveir með alvarlega áverka á auga eftir Floridana ávaxtasafa í plastflösku: „Þetta er grafalvarlegt mál sem þarf að stoppa“ Tveir eru með alvarlega áverka á auga eftir að hafa opnað Floridana ávaxtasafa í plastflösku með þeim afleiðingum að tappinn skaust í auga þeirra. Ölgerðin harmar atvikin En móðir átján ára stúlku, sem hefur orðið fyrir varanlegum skaða, segir viðbrögð fyrirtækisins sem ber ábyrgð vera ótæk. 31. ágúst 2017 20:00 Heilbrigðiseftirlitið ítrekar að fólk fargi Floridana flöskum vegna slysahættu Ölgerðin hefur innkallað allar gerðir af Floridana ávaxtasafa í flöskum en hætta er á yfirþrýstingi sem getur leitt til þess að umbúðirnar springi með alvarlegum afleiðingum. 4. september 2017 14:37 Neytendur hvattir til að farga Floridana í plastflöskum Ölgerðin Egill Skallagrímsson ehf. hefur tilkynnt matvælaeftirliti Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur um innköllun á Floridana ávaxtasafasafa í plastflöskum þar sem dæmi eru um að yfirþrýstingur hafi myndast í flöskunum. 1. september 2017 16:47 Mest lesið Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Erlent Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Fengu ekki inni hjá borginni og gistu í fangageymslum Innlent Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Innlent Alvarlegt bílslys við Þrastalund og þrír fluttir með þyrlunni Innlent Ríkissáttasemjari segir viðræðum miða ágætlega Innlent Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Innlent Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Erlent Fleiri fréttir Tekin skref í rétta átt um helgina Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Ríkissáttasemjari segir viðræðum miða ágætlega Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Fengu ekki inni hjá borginni og gistu í fangageymslum Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Alvarlegt bílslys við Þrastalund og þrír fluttir með þyrlunni Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastalund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Sjá meira
„Þetta hefði dældað bíl, krafturinn var slíkur,“ segir Hrafn Garðarsson í samtali við Vísi en hann birti í dag myndband á Facebook þar sem hann sést opna flösku sem inniheldur Floridana-ávaxtasafa frá Ölgerðinni. „Þannig að ég get rétt ímyndað mér hvernig er að fá þetta í andlitið,“ segir Hrafn.Matvælaeftirlit heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur sendi frá sér tilkynningu í dag þar sem brýnt var fyrir neytendum að farga Floridana-flöskum vegna slysahættu.Eins og kom fram á Vísi á fimmtudag eru tveir með alvarlega áverka á auga eftir að hafa opnað Floridana-flösku með þeim afleiðingum að tappinn skaust í auga þeirra. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur áréttaði í tilkynningu sinni að upp hafa komið alvarleg tilvik þar sem umbúðir springa annað hvort í heild sinni eða tappi skýst af og sé því um öryggismál að ræða fyrir neytendur. Hrafn segir flöskuna sem um ræðir hafa verið í bílnum hans í um tvær vikur. Sex ára sonur hans hafði fengið hana frá ömmu sinni og hafði hún verið geymd í sætisbaki fyrir framan bílstól sem drengurinn situr í. „Eftir að hafa lesið fréttir af þessu máli fór maður að rifja upp hvar flaskan væri. Ég ákvað því að prufa að opna hana og maður vissi hverju maður ætti von á. Tappinn skaust upp í loft og stoppaði lengst fyrir aftan. Mér hreinlega brá þegar ég upplifði kraftinn frá þessu,“ segir Hrafn. Einn sem fréttastofa Stöðvar 2 ræddi við vegna málsins í síðustu viku þurfti að fara í aðgerð eftir að hafa fengið skurð á augað vegna tappa af Floridanda-flösku. Hann lagði fram kæru gegn Ölgerðinni vegna málsins og íhugaði önnur ,sem hlaut áverka vegna tappa sem skaust í andlit hennar, einnig að leita réttar síns.
Tengdar fréttir Tveir með alvarlega áverka á auga eftir Floridana ávaxtasafa í plastflösku: „Þetta er grafalvarlegt mál sem þarf að stoppa“ Tveir eru með alvarlega áverka á auga eftir að hafa opnað Floridana ávaxtasafa í plastflösku með þeim afleiðingum að tappinn skaust í auga þeirra. Ölgerðin harmar atvikin En móðir átján ára stúlku, sem hefur orðið fyrir varanlegum skaða, segir viðbrögð fyrirtækisins sem ber ábyrgð vera ótæk. 31. ágúst 2017 20:00 Heilbrigðiseftirlitið ítrekar að fólk fargi Floridana flöskum vegna slysahættu Ölgerðin hefur innkallað allar gerðir af Floridana ávaxtasafa í flöskum en hætta er á yfirþrýstingi sem getur leitt til þess að umbúðirnar springi með alvarlegum afleiðingum. 4. september 2017 14:37 Neytendur hvattir til að farga Floridana í plastflöskum Ölgerðin Egill Skallagrímsson ehf. hefur tilkynnt matvælaeftirliti Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur um innköllun á Floridana ávaxtasafasafa í plastflöskum þar sem dæmi eru um að yfirþrýstingur hafi myndast í flöskunum. 1. september 2017 16:47 Mest lesið Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Erlent Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Fengu ekki inni hjá borginni og gistu í fangageymslum Innlent Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Innlent Alvarlegt bílslys við Þrastalund og þrír fluttir með þyrlunni Innlent Ríkissáttasemjari segir viðræðum miða ágætlega Innlent Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Innlent Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Erlent Fleiri fréttir Tekin skref í rétta átt um helgina Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Ríkissáttasemjari segir viðræðum miða ágætlega Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Fengu ekki inni hjá borginni og gistu í fangageymslum Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Alvarlegt bílslys við Þrastalund og þrír fluttir með þyrlunni Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastalund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Sjá meira
Tveir með alvarlega áverka á auga eftir Floridana ávaxtasafa í plastflösku: „Þetta er grafalvarlegt mál sem þarf að stoppa“ Tveir eru með alvarlega áverka á auga eftir að hafa opnað Floridana ávaxtasafa í plastflösku með þeim afleiðingum að tappinn skaust í auga þeirra. Ölgerðin harmar atvikin En móðir átján ára stúlku, sem hefur orðið fyrir varanlegum skaða, segir viðbrögð fyrirtækisins sem ber ábyrgð vera ótæk. 31. ágúst 2017 20:00
Heilbrigðiseftirlitið ítrekar að fólk fargi Floridana flöskum vegna slysahættu Ölgerðin hefur innkallað allar gerðir af Floridana ávaxtasafa í flöskum en hætta er á yfirþrýstingi sem getur leitt til þess að umbúðirnar springi með alvarlegum afleiðingum. 4. september 2017 14:37
Neytendur hvattir til að farga Floridana í plastflöskum Ölgerðin Egill Skallagrímsson ehf. hefur tilkynnt matvælaeftirliti Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur um innköllun á Floridana ávaxtasafasafa í plastflöskum þar sem dæmi eru um að yfirþrýstingur hafi myndast í flöskunum. 1. september 2017 16:47