Kaleo-tónleikar fylltu Ólafíu af jákvæðri orku og stolti Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 6. september 2017 09:00 Ólafía Þórunn og Jökull Júlíusson, söngvari Kaleo. Mynd/Instagram Ólafía Þórunn Kristinsdóttir náði sér vel á strik á LPGA-móti í Portland um síðustu helgi þar sem hún komst í gegnum niðurskurð í fyrsta sinn síðan í júlí og hafnaði svo í 39. sæti. Hún hafði verið talsvert frá sínu besta á síðustu tveimur mótum á undan en ákvað að mæta afslöppuð til leiks í Portland. Mætti hún til að mynda á tónleika með íslensku sveitinni Kaleo í miðju móti. „Í rauninni var ég bara að gera mitt besta í Portland og ætlaði að taka niðurstöðunni hvernig sem færi,“ sagði Ólafía. „Ég skellti mér á Kaleo tónleika á föstudagskvöldið, reyndi bara að hugsa sem minnst um þetta allt og ákvað að þetta myndi fara eins og það átti að fara,“ sagði hún enn fremur. „Það var rosalega gaman á tónleikunum og ég fylltist af jákvæðri orku og stolti að sjá íslensku strákana standa sig svona vel. Ég átti síðan besta hringinn minn daginn eftir og spilaði á 69 höggum.“ Ólafía hefur á morgun leik á Indy Women in Tech Championship mótinu í Indiana en eftir það er komið að Evian Championship, síðasta risamóti ársins. Vísir greindi frá því fyrr í morgun að hún hefði öðlast þátttökurétt á mótinu. Sjá einnig: Ólafía komst inn á þriðja stórmótið Sýnt verður beint frá mótinu í Indiana á Golfstöðinni og hefst útsending klukkan 19.00 annað kvöld. So cool to see kaleo play last night in Portland and this guy... a class act #kaleo #Icelandic A post shared by Ólafía Kristinsdóttir (@olafiakri) on Sep 2, 2017 at 2:51pm PDT Golf Tengdar fréttir Ólafía fékk 864 þúsund krónur í Portland Ólafía Þórunn Kristinsdóttir lék lokahringinn á Cambia Portland Classic-mótinu á pari. 4. september 2017 08:00 Ólafía komst inn á þriðja stórmótið Magnað ár hjá Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur verður enn stærra en hún er komin með þátttökurétt á síðasta stórmóti ársins. 6. september 2017 08:00 Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir náði sér vel á strik á LPGA-móti í Portland um síðustu helgi þar sem hún komst í gegnum niðurskurð í fyrsta sinn síðan í júlí og hafnaði svo í 39. sæti. Hún hafði verið talsvert frá sínu besta á síðustu tveimur mótum á undan en ákvað að mæta afslöppuð til leiks í Portland. Mætti hún til að mynda á tónleika með íslensku sveitinni Kaleo í miðju móti. „Í rauninni var ég bara að gera mitt besta í Portland og ætlaði að taka niðurstöðunni hvernig sem færi,“ sagði Ólafía. „Ég skellti mér á Kaleo tónleika á föstudagskvöldið, reyndi bara að hugsa sem minnst um þetta allt og ákvað að þetta myndi fara eins og það átti að fara,“ sagði hún enn fremur. „Það var rosalega gaman á tónleikunum og ég fylltist af jákvæðri orku og stolti að sjá íslensku strákana standa sig svona vel. Ég átti síðan besta hringinn minn daginn eftir og spilaði á 69 höggum.“ Ólafía hefur á morgun leik á Indy Women in Tech Championship mótinu í Indiana en eftir það er komið að Evian Championship, síðasta risamóti ársins. Vísir greindi frá því fyrr í morgun að hún hefði öðlast þátttökurétt á mótinu. Sjá einnig: Ólafía komst inn á þriðja stórmótið Sýnt verður beint frá mótinu í Indiana á Golfstöðinni og hefst útsending klukkan 19.00 annað kvöld. So cool to see kaleo play last night in Portland and this guy... a class act #kaleo #Icelandic A post shared by Ólafía Kristinsdóttir (@olafiakri) on Sep 2, 2017 at 2:51pm PDT
Golf Tengdar fréttir Ólafía fékk 864 þúsund krónur í Portland Ólafía Þórunn Kristinsdóttir lék lokahringinn á Cambia Portland Classic-mótinu á pari. 4. september 2017 08:00 Ólafía komst inn á þriðja stórmótið Magnað ár hjá Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur verður enn stærra en hún er komin með þátttökurétt á síðasta stórmóti ársins. 6. september 2017 08:00 Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Ólafía fékk 864 þúsund krónur í Portland Ólafía Þórunn Kristinsdóttir lék lokahringinn á Cambia Portland Classic-mótinu á pari. 4. september 2017 08:00
Ólafía komst inn á þriðja stórmótið Magnað ár hjá Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur verður enn stærra en hún er komin með þátttökurétt á síðasta stórmóti ársins. 6. september 2017 08:00