Ford Expedition og Lincoln Navigator verða tengiltvinnbílar Finnur Thorlacius skrifar 6. september 2017 12:45 Ford Expedition er jeppi af stærri gerðinni. Ford hefur ekki hingað til tekið mikinn þátt í rafbílavæðingunni, en brátt verður mikil breyting þar á. Til stendur að hinir stóru jeppar Ford Expedition og Lincoln Navigator fái brátt rafmagnsdrifrás auk brunavélanna sem í bílunum eru, þ.e. verða í boði sem tengiltvinnbílar. Auk þess mun Ford Escape minni jeppinn fá sömu meðferð. Árið 2020 munu einnig Ford F-150 og Ford Mustang fá rafmótora til aðstoðar brunavélum sínum. Allir þessir bílar verða á meðal 13 bílgerða Ford og Lincoln á næstu 5 til 6 árum sem verða útbúnir rafmótorum auk brunavéla. Spáð er 25% aukningu í sölu stórra jeppa fram til ársins 2022 og því þarf Ford að útbúa sína jeppa þannig að þeir höfði til kaupenda. Því ætlar Ford að hefja rafvæðingu sína einmitt á þessari stærð bíla og telur Ford, sem og sérfræðingar um bíla, að í þessum flokki bíla sé alfarasælast að hefja rafvæðinguna. Ford vill ekki fara of hratt í rafbílavæðinguna Ford telur að ekki sé rétt að stíga skrefið til fulls enn og bjóða þessa stóru bíla sína eingöngu með rafmagnsdrifrás, né aðra marga minni bíla sína. Það borgi ekki reikningana og haldi ljósunum gangandi, en Ford vill samt sem áður ekki verða á eftir öðrum bílaframleiðendum í rafbílavæðingunni, það skref verði tekið, en bara ekki strax. Ford setti Escape bíl sinn á markað með rafmótorum, auk brunavélar, á árunum milli 2004 og 2012, en lítil sala í honum og sú staðreynd að fleiri keyptu C-Max Plug-In-Hybrid bíl Ford gerði það að verkum að Ford hætti framleiðslu á Escape Plug-In-Hybrid. Hann er þó aftur að koma á markað á næstunni með Plug-In-Hybrid tækni og telur Ford að markaðurinn nú sé móttækilegri fyrir þeirri útgáfu hans. Ford ætlar að fjárfesta fyrir 4,5 milljarða dollara í þróun þessara 13 gerða bíla sinna með Plug-In-Hybrid tækni á næstu árum. Það er svo meiningin hjá Ford að markaðssetja hreinræktaðan rafmagnsbíl árið 2020 og verður honum fylgt á eftir með tveimur öðrum á næstu árum eftir það. Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Innlent
Ford hefur ekki hingað til tekið mikinn þátt í rafbílavæðingunni, en brátt verður mikil breyting þar á. Til stendur að hinir stóru jeppar Ford Expedition og Lincoln Navigator fái brátt rafmagnsdrifrás auk brunavélanna sem í bílunum eru, þ.e. verða í boði sem tengiltvinnbílar. Auk þess mun Ford Escape minni jeppinn fá sömu meðferð. Árið 2020 munu einnig Ford F-150 og Ford Mustang fá rafmótora til aðstoðar brunavélum sínum. Allir þessir bílar verða á meðal 13 bílgerða Ford og Lincoln á næstu 5 til 6 árum sem verða útbúnir rafmótorum auk brunavéla. Spáð er 25% aukningu í sölu stórra jeppa fram til ársins 2022 og því þarf Ford að útbúa sína jeppa þannig að þeir höfði til kaupenda. Því ætlar Ford að hefja rafvæðingu sína einmitt á þessari stærð bíla og telur Ford, sem og sérfræðingar um bíla, að í þessum flokki bíla sé alfarasælast að hefja rafvæðinguna. Ford vill ekki fara of hratt í rafbílavæðinguna Ford telur að ekki sé rétt að stíga skrefið til fulls enn og bjóða þessa stóru bíla sína eingöngu með rafmagnsdrifrás, né aðra marga minni bíla sína. Það borgi ekki reikningana og haldi ljósunum gangandi, en Ford vill samt sem áður ekki verða á eftir öðrum bílaframleiðendum í rafbílavæðingunni, það skref verði tekið, en bara ekki strax. Ford setti Escape bíl sinn á markað með rafmótorum, auk brunavélar, á árunum milli 2004 og 2012, en lítil sala í honum og sú staðreynd að fleiri keyptu C-Max Plug-In-Hybrid bíl Ford gerði það að verkum að Ford hætti framleiðslu á Escape Plug-In-Hybrid. Hann er þó aftur að koma á markað á næstunni með Plug-In-Hybrid tækni og telur Ford að markaðurinn nú sé móttækilegri fyrir þeirri útgáfu hans. Ford ætlar að fjárfesta fyrir 4,5 milljarða dollara í þróun þessara 13 gerða bíla sinna með Plug-In-Hybrid tækni á næstu árum. Það er svo meiningin hjá Ford að markaðssetja hreinræktaðan rafmagnsbíl árið 2020 og verður honum fylgt á eftir með tveimur öðrum á næstu árum eftir það.
Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Innlent