Þolendur upplifa sig vanmáttuga Sunna Sæmundsdóttir skrifar 7. september 2017 20:00 Þolendur kynferðisofbeldis upplifa sig gjarnan utanveltu í réttarkerfinu þegar mál þeirra eru tekin fyrir. Doktorsnemi telur rétt að þolendur séu ekki einungis vitni í eigin máli. Hildur Fjóla Antonsdóttir, doktorsnemi í réttarfélagsfræði við Háskólann í Lundi, vann rannsókn er byggði á viðtölum um 35 þolendur kynferðisofbeldis. Um helmingur þeirra hafði farið með mál sín fyrir dómstóla en mál annarra voru ýmist fyrnd eða fóru ekki lengra af öðrum ástæðum. Hún segir viðtölin sýna óánægju brotaþola með kerfið. „Eitt af því sem kemur fólki mjög spánskt fyrir sjónir er að brotaþolar eru í stöðu vitnis í málinu og hafa ekki aðild að málinu. Aðilarnir sem hafa skilgreindra hagsmuna að gæta í málinu eru ríkið annars vegar og sakborningur hins vegar. Brotaþolar eru lykilvitni með lítinn rétt," segir Hildur. Hún segir þolendur upplifa sig vanmáttuga í þessum aðstæðum. „Fólk upplifir að það sé jaðrað og hliðrað í kerfinu, fái litlar upplýsingar og hafi lítið um málið að segja," segir hún. Íslenskur réttur svipar að þessu leyti til dansks og norsks réttar en framkvæmdin er önnur í t.d. Svíþjóð. „Í Svíþjóð og Finnlandi eru þolendur aðilar að málum og hafa miklu meira aðgengi að öllu ferlinu. Það er því ekkert endilega sjálfsagt að brotaþolar séu með stöðu vitnis í máli," segir Jóhanna. Hún telur að skoða mætti breytingar á þessu hér á landi. „Það væri gaman að sjá að þetta yrði skoðað og þá hvernig væri hægt að bæta þetta ferli. Þannig að brotaþolar upplifi allavega að ferlið sé ásættanlegt," segir Jóhanna. Mest lesið Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Erlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fleiri fréttir „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Sjá meira
Þolendur kynferðisofbeldis upplifa sig gjarnan utanveltu í réttarkerfinu þegar mál þeirra eru tekin fyrir. Doktorsnemi telur rétt að þolendur séu ekki einungis vitni í eigin máli. Hildur Fjóla Antonsdóttir, doktorsnemi í réttarfélagsfræði við Háskólann í Lundi, vann rannsókn er byggði á viðtölum um 35 þolendur kynferðisofbeldis. Um helmingur þeirra hafði farið með mál sín fyrir dómstóla en mál annarra voru ýmist fyrnd eða fóru ekki lengra af öðrum ástæðum. Hún segir viðtölin sýna óánægju brotaþola með kerfið. „Eitt af því sem kemur fólki mjög spánskt fyrir sjónir er að brotaþolar eru í stöðu vitnis í málinu og hafa ekki aðild að málinu. Aðilarnir sem hafa skilgreindra hagsmuna að gæta í málinu eru ríkið annars vegar og sakborningur hins vegar. Brotaþolar eru lykilvitni með lítinn rétt," segir Hildur. Hún segir þolendur upplifa sig vanmáttuga í þessum aðstæðum. „Fólk upplifir að það sé jaðrað og hliðrað í kerfinu, fái litlar upplýsingar og hafi lítið um málið að segja," segir hún. Íslenskur réttur svipar að þessu leyti til dansks og norsks réttar en framkvæmdin er önnur í t.d. Svíþjóð. „Í Svíþjóð og Finnlandi eru þolendur aðilar að málum og hafa miklu meira aðgengi að öllu ferlinu. Það er því ekkert endilega sjálfsagt að brotaþolar séu með stöðu vitnis í máli," segir Jóhanna. Hún telur að skoða mætti breytingar á þessu hér á landi. „Það væri gaman að sjá að þetta yrði skoðað og þá hvernig væri hægt að bæta þetta ferli. Þannig að brotaþolar upplifi allavega að ferlið sé ásættanlegt," segir Jóhanna.
Mest lesið Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Erlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fleiri fréttir „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Sjá meira