800 símtöl berast BUGL vegna barna í vanda Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 7. september 2017 20:00 Í fréttum okkar hefur komið fram að andlegri heilsu ungmenna hafi hrakað mikið. Niðurstöður kannana á vegum embættis landlæknis sýna að árið 2016 mátu 36,2 prósent ungmenna andlega heilsu sína sæmilega eða lélega. Guðrún Bryndís Guðmundsdóttir, yfirlæknir BUGL, segir aukna þörf fyrir bráðaþjónustu og hún taki nú yfir 75 prósent starfseminnar. Í síðustu viku var talað við foreldra tíu ára drengs sem var mjög andlega veikur en fékk ekki bráðaþjónustu fyrr en hann reyndi sjálfsvíg. Guðrún segir bráðaþjónustu alltaf veitta brátt en hvert tilvik sé metið. „Það er alltaf metið með símtali - við tókum átta hundruð símtöl í fyrra. Fjörutíu prósent þeirra sem talað var við í síma komu til okkar, samdægurs eða daginn eftir.“ Fimm til sex hundruð sjúklingar eru í meðferð á göngudeild BUGL en allir þurfa að fá tilvísun og er forgangsraðað á biðlista. „Meðalbiðtími á barna- og unglingageðdeild er sex mánuðir á göngudeild. Það þýðir í raun að þau mál sem eru bráð bíða skemur en önnur sem bíða lengur.“Finnst þér sem yfirlæknir ásættanlegt að það sé hálfs árs biðlisti? „Nei, þetta er ekki ásættanlegt. Ef maður lítur til nágrannaþjóðanna, þar má biðlistinn ekki vera meira en þrír mánuðir og við stefnum að því.“ Biðlistar voru komnir niður í þrjá mánuði þar til rakaskemmdir í húsnæði BUGL - sem enn er verið að vinna bót á - fældu starfsfólk úr starfi. „Þetta er allt fólk sem vinnur með fólk. Þannig ef við missum út fólk minnkar geta okkar að taka við sjúklingum.“ Guðrún bendir á mikilvægi þess að börn séu gripin sem fyrst af nærumhverfi og þar sé heilsugæslan í mikilvægu hlutverki. „Við vitum náttúrulega að ekki niðurgreiddir sálfræðingar og það er dýrt fyrir venjulegt fólk að fara til sálfræðings á stofu, þannig að það er margt sem má gera betur.“ Tengdar fréttir Andlegri heilsu íslenskra ungmenna hrakar Íslenskum ungmennum líður almennt verr nú en áður. 4. september 2017 11:10 Móðir drengs sem reyndi sjálfsvíg: „Mikið að þegar tíu ára börn þurfa að reyna sjálfsmorð til að fá hjálp“ Foreldrar tíu ára drengs sem glímir við alvarlegar geðraskanir segjast ráðþrota gagnvart íslensku heilbrigðskerfi. 31. ágúst 2017 11:36 Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Handtekinn í Dölunum Innlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Fleiri fréttir Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Sjá meira
Í fréttum okkar hefur komið fram að andlegri heilsu ungmenna hafi hrakað mikið. Niðurstöður kannana á vegum embættis landlæknis sýna að árið 2016 mátu 36,2 prósent ungmenna andlega heilsu sína sæmilega eða lélega. Guðrún Bryndís Guðmundsdóttir, yfirlæknir BUGL, segir aukna þörf fyrir bráðaþjónustu og hún taki nú yfir 75 prósent starfseminnar. Í síðustu viku var talað við foreldra tíu ára drengs sem var mjög andlega veikur en fékk ekki bráðaþjónustu fyrr en hann reyndi sjálfsvíg. Guðrún segir bráðaþjónustu alltaf veitta brátt en hvert tilvik sé metið. „Það er alltaf metið með símtali - við tókum átta hundruð símtöl í fyrra. Fjörutíu prósent þeirra sem talað var við í síma komu til okkar, samdægurs eða daginn eftir.“ Fimm til sex hundruð sjúklingar eru í meðferð á göngudeild BUGL en allir þurfa að fá tilvísun og er forgangsraðað á biðlista. „Meðalbiðtími á barna- og unglingageðdeild er sex mánuðir á göngudeild. Það þýðir í raun að þau mál sem eru bráð bíða skemur en önnur sem bíða lengur.“Finnst þér sem yfirlæknir ásættanlegt að það sé hálfs árs biðlisti? „Nei, þetta er ekki ásættanlegt. Ef maður lítur til nágrannaþjóðanna, þar má biðlistinn ekki vera meira en þrír mánuðir og við stefnum að því.“ Biðlistar voru komnir niður í þrjá mánuði þar til rakaskemmdir í húsnæði BUGL - sem enn er verið að vinna bót á - fældu starfsfólk úr starfi. „Þetta er allt fólk sem vinnur með fólk. Þannig ef við missum út fólk minnkar geta okkar að taka við sjúklingum.“ Guðrún bendir á mikilvægi þess að börn séu gripin sem fyrst af nærumhverfi og þar sé heilsugæslan í mikilvægu hlutverki. „Við vitum náttúrulega að ekki niðurgreiddir sálfræðingar og það er dýrt fyrir venjulegt fólk að fara til sálfræðings á stofu, þannig að það er margt sem má gera betur.“
Tengdar fréttir Andlegri heilsu íslenskra ungmenna hrakar Íslenskum ungmennum líður almennt verr nú en áður. 4. september 2017 11:10 Móðir drengs sem reyndi sjálfsvíg: „Mikið að þegar tíu ára börn þurfa að reyna sjálfsmorð til að fá hjálp“ Foreldrar tíu ára drengs sem glímir við alvarlegar geðraskanir segjast ráðþrota gagnvart íslensku heilbrigðskerfi. 31. ágúst 2017 11:36 Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Handtekinn í Dölunum Innlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Fleiri fréttir Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Sjá meira
Andlegri heilsu íslenskra ungmenna hrakar Íslenskum ungmennum líður almennt verr nú en áður. 4. september 2017 11:10
Móðir drengs sem reyndi sjálfsvíg: „Mikið að þegar tíu ára börn þurfa að reyna sjálfsmorð til að fá hjálp“ Foreldrar tíu ára drengs sem glímir við alvarlegar geðraskanir segjast ráðþrota gagnvart íslensku heilbrigðskerfi. 31. ágúst 2017 11:36