May afþakkar að standa fyrir máli sínu í Evrópuþinginu Kjartan Kjartansson skrifar 7. september 2017 19:11 May hafði sagst í viðræðum um að ávarpa Evrópuþingið. Hún ætlar þess í stað að hitta leiðtoga þess fyrir luktum dyrum. Vísir/AFP Forsætisráðherra Bretlands, Theresa May, neitaði boði forseta Evrópuþingsins um að ávarpa þingheim og gera grein fyrir afstöðu sinni til útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. The Guardian greinir frá því að May hafi hafnað því að halda ræðu í þinginu en þess í stað fallist á að hitta leiðtoga þingsins á bak við luktar dyr. Þingið þarf að samþykkja samning á milli Breta og ESB um útgönguna og hafði May áður sagt að hún ætti í viðræðum um að ávarpa þingið. Heimildamaður blaðsins hjá ESB segir að nokkrir leiðtogar Evrópuþingsins hafi orðið fyrir vonbrigðum með framferði May á sama tíma og hún reynir að sannfæra Evrópuþingmenn um að umfangsmikill fríverslunarsamningur á milli Breta og sambandsins sé öllum í hag. „Þetta er enn eitt sjálfsmarkið,“ hefur The Guardian eftir ónafngreindum embættismanni hjá ESB. Talsmaður May segir að hún muni funda með Antonio Tajani, forseti Evrópuþingsins, og formönnum stjórnmálahópa þess. Engin dagsetning fyrir þann fund hafi þó verið ákveðin.Brexit er hitamál í Bretlandi. Þessi herramaður sendi þingmönnum tæpitungulaus skilaboð þegar hann mótmælti fyrir utan þinghúsið í dag.Vísir/AFPFundargerð varpar ljósi á pirring fulltrúa ESB í garð samningamanna BretaSamskipti bresku ríkisstjórnarinnar og fulltrúa ESB eru stirð þessa dagana. Hluti af fundargerðum fundar sem samingarnefndir þeirra áttu um útgönguna í júlí var birtur í dag og bendir til þess að þeir síðarnefndu séu pirraðir út í þá fyrrnefndu. Þannig var bókað í fundargerðinni að Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar ESB, hafi lýst áhyggjum af því stöðugleika og ábyrgð samningamanns Breta, Brexit-ráðherrans David Davis. Þátttaka hans í viðræðunum væri takmörkuð og það gæti teflt árangri þeirra í tvísýnu. Michel Barnier, aðalsamningarmaður sambandsins, sagði einnig að Bretar hefðu ekki tekið þátt í viðræðunum af heilum hug og að þeir hefðu ekki gert skýra grein fyrir afstöðu sinni. Davis var gagnrýndur harðlega fyrir að láta sig hverfa af samningafundi um miðjan júlí eftir aðeins tvær klukkustundir. Brexit Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Fleiri fréttir Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sjá meira
Forsætisráðherra Bretlands, Theresa May, neitaði boði forseta Evrópuþingsins um að ávarpa þingheim og gera grein fyrir afstöðu sinni til útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. The Guardian greinir frá því að May hafi hafnað því að halda ræðu í þinginu en þess í stað fallist á að hitta leiðtoga þingsins á bak við luktar dyr. Þingið þarf að samþykkja samning á milli Breta og ESB um útgönguna og hafði May áður sagt að hún ætti í viðræðum um að ávarpa þingið. Heimildamaður blaðsins hjá ESB segir að nokkrir leiðtogar Evrópuþingsins hafi orðið fyrir vonbrigðum með framferði May á sama tíma og hún reynir að sannfæra Evrópuþingmenn um að umfangsmikill fríverslunarsamningur á milli Breta og sambandsins sé öllum í hag. „Þetta er enn eitt sjálfsmarkið,“ hefur The Guardian eftir ónafngreindum embættismanni hjá ESB. Talsmaður May segir að hún muni funda með Antonio Tajani, forseti Evrópuþingsins, og formönnum stjórnmálahópa þess. Engin dagsetning fyrir þann fund hafi þó verið ákveðin.Brexit er hitamál í Bretlandi. Þessi herramaður sendi þingmönnum tæpitungulaus skilaboð þegar hann mótmælti fyrir utan þinghúsið í dag.Vísir/AFPFundargerð varpar ljósi á pirring fulltrúa ESB í garð samningamanna BretaSamskipti bresku ríkisstjórnarinnar og fulltrúa ESB eru stirð þessa dagana. Hluti af fundargerðum fundar sem samingarnefndir þeirra áttu um útgönguna í júlí var birtur í dag og bendir til þess að þeir síðarnefndu séu pirraðir út í þá fyrrnefndu. Þannig var bókað í fundargerðinni að Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar ESB, hafi lýst áhyggjum af því stöðugleika og ábyrgð samningamanns Breta, Brexit-ráðherrans David Davis. Þátttaka hans í viðræðunum væri takmörkuð og það gæti teflt árangri þeirra í tvísýnu. Michel Barnier, aðalsamningarmaður sambandsins, sagði einnig að Bretar hefðu ekki tekið þátt í viðræðunum af heilum hug og að þeir hefðu ekki gert skýra grein fyrir afstöðu sinni. Davis var gagnrýndur harðlega fyrir að láta sig hverfa af samningafundi um miðjan júlí eftir aðeins tvær klukkustundir.
Brexit Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Fleiri fréttir Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sjá meira