Allir tapa Hörður Ægisson skrifar 8. september 2017 07:00 Alþingi kemur saman næstkomandi þriðjudag. Útlit er fyrir að deilur á vinnumarkaði kunni að setja mark sitt á þingveturinn. Samtök opinberra starfsmanna og viðsemjendur þeirra munu ríða á vaðið en kjarasamningar við háskólamenn og framhaldsskólakennara eru meðal annars lausir í haust. Sá tónn sem heyrist úr þeirri átt gefur ekki fyrirheit um að þar verði horft til þess að semja um hóflegar launahækkanir. Mikilvægt er að samninganefnd ríkisins standi fast gegn öllum launakröfum sem munu ógna stöðugleika á vinnumarkaði. Miklar launahækkanir til handa opinberum starfsmönnum, sem engin innistæða er fyrir, mun óhjákvæmilega þýða að kjarasamningum á almennum markaði verður sagt upp í febrúar 2018. Öllum á að vera ljóst hvert er markmið komandi kjaralotu. Svigrúm fyrir miklar launahækkanir er ekki fyrir hendi – hvorki af hálfu hins opinbera né atvinnurekenda – enda hefur raungengi launa hækkað um fjörutíu prósent á aðeins tveimur árum. Mestu máli skiptir að verja þá miklu kaupmáttaraukningu sem hefur áunnist. Þrátt fyrir mikinn efnahagsuppgang og tugprósenta launahækkanir, sem um var samið á vinnumarkaði 2015, hefur verðbólga haldist lág um langt skeið. Sagan kennir okkur hins vegar að það er hægur leikur að glutra niður góðri efnahagsstöðu. Það er því mikið undir. Skynsamlegir kjarasamningar, sem taka mið af stöðu þjóðarbúsins, eru forsenda þess að vextir lækki en forsvarsmenn verkalýðsfélaga kvarta iðulega sáran undan háum vöxtum Seðlabankans. Sumt í þeirri gagnrýni er réttmætt, annað ekki. Þar verður hins vegar að fara saman hljóð og mynd. Þeir hinir sömu og vilja bera saman vexti á Íslandi og á hinum Norðurlöndunum líta sjaldnast til þess hvað veldur því að vextir eru lægri í nágrannaríkjum okkar. Launaþróun í samræmi við framleiðniaukningu, stöðugleiki á vinnumarkaði og ábyrgur ríkisrekstur ráða hvað mestu um að raunvextir þar eru lægri en við sjáum á Íslandi. Það er nefnilega ekki bæði hægt að eiga kökuna og borða hana. Þetta á ekki að þarfnast útskýringa. Takist að tryggja frið á íslenskum vinnumarkaði og reka ríkissjóð með myndarlegum afgangi – helst meiri en fjármálaáætlun gerir ráð fyrir – eru líkur á því að Seðlabankinn geti haldið áfram að lækka vexti á komandi misserum. Fyrir íslensk heimili myndi fátt hafa meiri kjarabætur í för með sér. Vinnumarkaðurinn starfar ekki í tómarúmi. Útflutningsgreinar landsins eru í aðþrengdri stöðu eftir linnulausa gengisstyrkingu og miklar nafnlaunahækkanir. Þjóðarbúið getur því ekki staðið undir annarri launahækkunarlotu. Að öðrum kosti munu lögmál hagfræðinnar taka við, eins og forsætisráðherra hefur bent á, með kunnuglegum afleiðingum úr íslenskri hagsögu. Verðbólga eykst með tilheyrandi hækkun verðtryggðra skulda, samkeppnishæfni atvinnulífsins versnar og gengi krónunnar lækkar. Niðurstaðan er að lokum kaupmáttarskerðing hjá almennu launafólki. Allir munu tapa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hörður Ægisson Mest lesið Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun
Alþingi kemur saman næstkomandi þriðjudag. Útlit er fyrir að deilur á vinnumarkaði kunni að setja mark sitt á þingveturinn. Samtök opinberra starfsmanna og viðsemjendur þeirra munu ríða á vaðið en kjarasamningar við háskólamenn og framhaldsskólakennara eru meðal annars lausir í haust. Sá tónn sem heyrist úr þeirri átt gefur ekki fyrirheit um að þar verði horft til þess að semja um hóflegar launahækkanir. Mikilvægt er að samninganefnd ríkisins standi fast gegn öllum launakröfum sem munu ógna stöðugleika á vinnumarkaði. Miklar launahækkanir til handa opinberum starfsmönnum, sem engin innistæða er fyrir, mun óhjákvæmilega þýða að kjarasamningum á almennum markaði verður sagt upp í febrúar 2018. Öllum á að vera ljóst hvert er markmið komandi kjaralotu. Svigrúm fyrir miklar launahækkanir er ekki fyrir hendi – hvorki af hálfu hins opinbera né atvinnurekenda – enda hefur raungengi launa hækkað um fjörutíu prósent á aðeins tveimur árum. Mestu máli skiptir að verja þá miklu kaupmáttaraukningu sem hefur áunnist. Þrátt fyrir mikinn efnahagsuppgang og tugprósenta launahækkanir, sem um var samið á vinnumarkaði 2015, hefur verðbólga haldist lág um langt skeið. Sagan kennir okkur hins vegar að það er hægur leikur að glutra niður góðri efnahagsstöðu. Það er því mikið undir. Skynsamlegir kjarasamningar, sem taka mið af stöðu þjóðarbúsins, eru forsenda þess að vextir lækki en forsvarsmenn verkalýðsfélaga kvarta iðulega sáran undan háum vöxtum Seðlabankans. Sumt í þeirri gagnrýni er réttmætt, annað ekki. Þar verður hins vegar að fara saman hljóð og mynd. Þeir hinir sömu og vilja bera saman vexti á Íslandi og á hinum Norðurlöndunum líta sjaldnast til þess hvað veldur því að vextir eru lægri í nágrannaríkjum okkar. Launaþróun í samræmi við framleiðniaukningu, stöðugleiki á vinnumarkaði og ábyrgur ríkisrekstur ráða hvað mestu um að raunvextir þar eru lægri en við sjáum á Íslandi. Það er nefnilega ekki bæði hægt að eiga kökuna og borða hana. Þetta á ekki að þarfnast útskýringa. Takist að tryggja frið á íslenskum vinnumarkaði og reka ríkissjóð með myndarlegum afgangi – helst meiri en fjármálaáætlun gerir ráð fyrir – eru líkur á því að Seðlabankinn geti haldið áfram að lækka vexti á komandi misserum. Fyrir íslensk heimili myndi fátt hafa meiri kjarabætur í för með sér. Vinnumarkaðurinn starfar ekki í tómarúmi. Útflutningsgreinar landsins eru í aðþrengdri stöðu eftir linnulausa gengisstyrkingu og miklar nafnlaunahækkanir. Þjóðarbúið getur því ekki staðið undir annarri launahækkunarlotu. Að öðrum kosti munu lögmál hagfræðinnar taka við, eins og forsætisráðherra hefur bent á, með kunnuglegum afleiðingum úr íslenskri hagsögu. Verðbólga eykst með tilheyrandi hækkun verðtryggðra skulda, samkeppnishæfni atvinnulífsins versnar og gengi krónunnar lækkar. Niðurstaðan er að lokum kaupmáttarskerðing hjá almennu launafólki. Allir munu tapa.
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun