Ólafía í níunda sæti þegar keppni hefst Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 8. september 2017 11:36 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir. vísir/ernir Ólafía Þórunn Kristinsdóttir endaði á meðal tíu efstu kylfinga að loknum fyrsta keppnisdegi á Indy Women In Tech Championship mótinu sem fer nú fram í Indiana í Bandaríkjunum. Eftir að hafa fengið skolla á þriðju holu sinni í gær spilaði hún eins og engill og fékk sex fugla og níu pör á síðustu fimmtán holunum sínum. Það er mikið í húfi fyrir Ólafíu í dag þar sem að aðeins þeir sem komast í gegnum niðurskurðinn fá verðlaunafé. Ólafía er sem stendur í 106. sæti peningalistans en 100 efstu endurnýja þátttökurétt sinn á mótaröðinni. Lexi Thompson frá Bandaríkjunum, sem er í þriðja sæti heimslistans og efsta sæti peningalistans, er í forystu eftir fyrsta keppnisdag eftir að hafa spilað á 63 höggum í dag, níu höggum undir pari vallarins. Thompson fékk í gær ellefu fugla og tvo skolla. Ólafía á rástíma klukkan 11.30 að íslenskum tíma og er hægt að fylgjast með gengi hennar á heimasíðu LPGA-síðunnar. Bein útsending frá mótinu hefst á Golfstöðinni klukkan 19.00 í kvöld. Golf Mest lesið Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Handbolti Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti United missti frá sér sigurinn í lokin Enski boltinn Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Handbolti „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag Sport Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir endaði á meðal tíu efstu kylfinga að loknum fyrsta keppnisdegi á Indy Women In Tech Championship mótinu sem fer nú fram í Indiana í Bandaríkjunum. Eftir að hafa fengið skolla á þriðju holu sinni í gær spilaði hún eins og engill og fékk sex fugla og níu pör á síðustu fimmtán holunum sínum. Það er mikið í húfi fyrir Ólafíu í dag þar sem að aðeins þeir sem komast í gegnum niðurskurðinn fá verðlaunafé. Ólafía er sem stendur í 106. sæti peningalistans en 100 efstu endurnýja þátttökurétt sinn á mótaröðinni. Lexi Thompson frá Bandaríkjunum, sem er í þriðja sæti heimslistans og efsta sæti peningalistans, er í forystu eftir fyrsta keppnisdag eftir að hafa spilað á 63 höggum í dag, níu höggum undir pari vallarins. Thompson fékk í gær ellefu fugla og tvo skolla. Ólafía á rástíma klukkan 11.30 að íslenskum tíma og er hægt að fylgjast með gengi hennar á heimasíðu LPGA-síðunnar. Bein útsending frá mótinu hefst á Golfstöðinni klukkan 19.00 í kvöld.
Golf Mest lesið Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Handbolti Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti United missti frá sér sigurinn í lokin Enski boltinn Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Handbolti „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag Sport Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira