Það er langbest að vera á Íslandi Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 10. september 2017 10:00 Lilja og Sara ætla kannski að halda tónleika saman þegar þær eru orðnar unglingar en fyrst ætla þær að safna sér fyrir hljóðfærum. Vísir/Ernir Vinkonurnar Sara Louzir og Lilja Andradóttir eru á leiksvæði í hverfinu sínu að halda tónleika með þykjustuhljóðfæri í höndunum. Sara situr í rólunni en Lilja stendur uppi á borði og saman syngja þær með miklum tilþrifum NeiNei, sem Áttan gerði vinsælt fyrr á þessu ári. Falleg dúkka situr í kerru rétt hjá. „Hún er að hlusta á okkur,“ segir Lilja til skýringar þegar laginu lýkur. Lilja er ljóshærð og bláeyg og Sara svarthærð og brúneyg. Sara kveðst hafa fæðst á Íslandi en mamma hennar og pabbi séu frá Alsír. „Ég hef aldrei átt heima í Alsír, bara á Íslandi, en ég fer stundum til Alsír og heimsæki ömmu mína,“ segir hún. „Það er langbest að vera á Íslandi. Þar er aldrei stríð,“ segir Lilja sem kveðst hafa fæðst í Frakklandi. Þær eru báðar nýbyrjaðar í 2. bekk í Dalskóla í Reykjavík. „Við Lilja erum saman í bekk,“ segir Sara og bætir við að þar séu tveir 2. bekkir. „Við erum í 2.G af því kennarinn okkar heitir Gyða.“ „Við löbbum í röð inn í stofuna. Gyða er með bjöllu og þegar hún hringir henni þá hætta allir að tala. Við erum svo þæg,“ lýsir Lilja. Sara segir Dalskóla vera góðan skóla „Þar er aldrei neinn að stríða.“ Lilja tekur undir það. „Allir eru góðir vinir, alveg sama hvaða tungumál þeir tala, einn strákur talar spænsku og ein stelpa ensku.“ Best að tefja þær ekki lengur, eru þær ekki að æfa fyrir alvörutónleika? Lilja hikar aðeins áður en hún svarar: „Kannski þegar við erum orðnar unglingar. Þá höldum við tónleika saman.“ „Við erum ekki búnar að safna okkur fyrir hljóðfærum,“ útskýrir Sara. „Ég hugsa að við byrjum á að verða söngkonur.“ Krakkar Mest lesið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Hefur afþakkað hlutverk vegna veganismans Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Allt búið hjá Austin og Kaiu Lífið Fleiri fréttir Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Hefur afþakkað hlutverk vegna veganismans Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Hafdís leitar að húsnæði Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Sjá meira
Vinkonurnar Sara Louzir og Lilja Andradóttir eru á leiksvæði í hverfinu sínu að halda tónleika með þykjustuhljóðfæri í höndunum. Sara situr í rólunni en Lilja stendur uppi á borði og saman syngja þær með miklum tilþrifum NeiNei, sem Áttan gerði vinsælt fyrr á þessu ári. Falleg dúkka situr í kerru rétt hjá. „Hún er að hlusta á okkur,“ segir Lilja til skýringar þegar laginu lýkur. Lilja er ljóshærð og bláeyg og Sara svarthærð og brúneyg. Sara kveðst hafa fæðst á Íslandi en mamma hennar og pabbi séu frá Alsír. „Ég hef aldrei átt heima í Alsír, bara á Íslandi, en ég fer stundum til Alsír og heimsæki ömmu mína,“ segir hún. „Það er langbest að vera á Íslandi. Þar er aldrei stríð,“ segir Lilja sem kveðst hafa fæðst í Frakklandi. Þær eru báðar nýbyrjaðar í 2. bekk í Dalskóla í Reykjavík. „Við Lilja erum saman í bekk,“ segir Sara og bætir við að þar séu tveir 2. bekkir. „Við erum í 2.G af því kennarinn okkar heitir Gyða.“ „Við löbbum í röð inn í stofuna. Gyða er með bjöllu og þegar hún hringir henni þá hætta allir að tala. Við erum svo þæg,“ lýsir Lilja. Sara segir Dalskóla vera góðan skóla „Þar er aldrei neinn að stríða.“ Lilja tekur undir það. „Allir eru góðir vinir, alveg sama hvaða tungumál þeir tala, einn strákur talar spænsku og ein stelpa ensku.“ Best að tefja þær ekki lengur, eru þær ekki að æfa fyrir alvörutónleika? Lilja hikar aðeins áður en hún svarar: „Kannski þegar við erum orðnar unglingar. Þá höldum við tónleika saman.“ „Við erum ekki búnar að safna okkur fyrir hljóðfærum,“ útskýrir Sara. „Ég hugsa að við byrjum á að verða söngkonur.“
Krakkar Mest lesið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Hefur afþakkað hlutverk vegna veganismans Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Allt búið hjá Austin og Kaiu Lífið Fleiri fréttir Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Hefur afþakkað hlutverk vegna veganismans Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Hafdís leitar að húsnæði Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Sjá meira