Skotinn sem fann (líklega ekki) Ameríku Stefán Pálsson skrifar 10. september 2017 10:00 Árið 1558 kom út reyfarakenndur bæklingur í Feneyjum. Honum fylgdi landakort sem átti eftir að setja mark sitt á kortagerð Evrópubúa um langt árabil. Upplýsingar á kortinu ýttu undir afdrifaríkra landafundaleiðangra og þótt flestir telji í dag að frásögn ritsins hafi verið uppspuni frá rótum, finnast enn ýmsir sem vilja trúa því að þar sé í það minnsta sannleikskorn að finna og jafnvel lykilinn að mögnuðum leyndarmálum. Höfundur þessa sérstæða rits hét Nicolo Zeno og var kunnur sagnfræðingur í heimaborg sinni. Viðfangsefnið var honum nátengt, því það rakti ævintýralega sögu forföður hans Antonio og bróður hans, Nicolo eldri. Bræðurnir höfðu fæðst á fyrri hluta fjórtándu aldar og dáið skömmu eftir árið 1400. Í lifanda lífi höfðu þeir staðið í skugga þriðja bróðurins, flotahetjunnar Carlo Zeno.Carlo Zeno hafði unnið glæsta sigra fyrir Feneyinga og lagði þannig grunn að sterkri stöðu ættar sinnar meðal aðalsfólks borgríkisins. Ef marka mátti frásögn sagnfræðingsins höfðu hinir líttþekktu bræður hans þó átt viðlíka sögulega ævi og upplifað ótal ævintýri á fjarlægum slóðum.Frásögnin skiptist upp í tvo hluta. Í þeim fyrri eru bréf Nicolo til Antonio, en sá síðari hefur að geyma bréf frá Antonio til Carlo bróður síns. Bréfin sagði frændinn ungi að hefðu gengið manna á milli í ættinni í rúma öld. Sjálfur hefði hann hins vegar glutrað þeim frá sér eða skemmt sem ungur maður, áður en hann áttaði sig á gildi bréfanna. Frásögnin væri því að miklu leyti sett saman eftir minni.Samkvæmt sögunni höfðu þeir Nicolo og Antonio haldið út í heim í leit að frægð og frama. Skip Nicolo fórst úti fyrir ströndum Fríslands um árið 1390. Þar var þó ekki um að ræða héraðið Frísland í Hollandi, heldur samnefnda eyju sem sögð var á stærð við Írland og liggja miðja vegu milli Bretlandseyja og Íslands. Eftir útistöður við heimamenn, hafi maður að nafni Zichmni, prinsinn af smáríkinu Sorand, komið honum til bjargar.Zichmni prins ríkti meðal annars yfir Portlandi, smáeyjum úti fyrir strönd Fríslands. Til að launa lífbjörgina gekk Nicolo til liðs við prinsinn og fékk Antonio til liðs við sig. Saman lögðust þeir í mikla landvinninga næstu fjórtán árin. Fyrst gerðist Zichmni konungur yfir gjörvöllu Fríslandi. Þar mátti finna gríðarlega auðug fiskimið og þurfti fjölda skipa til að flytja allan aflann til kaupenda í Evrópu.Eftir að hafa auðgast á fisksölunni tók Zichmni að svipast um eftir nýjum löndum til að leggja undir sig. Hann fól Antonio að stjórna árás á grannríkið Estlanda, en því næst lá leiðin til Íslands. Ísland reyndist hins vegar svo rammlega varið að herliðið lét nægja að ráðast á níu smáeyjar við austurströnd landsins, sem allar voru samviskusamlega nafngreindar í frásögninni. Ætti nú kunnáttufólk um sögu Íslands og almenna landafræði að vera farið að fyllast nokkurri tortryggni.Sæfarar blekktirZichmni konungur reisti þessu næstu virki á Bres, stærstu íslensku eyjunni, og fól Nicolo stjórn þess. Þaðan hélt Nicolo í könnunarleiðangra, þar á meðal til Grænlands. Á Grænlandi komst hann í kynni við munka í klaustri sem stóð í grennd við reykspúandi eldfjall. Klaustrið var hitað upp með vatni sem spratt upp úr jörðinni og svo heitt að nota mátti til matreiðslu. Brauð væri þannig sett í koparpotta og látið bakast með því að dýfa þeim oní bullandi heitt vatnið. Á sama hátt væri vatnið leitt inn í stofur fyrirmanna með leiðslum úr kopar, tini eða steini þannig að herbergin yrðu heit eins og baðstofur.Eftir Grænlandsförina bárust Zichmni konungi og bræðrunum fregnir af löndum lengst í vestri frá sæförum sem þangað höfðu villst. Þeir héldu í könnunarleiðangur og fundu ýmsar eyjar með fjandsamlegum íbúum. Kóngur kunni vel við sig á þessum nýju slóðum og reisti sér borg, en ferðalangar hans héldu flestir heim á leið.Frásögn þessari fylgdi kort sem sýndi staðsetningu þessara skringilegu landa og eyja sem Zeno-bræður lögðu leið sína til. Hlaut kortið talsverða útbreiðslu og slæddust sumar af hinum ímynduðu eyjum inn á önnur landakort. Þannig var hið dularfulla Frísland, milli Íslands og Bretlands, algengt á sjókortum um langt árabil. Þá er talið að hugmyndir kortateiknarans um vesturströnd Grænlands hafi ýtt undir þá hugmynd að norðvesturleiðin væri fær í siglingum milli Evrópu og Asíu.Sagan af Zichmni konungi og Zeno-bræðrum er öll með miklum ólíkindum og í raun merkilegt að nokkur hafi fengist til að taka hana alvarlega. Sagan hefur engan stuðning af öðrum heimildum en skrifum Nicolo Zeno, um atburði sem áttu að hafa gerst meira en 150 árum fyrr. Þvert á móti grafa þær litlu upplýsingar sem þó eru til um bræðurna undan frásögninni, þar sem vitað er að annar þeirra eða báðir hafi sannarlega verið í Feneyjum hluta þess tíma sem heimshornaflakkið átti að standa yfir.Þótt fyrirmynd textans eigi að vera glötuð bréf frá þeim bræðrum, er ekkert í textanum sem bendir til þekkingar á staðháttum við norðanvert Atlantshaf, heldur endursegir hann að mestu atriði úr þekktum landalýsingum, en bjagar sumt og ruglar öðru saman. Freistandi er að álykta að Nicolo Zeno hafi spunnið upp söguna frá rótum, mögulega til að upphefja sína eigin ætt eða til þess að gera minna úr þeirri staðreynd að Genúamaðurinn Kristófer Kólumbus hafi uppgötvað Ameríku. Vafalítið hefur Feneyingum þótt það bærilegri tilhugsun að hafa sjálfir siglt vestur um haf á undan erkifjendunum frá Genúa.Árið 1588 var landafræðiþekking Evrópubúa enn svo gloppótt að heimsmynd þeirra gaf rými fyrir ímyndaðar eyjar í Norðurhöfum með fjölmennum þjóðum og skringilegum kynjaskepnum. Með tímanum mátti þó öllum vera ljóst að sögur þessar gengu ekki upp og að löndin í frásögninni væru ýmist uppspuni frá rótum eða smáeyjar sem hefðu verið stækkaðar allhressilega af sagnritaranum.En mörgum finnst það synd að láta góða sögu gjalda sannleikans. Hugmyndin um feneyska landafundi í Vesturálfu hundrað árum á undan Kólumbusi kitlar óneitanlega ímyndunaraflið og því ekki óvænt að ýmsir hafi í gegnum tíðina viljað „bjarga“ sögunni eða finna í henni sannleikskjarna.Hvað ef?Söguáhugafólk sem kýs að trúa Nicolo Zeno bendir á að þótt slitróttar heimildirnar um þessa forfeður hans bendi ekki til fjórtán ára flakks um heimsins höf, séu vísbendingar um að þeir hafi ferðast nokkuð og gætu vel hafa varið nokkrum misserum á norðurslóðum. Með góðum vilja mætti svo rýna í örnefnin í ferðasögunni og finna þeim stað á raunverulegu landakorti. Þannig gæti Frísland verið afbökun á nafni Færeyja og Sorand staðið fyrir Hjaltlandseyjar (Sealtainn á gelísku).Enginn hefur heyrt getið um þessar níu eyjar fyrir ströndum Íslands, en hins vegar er nóg af smáeyjum á Hjaltlandseyjum og bera sumar þeirra heiti sem svipar til nafnaromsunnar í bók Zeno. Mögulega hafi höfundurinn ruglað saman Íslandi og Hjaltlandseyjum og því næst fært eldspúandi fjallið og klaustrið með hitaveitunni frá Íslandi til Grænlands. Eins og sagnfræðingurinn Sumarliði Ísleifsson bendir á í bók sinni Ísland, framandi land, voru Íslendingar raunar langt frá því að búa yfir slíkri hitaveitutækni á miðöldum. Er því óneitanlega gremjulegt að sagnfræðingur í Feneyjum sextándu aldar hafi gert sér betur grein fyrir nýtingarmöguleikum jarðhitans á Íslandi en landsmenn sjálfir.Með lagfæringum og endurskilgreiningum af þessu tagi á frumtexta Nicolos Zeno hefur verið reynt að gera söguna trúlegri og halda opnum möguleikanum á feneyskum Ameríkusiglingum á ofanverðri fjórtándu öld. En hver var þá hinn dularfulli Zichmni prins eða konungur?Seint á átjándu öld varpaði þjóðernissinnaður skoskur sagnfræðingur fram þeirri kenningu að Zichmni hefði í raun verið Hinrik I jarl af Orkneyjum. Um Hinrik jarl er sáralítið vitað með vissu annað en að hann fæddist um 1345 og hvarf af yfirborði jarðar um árið 1400. Hann fékk jarlstignina að léni frá Noregskonungi árið 1379 og virðist hafa dregist inn í átök við Englendinga sem mögulega kostuðu hann lífið. Þessar brotakenndu upplýsingar hafa gefið skapandi söguáhugamönnum talsvert svigrúm til túlkunar.Furðustór hópur fólks, einkum í Skotlandi og Kanada, er þess fullviss að Hinrik eða Hinrik Sinclair hafi komið að ströndum Nova Scotia Norður-Ameríku árið 1398 og gengið þar á land. Félag fólks sem aðhyllist þessa söguskoðun hefur reist gríðarmikinn minnisvarða um atburðinn við Chedabucto-flóa. Benda þau á örnefni á svæðinu sem vísbendingu um gamalt skoskt landnám sem og fornar sögur frumbyggja um framandi höfðingja, hvítan yfirlitum.Í Skotlandi hefur þessi langsótta kenning um Hinrik jarl verið notuð til að skýra torkennilega ávexti, plöntur og dýr sem gefur að líta úthöggvin í hinni stórfurðulegu steinkapellu í Rosslyn, skammt sunnan Edinborgar á óðali Sinclair-ættarinnar. Kapellan var reist nokkrum árum áður en Kristófer Kólumbus hélt vestur um haf, en með góðum vilja má ímynda sér að á veggjum hennar megi sjá norður-amerísk dýr og jurtir. Er þar þó ansi langt seilst í túlkunum. Saga til næsta bæjar Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Skellti sér á djammið Lífið Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Árið 1558 kom út reyfarakenndur bæklingur í Feneyjum. Honum fylgdi landakort sem átti eftir að setja mark sitt á kortagerð Evrópubúa um langt árabil. Upplýsingar á kortinu ýttu undir afdrifaríkra landafundaleiðangra og þótt flestir telji í dag að frásögn ritsins hafi verið uppspuni frá rótum, finnast enn ýmsir sem vilja trúa því að þar sé í það minnsta sannleikskorn að finna og jafnvel lykilinn að mögnuðum leyndarmálum. Höfundur þessa sérstæða rits hét Nicolo Zeno og var kunnur sagnfræðingur í heimaborg sinni. Viðfangsefnið var honum nátengt, því það rakti ævintýralega sögu forföður hans Antonio og bróður hans, Nicolo eldri. Bræðurnir höfðu fæðst á fyrri hluta fjórtándu aldar og dáið skömmu eftir árið 1400. Í lifanda lífi höfðu þeir staðið í skugga þriðja bróðurins, flotahetjunnar Carlo Zeno.Carlo Zeno hafði unnið glæsta sigra fyrir Feneyinga og lagði þannig grunn að sterkri stöðu ættar sinnar meðal aðalsfólks borgríkisins. Ef marka mátti frásögn sagnfræðingsins höfðu hinir líttþekktu bræður hans þó átt viðlíka sögulega ævi og upplifað ótal ævintýri á fjarlægum slóðum.Frásögnin skiptist upp í tvo hluta. Í þeim fyrri eru bréf Nicolo til Antonio, en sá síðari hefur að geyma bréf frá Antonio til Carlo bróður síns. Bréfin sagði frændinn ungi að hefðu gengið manna á milli í ættinni í rúma öld. Sjálfur hefði hann hins vegar glutrað þeim frá sér eða skemmt sem ungur maður, áður en hann áttaði sig á gildi bréfanna. Frásögnin væri því að miklu leyti sett saman eftir minni.Samkvæmt sögunni höfðu þeir Nicolo og Antonio haldið út í heim í leit að frægð og frama. Skip Nicolo fórst úti fyrir ströndum Fríslands um árið 1390. Þar var þó ekki um að ræða héraðið Frísland í Hollandi, heldur samnefnda eyju sem sögð var á stærð við Írland og liggja miðja vegu milli Bretlandseyja og Íslands. Eftir útistöður við heimamenn, hafi maður að nafni Zichmni, prinsinn af smáríkinu Sorand, komið honum til bjargar.Zichmni prins ríkti meðal annars yfir Portlandi, smáeyjum úti fyrir strönd Fríslands. Til að launa lífbjörgina gekk Nicolo til liðs við prinsinn og fékk Antonio til liðs við sig. Saman lögðust þeir í mikla landvinninga næstu fjórtán árin. Fyrst gerðist Zichmni konungur yfir gjörvöllu Fríslandi. Þar mátti finna gríðarlega auðug fiskimið og þurfti fjölda skipa til að flytja allan aflann til kaupenda í Evrópu.Eftir að hafa auðgast á fisksölunni tók Zichmni að svipast um eftir nýjum löndum til að leggja undir sig. Hann fól Antonio að stjórna árás á grannríkið Estlanda, en því næst lá leiðin til Íslands. Ísland reyndist hins vegar svo rammlega varið að herliðið lét nægja að ráðast á níu smáeyjar við austurströnd landsins, sem allar voru samviskusamlega nafngreindar í frásögninni. Ætti nú kunnáttufólk um sögu Íslands og almenna landafræði að vera farið að fyllast nokkurri tortryggni.Sæfarar blekktirZichmni konungur reisti þessu næstu virki á Bres, stærstu íslensku eyjunni, og fól Nicolo stjórn þess. Þaðan hélt Nicolo í könnunarleiðangra, þar á meðal til Grænlands. Á Grænlandi komst hann í kynni við munka í klaustri sem stóð í grennd við reykspúandi eldfjall. Klaustrið var hitað upp með vatni sem spratt upp úr jörðinni og svo heitt að nota mátti til matreiðslu. Brauð væri þannig sett í koparpotta og látið bakast með því að dýfa þeim oní bullandi heitt vatnið. Á sama hátt væri vatnið leitt inn í stofur fyrirmanna með leiðslum úr kopar, tini eða steini þannig að herbergin yrðu heit eins og baðstofur.Eftir Grænlandsförina bárust Zichmni konungi og bræðrunum fregnir af löndum lengst í vestri frá sæförum sem þangað höfðu villst. Þeir héldu í könnunarleiðangur og fundu ýmsar eyjar með fjandsamlegum íbúum. Kóngur kunni vel við sig á þessum nýju slóðum og reisti sér borg, en ferðalangar hans héldu flestir heim á leið.Frásögn þessari fylgdi kort sem sýndi staðsetningu þessara skringilegu landa og eyja sem Zeno-bræður lögðu leið sína til. Hlaut kortið talsverða útbreiðslu og slæddust sumar af hinum ímynduðu eyjum inn á önnur landakort. Þannig var hið dularfulla Frísland, milli Íslands og Bretlands, algengt á sjókortum um langt árabil. Þá er talið að hugmyndir kortateiknarans um vesturströnd Grænlands hafi ýtt undir þá hugmynd að norðvesturleiðin væri fær í siglingum milli Evrópu og Asíu.Sagan af Zichmni konungi og Zeno-bræðrum er öll með miklum ólíkindum og í raun merkilegt að nokkur hafi fengist til að taka hana alvarlega. Sagan hefur engan stuðning af öðrum heimildum en skrifum Nicolo Zeno, um atburði sem áttu að hafa gerst meira en 150 árum fyrr. Þvert á móti grafa þær litlu upplýsingar sem þó eru til um bræðurna undan frásögninni, þar sem vitað er að annar þeirra eða báðir hafi sannarlega verið í Feneyjum hluta þess tíma sem heimshornaflakkið átti að standa yfir.Þótt fyrirmynd textans eigi að vera glötuð bréf frá þeim bræðrum, er ekkert í textanum sem bendir til þekkingar á staðháttum við norðanvert Atlantshaf, heldur endursegir hann að mestu atriði úr þekktum landalýsingum, en bjagar sumt og ruglar öðru saman. Freistandi er að álykta að Nicolo Zeno hafi spunnið upp söguna frá rótum, mögulega til að upphefja sína eigin ætt eða til þess að gera minna úr þeirri staðreynd að Genúamaðurinn Kristófer Kólumbus hafi uppgötvað Ameríku. Vafalítið hefur Feneyingum þótt það bærilegri tilhugsun að hafa sjálfir siglt vestur um haf á undan erkifjendunum frá Genúa.Árið 1588 var landafræðiþekking Evrópubúa enn svo gloppótt að heimsmynd þeirra gaf rými fyrir ímyndaðar eyjar í Norðurhöfum með fjölmennum þjóðum og skringilegum kynjaskepnum. Með tímanum mátti þó öllum vera ljóst að sögur þessar gengu ekki upp og að löndin í frásögninni væru ýmist uppspuni frá rótum eða smáeyjar sem hefðu verið stækkaðar allhressilega af sagnritaranum.En mörgum finnst það synd að láta góða sögu gjalda sannleikans. Hugmyndin um feneyska landafundi í Vesturálfu hundrað árum á undan Kólumbusi kitlar óneitanlega ímyndunaraflið og því ekki óvænt að ýmsir hafi í gegnum tíðina viljað „bjarga“ sögunni eða finna í henni sannleikskjarna.Hvað ef?Söguáhugafólk sem kýs að trúa Nicolo Zeno bendir á að þótt slitróttar heimildirnar um þessa forfeður hans bendi ekki til fjórtán ára flakks um heimsins höf, séu vísbendingar um að þeir hafi ferðast nokkuð og gætu vel hafa varið nokkrum misserum á norðurslóðum. Með góðum vilja mætti svo rýna í örnefnin í ferðasögunni og finna þeim stað á raunverulegu landakorti. Þannig gæti Frísland verið afbökun á nafni Færeyja og Sorand staðið fyrir Hjaltlandseyjar (Sealtainn á gelísku).Enginn hefur heyrt getið um þessar níu eyjar fyrir ströndum Íslands, en hins vegar er nóg af smáeyjum á Hjaltlandseyjum og bera sumar þeirra heiti sem svipar til nafnaromsunnar í bók Zeno. Mögulega hafi höfundurinn ruglað saman Íslandi og Hjaltlandseyjum og því næst fært eldspúandi fjallið og klaustrið með hitaveitunni frá Íslandi til Grænlands. Eins og sagnfræðingurinn Sumarliði Ísleifsson bendir á í bók sinni Ísland, framandi land, voru Íslendingar raunar langt frá því að búa yfir slíkri hitaveitutækni á miðöldum. Er því óneitanlega gremjulegt að sagnfræðingur í Feneyjum sextándu aldar hafi gert sér betur grein fyrir nýtingarmöguleikum jarðhitans á Íslandi en landsmenn sjálfir.Með lagfæringum og endurskilgreiningum af þessu tagi á frumtexta Nicolos Zeno hefur verið reynt að gera söguna trúlegri og halda opnum möguleikanum á feneyskum Ameríkusiglingum á ofanverðri fjórtándu öld. En hver var þá hinn dularfulli Zichmni prins eða konungur?Seint á átjándu öld varpaði þjóðernissinnaður skoskur sagnfræðingur fram þeirri kenningu að Zichmni hefði í raun verið Hinrik I jarl af Orkneyjum. Um Hinrik jarl er sáralítið vitað með vissu annað en að hann fæddist um 1345 og hvarf af yfirborði jarðar um árið 1400. Hann fékk jarlstignina að léni frá Noregskonungi árið 1379 og virðist hafa dregist inn í átök við Englendinga sem mögulega kostuðu hann lífið. Þessar brotakenndu upplýsingar hafa gefið skapandi söguáhugamönnum talsvert svigrúm til túlkunar.Furðustór hópur fólks, einkum í Skotlandi og Kanada, er þess fullviss að Hinrik eða Hinrik Sinclair hafi komið að ströndum Nova Scotia Norður-Ameríku árið 1398 og gengið þar á land. Félag fólks sem aðhyllist þessa söguskoðun hefur reist gríðarmikinn minnisvarða um atburðinn við Chedabucto-flóa. Benda þau á örnefni á svæðinu sem vísbendingu um gamalt skoskt landnám sem og fornar sögur frumbyggja um framandi höfðingja, hvítan yfirlitum.Í Skotlandi hefur þessi langsótta kenning um Hinrik jarl verið notuð til að skýra torkennilega ávexti, plöntur og dýr sem gefur að líta úthöggvin í hinni stórfurðulegu steinkapellu í Rosslyn, skammt sunnan Edinborgar á óðali Sinclair-ættarinnar. Kapellan var reist nokkrum árum áður en Kristófer Kólumbus hélt vestur um haf, en með góðum vilja má ímynda sér að á veggjum hennar megi sjá norður-amerísk dýr og jurtir. Er þar þó ansi langt seilst í túlkunum.
Saga til næsta bæjar Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Skellti sér á djammið Lífið Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira