Þingmaður Viðreisnar vill að Haniye og Mary fái að vera áfram á Íslandi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 8. september 2017 20:34 Þær Haniye og Mary hafa báðar verið á flótta allt sitt líf. Foreldrar þeirra sóttu um hæli fyrir þær á landi en umsóknunum var hafnað af yfirvöldum. Þær verða því brátt sendar úr landi. Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, vill að þær Haniye, 11 ára gömul stúlka sem er á flótta, og Mary, 8 ára gömul stúlka sem er einnig á flótta, fái að vera áfram á Íslandi en vísa á þeim báðum úr landi sem og foreldrum þeirra. Þau hafa sótt um hæli hér á landi. Hanna Katrín vill að mannúð ráði frekar för en ítrustu laga-og reglugerðartúlkanir þegar kemur að meðferð mála hælisleitenda og flóttamanna. „Ég er þeirrar skoðunar að sein meðferð mála varpi enn ríkari ábyrgð á okkur varðandi það að láta mannúð ráða för frekar en ítrustu laga- og reglugerðartúlkanir. Hin nígerísku Sunday Iserien og Joy Lucky og dóttir þeirra Mary sem og afgönsku feðginin Hanyie og Abrahim Maleki eiga það t.d. skilið af okkar hálfu. Ég styð heilshugar að þessar tvær fjölskyldur fái að halda áfram að byggja upp nýtt líf hér á landi. Að baki þeim stuðningi mínum liggja mannúðarástæður. Stundum er það einfaldlega nóg,“ segir Hanna Katrín á Facebook-síðu sinni. Búið er að boða til mótmæla á Austurvelli á morgun klukkan 15 vegna brottvísunar Haniye og Mary og fjölskyldna þeirra. Haniye kom hingað til lands ásamt föður sínum, Abrahim, sem er bæklaður eftir bílslys. Hann er frá Afganistan þaðan sem hann flúði til Íran fyrir um 20 árum. Haniye er fædd í Íran, á flótta, og er ríkisfangslaus. Þá glímir hún við alvarleg andleg veikindi. Kærunefnd útlendingamála staðfesti í vikunni ákvörðun Útlendingastofnunar um að vísa feðginunum úr landi á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar en þau verða send til Þýskalands. Mary kom hingað til lands ásamt foreldrum sínum þeim Sunday og Joy. Hún er líkt og Haniye fædd á flótta en foreldrar hennar flúðu bæði heimaland sitt, Nígeríu, og kynntust á flóttanum. Sunday flúði pólitískar ofsóknir og Joy er fórnarlamb mansals. Vísa á fjölskyldunni aftur til Nígeríu en þangað hefur Mary aldrei komið. Facebook-færslu Hönnu Katrínar má sjá í heild sinni hér fyrir neðan. Flóttamenn Tengdar fréttir Haniye og föður hennar verður vísað úr landi Allt stefnir í að feðginunum Haniye og Abrahim Malekym verði vísað úr landi á næstu dögum. 4. september 2017 14:46 Sá sem bjargar barni… Hvað eiga Julian Duranona, Bobby Fischer og Lucia Celeste Molina Sierra sameiginlegt? Öll urðu þau íslenskir ríkisborgarar eins og hendi væri veifað með ákvörðun Alþingis. 8. september 2017 07:00 Boða til mótmæla vegna brottvísunar Haniye og Mary: „Það er svo mikil grimmd í þessu“ Samtökin Solaris hafa boðað til mótmæla á Austurvelli næstkomandi laugardag klukkan 15 vegna brottvísunar tveggja flóttafjölskyldna úr landi. 6. september 2017 16:00 Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Fleiri fréttir Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sjá meira
Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, vill að þær Haniye, 11 ára gömul stúlka sem er á flótta, og Mary, 8 ára gömul stúlka sem er einnig á flótta, fái að vera áfram á Íslandi en vísa á þeim báðum úr landi sem og foreldrum þeirra. Þau hafa sótt um hæli hér á landi. Hanna Katrín vill að mannúð ráði frekar för en ítrustu laga-og reglugerðartúlkanir þegar kemur að meðferð mála hælisleitenda og flóttamanna. „Ég er þeirrar skoðunar að sein meðferð mála varpi enn ríkari ábyrgð á okkur varðandi það að láta mannúð ráða för frekar en ítrustu laga- og reglugerðartúlkanir. Hin nígerísku Sunday Iserien og Joy Lucky og dóttir þeirra Mary sem og afgönsku feðginin Hanyie og Abrahim Maleki eiga það t.d. skilið af okkar hálfu. Ég styð heilshugar að þessar tvær fjölskyldur fái að halda áfram að byggja upp nýtt líf hér á landi. Að baki þeim stuðningi mínum liggja mannúðarástæður. Stundum er það einfaldlega nóg,“ segir Hanna Katrín á Facebook-síðu sinni. Búið er að boða til mótmæla á Austurvelli á morgun klukkan 15 vegna brottvísunar Haniye og Mary og fjölskyldna þeirra. Haniye kom hingað til lands ásamt föður sínum, Abrahim, sem er bæklaður eftir bílslys. Hann er frá Afganistan þaðan sem hann flúði til Íran fyrir um 20 árum. Haniye er fædd í Íran, á flótta, og er ríkisfangslaus. Þá glímir hún við alvarleg andleg veikindi. Kærunefnd útlendingamála staðfesti í vikunni ákvörðun Útlendingastofnunar um að vísa feðginunum úr landi á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar en þau verða send til Þýskalands. Mary kom hingað til lands ásamt foreldrum sínum þeim Sunday og Joy. Hún er líkt og Haniye fædd á flótta en foreldrar hennar flúðu bæði heimaland sitt, Nígeríu, og kynntust á flóttanum. Sunday flúði pólitískar ofsóknir og Joy er fórnarlamb mansals. Vísa á fjölskyldunni aftur til Nígeríu en þangað hefur Mary aldrei komið. Facebook-færslu Hönnu Katrínar má sjá í heild sinni hér fyrir neðan.
Flóttamenn Tengdar fréttir Haniye og föður hennar verður vísað úr landi Allt stefnir í að feðginunum Haniye og Abrahim Malekym verði vísað úr landi á næstu dögum. 4. september 2017 14:46 Sá sem bjargar barni… Hvað eiga Julian Duranona, Bobby Fischer og Lucia Celeste Molina Sierra sameiginlegt? Öll urðu þau íslenskir ríkisborgarar eins og hendi væri veifað með ákvörðun Alþingis. 8. september 2017 07:00 Boða til mótmæla vegna brottvísunar Haniye og Mary: „Það er svo mikil grimmd í þessu“ Samtökin Solaris hafa boðað til mótmæla á Austurvelli næstkomandi laugardag klukkan 15 vegna brottvísunar tveggja flóttafjölskyldna úr landi. 6. september 2017 16:00 Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Fleiri fréttir Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sjá meira
Haniye og föður hennar verður vísað úr landi Allt stefnir í að feðginunum Haniye og Abrahim Malekym verði vísað úr landi á næstu dögum. 4. september 2017 14:46
Sá sem bjargar barni… Hvað eiga Julian Duranona, Bobby Fischer og Lucia Celeste Molina Sierra sameiginlegt? Öll urðu þau íslenskir ríkisborgarar eins og hendi væri veifað með ákvörðun Alþingis. 8. september 2017 07:00
Boða til mótmæla vegna brottvísunar Haniye og Mary: „Það er svo mikil grimmd í þessu“ Samtökin Solaris hafa boðað til mótmæla á Austurvelli næstkomandi laugardag klukkan 15 vegna brottvísunar tveggja flóttafjölskyldna úr landi. 6. september 2017 16:00