Skemmtilega ólík lið mætast Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 9. september 2017 06:00 Katrín Ásbjörnsdóttir, fyrirliði Stjörnunnar, sækir að vörn ÍBV í leik liðanna í sumar. Hún verður í lykilhlutverki í dag. vísir/andri marinó Stærsti leikur sumarsins í kvennaknattspyrnunni fer fram í dag þegar Stjarnan mætir ÍBV í úrslitaleik Borgunarbikars kvenna. Hvorugt liðið á möguleika á Íslandsmeistaratitlinum úr þessu en þjálfari toppliðs deildarinnar, Halldór Jón Sigurðsson hjá Þór/KA, á von á spennandi leik í dag. Stjarnan og ÍBV eiga það einnig sameiginlegt að vera einu liðin sem hefur tekist að leggja Þór/KA að velli. Stjarnan sló Þór/KA úr leik í bikarnum og ÍBV er eina liðið sem hefur tekist að vinna norðankonur í deildinni. Halldór Jón á von á jöfnum leik í dag þó svo að liðin séu ólík, enda hafi þau gert jafntefli í báðum deildarleikjum sínum í sumar. „Bæði lið munu fara varlega inn í leikinn. Stjarnan verður meira með boltann enda getur liðið haldið honum betur en ÍBV. Eyjakonur munu nota sína styrkleika – sem er að komast á bak við vörnina með sendingar í ákveðin svæði sem Cloe Lacasse getur nýtt sér til að komast á bak við bakverðina,“ segir Donni eins og hann er kallaður.Landsliðskonan Agla María Albertsdóttir er stóru hlutverki hjá Stjörnunni.vísir/andri marinóVega hvort annað upp „Þetta verður jafn leikur eins og leikir þessara liða voru í sumar. Ég reikna jafnvel með því að hann endi í framlengingu,“ segir hann enn fremur. „Þetta verður væntanlega markalítill leikur og þar af leiðandi líklegt að úrslitin muni ráðast af einu marki.“ Hann segir að ef öðru liðinu tækist að skora snemma í leiknum myndi það hleypa miklu lífi í hann. „Ég á ekki von á að það gerist, en það myndi gera leikinn skemmtilegri fyrir okkur áhorfendur.“ Donni segir að liðin séu ólík en henti hvort öðru ágætlega. „Annað er skyndisóknarlið en hitt heldur boltanum vel. Þau vega því hvort annað þokkalega upp og eru skemmtilega ólík,“ segir hann. „Það sem gerir þetta áhugavert er að bæði lið eru með sinn mesta styrk fram á við – þar eru bestu leikmenn beggja liða. Varnarleikurinn er helsti veikleiki liðanna, ef veikleika skyldi kalla.“Cloe Lacasse hefur verið mögnuð í liði ÍBV í sumar.vísir/ernirCloe er yfirburðaleikmaður Lykilleikmaður í liði Eyjakvenna er hin kanadíska Cloe Lacasse. Hún er potturinn og pannan í sóknarleik ÍBV og ljóst að ef Eyjakonur ætla sér að hrifsa bikarinn verður hún að vera í stóru hlutverki í dag. „Hún er yfirburðaleikmaður í ÍBV og í hópi bestu leikmanna sem hafa spilað hér á landi. Þetta snýst að mestu leyti um hvort hún eigi góðan dag eða ekki,“ segir Donni. „ÍBV þarf að koma boltanum í svæði sem henta henni best. ÍBV hefur gengið best þegar það hefur tekist.“ Stjarnan þarf því að hafa góðar gætur á henni og vörnin að vera vel skipulögð. „Stjarnan þarf að girða fyrir þessar sendingaleiðir og passa upp á hana. En það er ekki nóg. ÍBV er öflugt í föstum leikatriðum og þar hafa Sísi [Sigríður Lára Garðarsdóttir] og Rut [Kristjánsdóttir] verið mjög öflugar. Þegar jöfn lið mætast snýst þetta oftar en ekki um föstu leikatriðin.“Katrín Ásbjörnsdóttir, fyrirliði Stjörnunnar.vísir/andri marinóKatrín er leiðtoginn Hann segir að það sé erfiðara að undirbúa sig fyrir leik gegn Stjörnunni, sem hefur fleiri vopn í sinni sókn en ÍBV. „Maður veit aldrei hver tekur upp á því að taka leikinn í sínar hendur. Stjarnan er mikið á miðsvæðinu þar sem þær Lára [Kristín Pedersen] og Ana Cate eru góðar. Katrín [Ásbjörnsdóttir] er svo klók í að finna svæði og koma boltanum í hættulega stöðu úti á kanti fyrir Öglu Maríu [Albertsdóttur] og Guðmundu [Brynju Óladóttur].“ Og hann minnir á að Harpa Þorsteinsdóttir geti haft mikil áhrif en hún hefur lítið spilað með Stjörnunni eftir EM-fríið. „Harpa er einn besti sóknarmaður sem Ísland hefur átt og ef hún á stjörnuleik þá verður þetta erfitt fyrir ÍBV.“ Hann lofar Katrínu sérstaklega sem hann segir leiðtoga Stjörnunnar, innan vallar sem utan. „Hún getur skorað inni í teignum og fyrir utan hann. Hún er klók í að spila sína samherja uppi og finna svæði fyrir þá. Hún er frábær leiðtogi og rífur sitt lið með sér. Það er sá leikmaður sem ÍBV þarf að hafa mestar áhyggjur af og reyna að klippa út.“ Donni segir að liðin tvö verðskuldi að vera í bikarúrslitum. „Stjarnan vann okkur og er því að mér finnst mjög verðskuldað í úrslitaleiknum,“ segir hann í léttum dúr. „Þá hefur ÍBV átt frábært tímabil og getur kórónað sumarið hjá sér með því að vinna titilinn í dag.“Leikurinn hefst klukkan 17.00 og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Upphitun hefst klukkan 16.30. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Körfubolti Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins Fótbolti „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Íslenski boltinn Byssumaðurinn ætlaði á skrifstofu NFL en tók vitlausa lyftu Sport Fleiri fréttir Í beinni: Valur - FH | Geta farið í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Sjá meira
Stærsti leikur sumarsins í kvennaknattspyrnunni fer fram í dag þegar Stjarnan mætir ÍBV í úrslitaleik Borgunarbikars kvenna. Hvorugt liðið á möguleika á Íslandsmeistaratitlinum úr þessu en þjálfari toppliðs deildarinnar, Halldór Jón Sigurðsson hjá Þór/KA, á von á spennandi leik í dag. Stjarnan og ÍBV eiga það einnig sameiginlegt að vera einu liðin sem hefur tekist að leggja Þór/KA að velli. Stjarnan sló Þór/KA úr leik í bikarnum og ÍBV er eina liðið sem hefur tekist að vinna norðankonur í deildinni. Halldór Jón á von á jöfnum leik í dag þó svo að liðin séu ólík, enda hafi þau gert jafntefli í báðum deildarleikjum sínum í sumar. „Bæði lið munu fara varlega inn í leikinn. Stjarnan verður meira með boltann enda getur liðið haldið honum betur en ÍBV. Eyjakonur munu nota sína styrkleika – sem er að komast á bak við vörnina með sendingar í ákveðin svæði sem Cloe Lacasse getur nýtt sér til að komast á bak við bakverðina,“ segir Donni eins og hann er kallaður.Landsliðskonan Agla María Albertsdóttir er stóru hlutverki hjá Stjörnunni.vísir/andri marinóVega hvort annað upp „Þetta verður jafn leikur eins og leikir þessara liða voru í sumar. Ég reikna jafnvel með því að hann endi í framlengingu,“ segir hann enn fremur. „Þetta verður væntanlega markalítill leikur og þar af leiðandi líklegt að úrslitin muni ráðast af einu marki.“ Hann segir að ef öðru liðinu tækist að skora snemma í leiknum myndi það hleypa miklu lífi í hann. „Ég á ekki von á að það gerist, en það myndi gera leikinn skemmtilegri fyrir okkur áhorfendur.“ Donni segir að liðin séu ólík en henti hvort öðru ágætlega. „Annað er skyndisóknarlið en hitt heldur boltanum vel. Þau vega því hvort annað þokkalega upp og eru skemmtilega ólík,“ segir hann. „Það sem gerir þetta áhugavert er að bæði lið eru með sinn mesta styrk fram á við – þar eru bestu leikmenn beggja liða. Varnarleikurinn er helsti veikleiki liðanna, ef veikleika skyldi kalla.“Cloe Lacasse hefur verið mögnuð í liði ÍBV í sumar.vísir/ernirCloe er yfirburðaleikmaður Lykilleikmaður í liði Eyjakvenna er hin kanadíska Cloe Lacasse. Hún er potturinn og pannan í sóknarleik ÍBV og ljóst að ef Eyjakonur ætla sér að hrifsa bikarinn verður hún að vera í stóru hlutverki í dag. „Hún er yfirburðaleikmaður í ÍBV og í hópi bestu leikmanna sem hafa spilað hér á landi. Þetta snýst að mestu leyti um hvort hún eigi góðan dag eða ekki,“ segir Donni. „ÍBV þarf að koma boltanum í svæði sem henta henni best. ÍBV hefur gengið best þegar það hefur tekist.“ Stjarnan þarf því að hafa góðar gætur á henni og vörnin að vera vel skipulögð. „Stjarnan þarf að girða fyrir þessar sendingaleiðir og passa upp á hana. En það er ekki nóg. ÍBV er öflugt í föstum leikatriðum og þar hafa Sísi [Sigríður Lára Garðarsdóttir] og Rut [Kristjánsdóttir] verið mjög öflugar. Þegar jöfn lið mætast snýst þetta oftar en ekki um föstu leikatriðin.“Katrín Ásbjörnsdóttir, fyrirliði Stjörnunnar.vísir/andri marinóKatrín er leiðtoginn Hann segir að það sé erfiðara að undirbúa sig fyrir leik gegn Stjörnunni, sem hefur fleiri vopn í sinni sókn en ÍBV. „Maður veit aldrei hver tekur upp á því að taka leikinn í sínar hendur. Stjarnan er mikið á miðsvæðinu þar sem þær Lára [Kristín Pedersen] og Ana Cate eru góðar. Katrín [Ásbjörnsdóttir] er svo klók í að finna svæði og koma boltanum í hættulega stöðu úti á kanti fyrir Öglu Maríu [Albertsdóttur] og Guðmundu [Brynju Óladóttur].“ Og hann minnir á að Harpa Þorsteinsdóttir geti haft mikil áhrif en hún hefur lítið spilað með Stjörnunni eftir EM-fríið. „Harpa er einn besti sóknarmaður sem Ísland hefur átt og ef hún á stjörnuleik þá verður þetta erfitt fyrir ÍBV.“ Hann lofar Katrínu sérstaklega sem hann segir leiðtoga Stjörnunnar, innan vallar sem utan. „Hún getur skorað inni í teignum og fyrir utan hann. Hún er klók í að spila sína samherja uppi og finna svæði fyrir þá. Hún er frábær leiðtogi og rífur sitt lið með sér. Það er sá leikmaður sem ÍBV þarf að hafa mestar áhyggjur af og reyna að klippa út.“ Donni segir að liðin tvö verðskuldi að vera í bikarúrslitum. „Stjarnan vann okkur og er því að mér finnst mjög verðskuldað í úrslitaleiknum,“ segir hann í léttum dúr. „Þá hefur ÍBV átt frábært tímabil og getur kórónað sumarið hjá sér með því að vinna titilinn í dag.“Leikurinn hefst klukkan 17.00 og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Upphitun hefst klukkan 16.30.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Körfubolti Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins Fótbolti „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Íslenski boltinn Byssumaðurinn ætlaði á skrifstofu NFL en tók vitlausa lyftu Sport Fleiri fréttir Í beinni: Valur - FH | Geta farið í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn