Erlent

Var með Trump-turn í Moskvu á teikniborðinu ári áður en hann var kjörinn forseti

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Feðginin Donald Trump og Ivanka Trump en heilsulindin á hótelinu í Moskvu átti að nefna eftir henni.
Feðginin Donald Trump og Ivanka Trump en heilsulindin á hótelinu í Moskvu átti að nefna eftir henni. vísir/epa
Donald Trump, Bandaríkjaforseti, var með Trump-turn í Moskvu, höfuðborg Rússlands, á teikniborðinu haustið 2015 eða ári áður en hann var kosinn forseti.

Samningurinn sem var í kortunum hefði tryggt fyrirtæki Trump fjögurra milljón dollara fyrirframgreiðslu vegna byggingarinnar en Trump sjálfur þurfti ekki að leggja neitt út fyrir turninum. Hann hefði þó fengið hluta af arðinum og ráðið markaðsmálum og hönnun turnsins auk þess sem samningurinn gerði ráð fyrir að heilsulindin á hótelinu í turninum yrði nefnd eftir dóttur Trump, Ivönku.

Skjal sem fréttastofa CNN hefur undir höndum útlistar í smáatriðum hvernig lögmaður Trump skuli semja um Trump-turninn sem átti að vera í hjarta Moskvu og allt í senn verslunarmiðstöð, hótel og fjölbýlishús. Trump sjálfur undirritaði skjalið síðar í mánuðinum, samkvæmt Michael Cohen, lögmanni hans á þessum tíma en þarna voru þrír mánuðir síðan Trump tilkynnti um framboð sitt.

Ekkert varð úr áformum þess efnis að byggja Trump-turn í Moskvu þar sem verkefnið slegið af teikniborðinu aðeins nokkrum vikum fyrir forkosningar í Iowa í febrúar 2016.

Trump minntist aldrei á þessi hugsanlegu viðskipti við Rússland í kosningabaráttunni en þau koma upp á yfirborðið nú vegna rannsóknar yfirvalda á meintum afskiptum Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum í fyrra. Þá eru meint tengsl kosningateymis Trump við Rússa einnig til rannsóknar. 


Tengdar fréttir

Pútín segist ekki vera brúðgumi Trump

Rússlandsforseti vill ekki tjá sig um innanríkismál Bandaríkjanna. Hann var spurður hvernig rússnesk stjórnvöld brygðust við ef Donald Trump yrði kærður fyrir embættisbrot af Bandaríkjaþingi.

Sonur Trump gefur þingnefnd skýrslu á morgun

Framburður Trump yngri fer fram fyrir luktum dyrum. Hann verður að líkindum spurður út í fund sem hann átti með rússneskum lögmanni sem lofaði skaðlegum upplýsingum um Hillary Clinton í fyrra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×