Örn á lokaholunni skaut Ólafíu upp í þriðja sætið Kristinn Páll Teitsson skrifar 9. september 2017 19:15 Ólafía Þórunn er á níu höggum undir pari fyrir lokahringinn. vísir/getty Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, kylfingur úr GR, kom í hús á fjórum höggum undir pari á hringnum og alls ellefu höggum undir pari á lokadegi Indy Women in Tech-mótsins í Indianapolis sem lauk rétt í þessu. Er þetta lang besti árangur hennar á LPGA-mótaröðinni en þar áður var besti árangur hennar þrettánda sæti á Opna skoska meistaramótinu. Fékk hún þrjá fugla, einn örn og einn skolla í dag ásamt þrettán pörum á lokadegi mótsins. Mun þetta styrkja stöðu hennar á peningarlistanum all verulega en hún er í baráttu um að halda keppnisrétt sínum á LPGA-mótaröðinni, sterkustu mótaröð heims, á næsta ári. Ólafía hóf daginn á níu höggum undir pari í 7-12. sæti eftir tvo frábæra hringi þar sem hún fékk ellefu fugla, tvo skolla og 23 pör og var hún ekki lengi að láta til sín taka á lokadeginum. Eftir pör á fyrstu tveimur holum dagsins fékk hún fugl á þriðju holu dagsins og var komin undir parið. Skolli á áttundu braut kom henni aftur á parið á deginum en hún fékk sjö pör á fyrri níu holum dagsins og hélt sér við toppinn. Tveir fuglar á fyrstu fimm holunum á seinni níu þýddi að hún hélt áfram að halda í við næstu kylfinga en hún átti heldur betur eftir að toppa sig þegar hún setti niður innáhöggið fyrir erni á lokaholunni. Skaut það henni upp í 3. sætið í bili ásamt þremur öðrum kylfingum en það eiga enn nokkrir kylfingar eftir að klára.
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, kylfingur úr GR, kom í hús á fjórum höggum undir pari á hringnum og alls ellefu höggum undir pari á lokadegi Indy Women in Tech-mótsins í Indianapolis sem lauk rétt í þessu. Er þetta lang besti árangur hennar á LPGA-mótaröðinni en þar áður var besti árangur hennar þrettánda sæti á Opna skoska meistaramótinu. Fékk hún þrjá fugla, einn örn og einn skolla í dag ásamt þrettán pörum á lokadegi mótsins. Mun þetta styrkja stöðu hennar á peningarlistanum all verulega en hún er í baráttu um að halda keppnisrétt sínum á LPGA-mótaröðinni, sterkustu mótaröð heims, á næsta ári. Ólafía hóf daginn á níu höggum undir pari í 7-12. sæti eftir tvo frábæra hringi þar sem hún fékk ellefu fugla, tvo skolla og 23 pör og var hún ekki lengi að láta til sín taka á lokadeginum. Eftir pör á fyrstu tveimur holum dagsins fékk hún fugl á þriðju holu dagsins og var komin undir parið. Skolli á áttundu braut kom henni aftur á parið á deginum en hún fékk sjö pör á fyrri níu holum dagsins og hélt sér við toppinn. Tveir fuglar á fyrstu fimm holunum á seinni níu þýddi að hún hélt áfram að halda í við næstu kylfinga en hún átti heldur betur eftir að toppa sig þegar hún setti niður innáhöggið fyrir erni á lokaholunni. Skaut það henni upp í 3. sætið í bili ásamt þremur öðrum kylfingum en það eiga enn nokkrir kylfingar eftir að klára.
Golf Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira