Úr öskunni í eldmaurinn Stefán Ó. Jónsson skrifar 30. ágúst 2017 06:44 Eldmaurarnir fljóta ofan á hræum dauðra félaga sinna til að halda sér á lífi. Skjáskot Íbúar Texas hafa ekki einungis þurft að hafa áhyggjur af miklum vindum og vatnavöxtum í kjölfar hitabeltislægðarinnar Harvey sem gekk á land um helgina. Stærðarinnar „eldmauraflekar“ hafa sést fljóta ofan á vatnselgnum sem lagt hefur heilu borgarhlutana í rúst. Til að forðast drukknun flýja maurarnir búin sín og þúsundum saman fljóta þeir ofan á hræum dauðra eldmaura. Þannig tekst þeim að halda sér þurrum og á lífi. Skordýrafræðingur sem Guardian ræðir við segist aldrei hafa séð annan eins eldmaurafjölda á öllum sínum árum í skordýrabransanum. Flekarnir geti hangið saman svo vikum skipti, án næringar geti maurarnir þó ekki lifað lengi.Pro tip: Don't touch the floating fire ant colonies. They will ruin your day. #Harvey pic.twitter.com/uwJd0rA7qB— Mike Hixenbaugh (@Mike_Hixenbaugh) August 27, 2017 Eldmaurarnir eiga rætur sínar að rekja til sléttna meðfram Pargavæ-ánni í Suður-Ameríku sem reglulega fara undir vatn þegar áin flæðir yfir bakka sína. Þrátt fyrir að þessi hegðun eldmauranna sé vel þekkt og Bandaríkjamenn hafi t.a.m. kynnst í kjölfar fellibylsins Katrínu árið 2004 hafa myndir af eldmauraflekunum valdið usla á samfélagsmiðlum.Meanwhile, in Cuero, the river has brought my aunt all of the fire ants. Yes, those are all (of the) fire ants. pic.twitter.com/dEibWYxAdl— Bill O'Zimmermann (@The_Reliant) August 29, 2017 Eldmaurar komu fyrst til suðurríkja Bandaríkanna á fjórða áratug síðustu aldar og hefur fjölgað á ógnarhraða með alvarlegum afleiðingum fyrir lífríki svæðisins. Maurarnir eru sagðir mjög árásargjarnir og er biti þeirra lýst sem gífurlega sársaukafullu. Sýkingar sem fylgt hafa í kjölfar bitanna hafa jafnvel, í nokkrum ofnæmistilfellum, dregið fólk til dauða.If you're in Houston and don't think things could get worse, just remember: Fire Ants float pic.twitter.com/43whwDxnUz— Fox Keegan (@FoxCurtailed) August 27, 2017 Fellibylurinn Harvey Tengdar fréttir Skelfilegar aðstæður í Houston: Veiddi fisk inni í stofu með berum höndum Búist er við að um hálf milljón manna þurfi að sækja sér hjálp vegna fellibylsins Harvey sem kom að landi í Texas á föstudaginn og er nú skilgreindur sem hitabeltisstormur. 29. ágúst 2017 11:30 Hver millímetri viðheldur hörmungunum Íslenskur veðurfræðingur útskýrir hvað hefur gert Harvey að svo öflugum stormi. Ástandið muni ekki endilega skána þó að úrkoman minnki á næstu dögum. 29. ágúst 2017 15:30 Sér fram á dýrustu uppbyggingu í sögu Bandaríkjanna Til umræðu er innan raða þingmanna Repúblikanaflokksins að fjárhagsaðstoð vegna fellibylsins Harvey verði með þeim hætti að fé verði veitt í áföngum í stað þess að ein stór greiðsla verði innt af hendi. Þetta þýðir að nokkur töf geti orðið á veittri fjárhagsaðstoð. 29. ágúst 2017 21:48 Mest lesið Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Titringur á Alþingi Innlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti Innlent Fleiri fréttir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Sjá meira
Íbúar Texas hafa ekki einungis þurft að hafa áhyggjur af miklum vindum og vatnavöxtum í kjölfar hitabeltislægðarinnar Harvey sem gekk á land um helgina. Stærðarinnar „eldmauraflekar“ hafa sést fljóta ofan á vatnselgnum sem lagt hefur heilu borgarhlutana í rúst. Til að forðast drukknun flýja maurarnir búin sín og þúsundum saman fljóta þeir ofan á hræum dauðra eldmaura. Þannig tekst þeim að halda sér þurrum og á lífi. Skordýrafræðingur sem Guardian ræðir við segist aldrei hafa séð annan eins eldmaurafjölda á öllum sínum árum í skordýrabransanum. Flekarnir geti hangið saman svo vikum skipti, án næringar geti maurarnir þó ekki lifað lengi.Pro tip: Don't touch the floating fire ant colonies. They will ruin your day. #Harvey pic.twitter.com/uwJd0rA7qB— Mike Hixenbaugh (@Mike_Hixenbaugh) August 27, 2017 Eldmaurarnir eiga rætur sínar að rekja til sléttna meðfram Pargavæ-ánni í Suður-Ameríku sem reglulega fara undir vatn þegar áin flæðir yfir bakka sína. Þrátt fyrir að þessi hegðun eldmauranna sé vel þekkt og Bandaríkjamenn hafi t.a.m. kynnst í kjölfar fellibylsins Katrínu árið 2004 hafa myndir af eldmauraflekunum valdið usla á samfélagsmiðlum.Meanwhile, in Cuero, the river has brought my aunt all of the fire ants. Yes, those are all (of the) fire ants. pic.twitter.com/dEibWYxAdl— Bill O'Zimmermann (@The_Reliant) August 29, 2017 Eldmaurar komu fyrst til suðurríkja Bandaríkanna á fjórða áratug síðustu aldar og hefur fjölgað á ógnarhraða með alvarlegum afleiðingum fyrir lífríki svæðisins. Maurarnir eru sagðir mjög árásargjarnir og er biti þeirra lýst sem gífurlega sársaukafullu. Sýkingar sem fylgt hafa í kjölfar bitanna hafa jafnvel, í nokkrum ofnæmistilfellum, dregið fólk til dauða.If you're in Houston and don't think things could get worse, just remember: Fire Ants float pic.twitter.com/43whwDxnUz— Fox Keegan (@FoxCurtailed) August 27, 2017
Fellibylurinn Harvey Tengdar fréttir Skelfilegar aðstæður í Houston: Veiddi fisk inni í stofu með berum höndum Búist er við að um hálf milljón manna þurfi að sækja sér hjálp vegna fellibylsins Harvey sem kom að landi í Texas á föstudaginn og er nú skilgreindur sem hitabeltisstormur. 29. ágúst 2017 11:30 Hver millímetri viðheldur hörmungunum Íslenskur veðurfræðingur útskýrir hvað hefur gert Harvey að svo öflugum stormi. Ástandið muni ekki endilega skána þó að úrkoman minnki á næstu dögum. 29. ágúst 2017 15:30 Sér fram á dýrustu uppbyggingu í sögu Bandaríkjanna Til umræðu er innan raða þingmanna Repúblikanaflokksins að fjárhagsaðstoð vegna fellibylsins Harvey verði með þeim hætti að fé verði veitt í áföngum í stað þess að ein stór greiðsla verði innt af hendi. Þetta þýðir að nokkur töf geti orðið á veittri fjárhagsaðstoð. 29. ágúst 2017 21:48 Mest lesið Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Titringur á Alþingi Innlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti Innlent Fleiri fréttir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Sjá meira
Skelfilegar aðstæður í Houston: Veiddi fisk inni í stofu með berum höndum Búist er við að um hálf milljón manna þurfi að sækja sér hjálp vegna fellibylsins Harvey sem kom að landi í Texas á föstudaginn og er nú skilgreindur sem hitabeltisstormur. 29. ágúst 2017 11:30
Hver millímetri viðheldur hörmungunum Íslenskur veðurfræðingur útskýrir hvað hefur gert Harvey að svo öflugum stormi. Ástandið muni ekki endilega skána þó að úrkoman minnki á næstu dögum. 29. ágúst 2017 15:30
Sér fram á dýrustu uppbyggingu í sögu Bandaríkjanna Til umræðu er innan raða þingmanna Repúblikanaflokksins að fjárhagsaðstoð vegna fellibylsins Harvey verði með þeim hætti að fé verði veitt í áföngum í stað þess að ein stór greiðsla verði innt af hendi. Þetta þýðir að nokkur töf geti orðið á veittri fjárhagsaðstoð. 29. ágúst 2017 21:48