Danir ætla að lækka skatta á bíla Finnur Thorlacius skrifar 31. ágúst 2017 10:05 Frá Nyhavn í Kaupmannahöfn. Óvíða í heiminum eru bílar dýrari en í Danmörku, enda óheyrilega háir skattar lagðir á bíla. Núna nema þeir 150% en voru 180% fram til ársins 2015. Forsætisráðherra Danmerkur, Lars Lokke Rasmussen og núverandi hægri stjórn hans ætlar að lækka þennan skatt niður í 100%. Haft var eftir Lars Lokke er hann tilkynnti um þessa fyrirhuguðu lækkun að ríkisstjórn hans finndist ekki eðlilegt né sanngjarnt að Danir, sem væru á meðal auðugustu þjóða heims, ækju um á mun verri bílum en aðrar þjóðir sem þeir bæru sig saman við, svo sem Þjóðverja og Svía. Í Danmörku eru ekki í gangi miklar ívilnanir til handa þeim sem kaupa umhverfisvæna bíla og stendur heldur ekki til að koma þeim á koppinn. Núverandi stjórn í Danmörku telur að allir kaupendur bíla eigi að njóta skattalækkunarinnar, ekki bara þeir sem kaupa umhverfisvæna bíla. Sem dæmi um verð bíla í Danmörku má nefna að ódýrasta gerð Volkswagen Golf kostar þar 3,5 milljónir króna, en hann kostar 3,15 milljónir króna hér á landi en 2,23 milljónir í Þýskalandi. Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent
Óvíða í heiminum eru bílar dýrari en í Danmörku, enda óheyrilega háir skattar lagðir á bíla. Núna nema þeir 150% en voru 180% fram til ársins 2015. Forsætisráðherra Danmerkur, Lars Lokke Rasmussen og núverandi hægri stjórn hans ætlar að lækka þennan skatt niður í 100%. Haft var eftir Lars Lokke er hann tilkynnti um þessa fyrirhuguðu lækkun að ríkisstjórn hans finndist ekki eðlilegt né sanngjarnt að Danir, sem væru á meðal auðugustu þjóða heims, ækju um á mun verri bílum en aðrar þjóðir sem þeir bæru sig saman við, svo sem Þjóðverja og Svía. Í Danmörku eru ekki í gangi miklar ívilnanir til handa þeim sem kaupa umhverfisvæna bíla og stendur heldur ekki til að koma þeim á koppinn. Núverandi stjórn í Danmörku telur að allir kaupendur bíla eigi að njóta skattalækkunarinnar, ekki bara þeir sem kaupa umhverfisvæna bíla. Sem dæmi um verð bíla í Danmörku má nefna að ódýrasta gerð Volkswagen Golf kostar þar 3,5 milljónir króna, en hann kostar 3,15 milljónir króna hér á landi en 2,23 milljónir í Þýskalandi.
Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent