Danir ætla að lækka skatta á bíla Finnur Thorlacius skrifar 31. ágúst 2017 10:05 Frá Nyhavn í Kaupmannahöfn. Óvíða í heiminum eru bílar dýrari en í Danmörku, enda óheyrilega háir skattar lagðir á bíla. Núna nema þeir 150% en voru 180% fram til ársins 2015. Forsætisráðherra Danmerkur, Lars Lokke Rasmussen og núverandi hægri stjórn hans ætlar að lækka þennan skatt niður í 100%. Haft var eftir Lars Lokke er hann tilkynnti um þessa fyrirhuguðu lækkun að ríkisstjórn hans finndist ekki eðlilegt né sanngjarnt að Danir, sem væru á meðal auðugustu þjóða heims, ækju um á mun verri bílum en aðrar þjóðir sem þeir bæru sig saman við, svo sem Þjóðverja og Svía. Í Danmörku eru ekki í gangi miklar ívilnanir til handa þeim sem kaupa umhverfisvæna bíla og stendur heldur ekki til að koma þeim á koppinn. Núverandi stjórn í Danmörku telur að allir kaupendur bíla eigi að njóta skattalækkunarinnar, ekki bara þeir sem kaupa umhverfisvæna bíla. Sem dæmi um verð bíla í Danmörku má nefna að ódýrasta gerð Volkswagen Golf kostar þar 3,5 milljónir króna, en hann kostar 3,15 milljónir króna hér á landi en 2,23 milljónir í Þýskalandi. Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Innlent
Óvíða í heiminum eru bílar dýrari en í Danmörku, enda óheyrilega háir skattar lagðir á bíla. Núna nema þeir 150% en voru 180% fram til ársins 2015. Forsætisráðherra Danmerkur, Lars Lokke Rasmussen og núverandi hægri stjórn hans ætlar að lækka þennan skatt niður í 100%. Haft var eftir Lars Lokke er hann tilkynnti um þessa fyrirhuguðu lækkun að ríkisstjórn hans finndist ekki eðlilegt né sanngjarnt að Danir, sem væru á meðal auðugustu þjóða heims, ækju um á mun verri bílum en aðrar þjóðir sem þeir bæru sig saman við, svo sem Þjóðverja og Svía. Í Danmörku eru ekki í gangi miklar ívilnanir til handa þeim sem kaupa umhverfisvæna bíla og stendur heldur ekki til að koma þeim á koppinn. Núverandi stjórn í Danmörku telur að allir kaupendur bíla eigi að njóta skattalækkunarinnar, ekki bara þeir sem kaupa umhverfisvæna bíla. Sem dæmi um verð bíla í Danmörku má nefna að ódýrasta gerð Volkswagen Golf kostar þar 3,5 milljónir króna, en hann kostar 3,15 milljónir króna hér á landi en 2,23 milljónir í Þýskalandi.
Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Innlent