Ákæra gefin út á hendur Sveini Gesti í dag Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 31. ágúst 2017 10:09 Sveinn Gestur Tryggvason leiddur fyrir dómara í Héraðsdómi Reykjavíkur. vísir Héraðssaksóknari mun gefa út ákæru á hendur Sveini Gesti Tryggvasyni í dag. Sveinn Gestur hefur setið í gæsluvarðhaldi undanfarnar tólf vikur en hann er sakaður um að hafa orðið Arnari Jónssyni Aspar að bana á heimili Arnars í Mosfellsdal þann 7. júní síðastliðinn. Sveinn hefur endurtekið verið úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna málsins frá því það kom upp. Lögum samkvæmt eru takmörk fyrir því hve lengi má halda grunuðum í gæsluvarðhaldi og er hámarkið tólf vikur á meðan ekki hefur verið gefin út ákæra. Embætti héraðssaksóknara staðfestir að ákæra verði gefin út síðdegis í dag. Sveinn Gestur hefur staðfastlega neitað sök um að hafa ætlað að ráða Arnari bana. Í greinargerðum lögreglu sem fylgt hafa kröfum um gæsluvarðhald hefur komið fram að andlát Arnars sé rakið til nokkurra samverkandi þátta. Niðurstaða krufningar var sú að þvinguð frambeygð staða, þrýstingur á brjósthol og hálstak hafi leitt til mikillar minnkunar öndunargetu sem hafi leitt til köfnunar. Auk Sveins Gests eru fimm aðrir grunaðir um aðild að því; fjórir þeirra sátu í gæsluvarðhaldi í viku og einn, Jón Trausti Lúthersson, sat í gæsluvarðhaldi í tæpar fjórar vikur. vísir/eyþórUpptökur af Snapchat og símtöl í neyðarlínuna á meðal gagna málsins Að því er fram kemur í úrskurði héraðsdóms lýsir Sveinn Gestur því að hann hafi komið að heimili Arnars til að sækja þangað garðverkfæri í sinni eigu. Hann segir Arnar hafa að ástæðulausu ráðist á sig og þá sem voru með í för. Á meðal gagna málsins eru nokkur símtöl í neyðalínuna þar sem tilkynnt er um átök og ástand brotaþola. Sveinn Gestur hringdi meðal annars í neyðarlínuna en eftir samtalið við starfsmann neyðarlínunnar má heyra hvar kærði leggi síðan símann frá sér og byrji að hreyta ókvæðisorðum í brotaþola. Þá liggja fyrir Snapchat upptökur úr síma Sveins Gests þar sem sjá má brotaþola liggja hreyfingarlausan, blóðugan og bláan í framan. Fram kemur í greinargerð lögreglu að heyra megi á upptökunum að Sveinn Gestur og Jón Trausti tali á niðrandi hátt til Arnars. Heyra megi Jón Trausta segja að svona fari fyrir þeim sem ráðist að sér. Stórfelld líkamsárás í Mosfellsdal Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira
Héraðssaksóknari mun gefa út ákæru á hendur Sveini Gesti Tryggvasyni í dag. Sveinn Gestur hefur setið í gæsluvarðhaldi undanfarnar tólf vikur en hann er sakaður um að hafa orðið Arnari Jónssyni Aspar að bana á heimili Arnars í Mosfellsdal þann 7. júní síðastliðinn. Sveinn hefur endurtekið verið úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna málsins frá því það kom upp. Lögum samkvæmt eru takmörk fyrir því hve lengi má halda grunuðum í gæsluvarðhaldi og er hámarkið tólf vikur á meðan ekki hefur verið gefin út ákæra. Embætti héraðssaksóknara staðfestir að ákæra verði gefin út síðdegis í dag. Sveinn Gestur hefur staðfastlega neitað sök um að hafa ætlað að ráða Arnari bana. Í greinargerðum lögreglu sem fylgt hafa kröfum um gæsluvarðhald hefur komið fram að andlát Arnars sé rakið til nokkurra samverkandi þátta. Niðurstaða krufningar var sú að þvinguð frambeygð staða, þrýstingur á brjósthol og hálstak hafi leitt til mikillar minnkunar öndunargetu sem hafi leitt til köfnunar. Auk Sveins Gests eru fimm aðrir grunaðir um aðild að því; fjórir þeirra sátu í gæsluvarðhaldi í viku og einn, Jón Trausti Lúthersson, sat í gæsluvarðhaldi í tæpar fjórar vikur. vísir/eyþórUpptökur af Snapchat og símtöl í neyðarlínuna á meðal gagna málsins Að því er fram kemur í úrskurði héraðsdóms lýsir Sveinn Gestur því að hann hafi komið að heimili Arnars til að sækja þangað garðverkfæri í sinni eigu. Hann segir Arnar hafa að ástæðulausu ráðist á sig og þá sem voru með í för. Á meðal gagna málsins eru nokkur símtöl í neyðalínuna þar sem tilkynnt er um átök og ástand brotaþola. Sveinn Gestur hringdi meðal annars í neyðarlínuna en eftir samtalið við starfsmann neyðarlínunnar má heyra hvar kærði leggi síðan símann frá sér og byrji að hreyta ókvæðisorðum í brotaþola. Þá liggja fyrir Snapchat upptökur úr síma Sveins Gests þar sem sjá má brotaþola liggja hreyfingarlausan, blóðugan og bláan í framan. Fram kemur í greinargerð lögreglu að heyra megi á upptökunum að Sveinn Gestur og Jón Trausti tali á niðrandi hátt til Arnars. Heyra megi Jón Trausta segja að svona fari fyrir þeim sem ráðist að sér.
Stórfelld líkamsárás í Mosfellsdal Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira