Tveir með alvarlega áverka á auga eftir Floridana ávaxtasafa í plastflösku: „Þetta er grafalvarlegt mál sem þarf að stoppa“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 31. ágúst 2017 20:00 Tveir eru með alvarlega áverka á auga eftir að hafa opnað Floridana ávaxtasafa í plastflösku með þeim afleiðingum að tappinn skaust í auga þeirra. Ölgerðin harmar atvikin en móðir átján ára stúlku, sem hefur orðið fyrir varanlegum skaða, segir viðbrögð fyrirtækisins sem ber ábyrgð vera ótæk.Tappinn skaust í auga dóttur Oddnýjar.18 ára dóttir Oddnýjar Sigrúnar lenti í skelfilegu slysi á sunnudaginn þegar hún opnaði plastflösku af Floridana ávaxtasafa. Yfirþrýsingur hafði myndast í flöskunni með þeim afleiðingum að tappinn skaust í auga hennar. „Höggið er það þungt sem tappinn gefur að í dag fjórum dögum eftir slysið þá sér hún ekki neitt,“ segir Oddný. Oddný setti sig í samband við Ölgerðina á þriðjudag sem lét í kjölfarið innkalla umræddar Floridana plastflöskur. „Ég væri ekki hérna í dag ef þeir hefðu brugðist við af einhverri alvöru. Ég er búin að fara í stórmarkaði og sé að þeir hafa staðið sig þar. Ég hef ekki fundið þetta þar. Allavega ekki í þeim verslunum sem ég hef farið í. En aftur á móti hef ég farið inn í olíuverslanir hjá fleiri en einum aðila og hjá báðum þessum aðilum eru þessar flöskur til sölu enn þann dag í dag,“ segir Oddný. Þá þurfti fréttastofa ekki að leita langt því fyrsta búðin sem farið var í í dag var með safann til sölu. „Þessar myndir af dóttur minni hafa komið fram og þá er fólk að benda á að það hafi gert athugasemd við þetta fyrir nokkrum árum síðan. Þannig þetta er grafalvarlegt mál sem þarf að stoppa.“ Oddný segir að ekki sé víst um batahorfur dóttur sinnar sem gæti misst sjónina. „Hún fær blæðingu inn í augað sem þýðir það að það rofnar æð. Allavega læknarnir í dag þeir ábyrgjast ekki neitt,“ segir Oddný.Tveir eru með alvarlega áverka á auga eftir að hafa opnað Floridana ávaxtasafa í plastflösku með þeim afleiðingum að tappinn skaust í auga þeirra.Svavar Þór Georgsson lenti einnig mjög illa í því í síðustu viku þegar hann opnaði Floridana plastflösku handa eins og hálfs árs gamalli dóttur sinni. „Þetta jaðraði bara við myndalegasta rothögg,“ segir Svavar Þór. Við það fékk hann skurð á augað ásamt því sem það blæddi inn á það. Hann fór í aðgerð í kjölfar slyssins. „Í dag viku seinna þá sé ég lítið sem ekki neitt með auganu. Ég sé rétt svo móta fyrir fólki með auganu.“Svavar Þór Georgsson íhugar að leggja fram kæru á hendur Ölgerðinni.Þegar við hittum Svavar var hann að leggja fram kæru á hendur Ölgerðinni. Þá íhugar fjölskylda Oddnýjar einnig að leita réttar síns. „Það eru alltaf að koma upp einhver tilfelli um að flöskur spingi. Það er þekkt vandamál um allan heim. Við erum að vinna með ferskvöru og ef hún er ekki geymd við réttar aðstæður þá getur hún gerjast á þá myndast yfirþrýsingur,“ segir Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar. Andri segir að Ölgerðin harmi málið sem sé í rannsókn og að neytandinn njóti alltaf vafans. „Við hófum innköllum seinni partinn á þriðjudaginn við erum með her manns í þessu en það tekur alltaf einhverja daga að tæma. Það ætti allt að vera komið ef ekki þá ætti það allt að vera komið í fyrramálið. Við erum nú að velta öllum steinum. Við fórum í allsherjarinnköllun og núna erum við að rannasaka. Við erum búin að hafa samband við erlenda umbúðarframleiðendur og við erum að skoða okkar vélbúnað og vonumst til að það komi niðurstaða í það fljótt,“ segir Andri. Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Tveir eru með alvarlega áverka á auga eftir að hafa opnað Floridana ávaxtasafa í plastflösku með þeim afleiðingum að tappinn skaust í auga þeirra. Ölgerðin harmar atvikin en móðir átján ára stúlku, sem hefur orðið fyrir varanlegum skaða, segir viðbrögð fyrirtækisins sem ber ábyrgð vera ótæk.Tappinn skaust í auga dóttur Oddnýjar.18 ára dóttir Oddnýjar Sigrúnar lenti í skelfilegu slysi á sunnudaginn þegar hún opnaði plastflösku af Floridana ávaxtasafa. Yfirþrýsingur hafði myndast í flöskunni með þeim afleiðingum að tappinn skaust í auga hennar. „Höggið er það þungt sem tappinn gefur að í dag fjórum dögum eftir slysið þá sér hún ekki neitt,“ segir Oddný. Oddný setti sig í samband við Ölgerðina á þriðjudag sem lét í kjölfarið innkalla umræddar Floridana plastflöskur. „Ég væri ekki hérna í dag ef þeir hefðu brugðist við af einhverri alvöru. Ég er búin að fara í stórmarkaði og sé að þeir hafa staðið sig þar. Ég hef ekki fundið þetta þar. Allavega ekki í þeim verslunum sem ég hef farið í. En aftur á móti hef ég farið inn í olíuverslanir hjá fleiri en einum aðila og hjá báðum þessum aðilum eru þessar flöskur til sölu enn þann dag í dag,“ segir Oddný. Þá þurfti fréttastofa ekki að leita langt því fyrsta búðin sem farið var í í dag var með safann til sölu. „Þessar myndir af dóttur minni hafa komið fram og þá er fólk að benda á að það hafi gert athugasemd við þetta fyrir nokkrum árum síðan. Þannig þetta er grafalvarlegt mál sem þarf að stoppa.“ Oddný segir að ekki sé víst um batahorfur dóttur sinnar sem gæti misst sjónina. „Hún fær blæðingu inn í augað sem þýðir það að það rofnar æð. Allavega læknarnir í dag þeir ábyrgjast ekki neitt,“ segir Oddný.Tveir eru með alvarlega áverka á auga eftir að hafa opnað Floridana ávaxtasafa í plastflösku með þeim afleiðingum að tappinn skaust í auga þeirra.Svavar Þór Georgsson lenti einnig mjög illa í því í síðustu viku þegar hann opnaði Floridana plastflösku handa eins og hálfs árs gamalli dóttur sinni. „Þetta jaðraði bara við myndalegasta rothögg,“ segir Svavar Þór. Við það fékk hann skurð á augað ásamt því sem það blæddi inn á það. Hann fór í aðgerð í kjölfar slyssins. „Í dag viku seinna þá sé ég lítið sem ekki neitt með auganu. Ég sé rétt svo móta fyrir fólki með auganu.“Svavar Þór Georgsson íhugar að leggja fram kæru á hendur Ölgerðinni.Þegar við hittum Svavar var hann að leggja fram kæru á hendur Ölgerðinni. Þá íhugar fjölskylda Oddnýjar einnig að leita réttar síns. „Það eru alltaf að koma upp einhver tilfelli um að flöskur spingi. Það er þekkt vandamál um allan heim. Við erum að vinna með ferskvöru og ef hún er ekki geymd við réttar aðstæður þá getur hún gerjast á þá myndast yfirþrýsingur,“ segir Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar. Andri segir að Ölgerðin harmi málið sem sé í rannsókn og að neytandinn njóti alltaf vafans. „Við hófum innköllum seinni partinn á þriðjudaginn við erum með her manns í þessu en það tekur alltaf einhverja daga að tæma. Það ætti allt að vera komið ef ekki þá ætti það allt að vera komið í fyrramálið. Við erum nú að velta öllum steinum. Við fórum í allsherjarinnköllun og núna erum við að rannasaka. Við erum búin að hafa samband við erlenda umbúðarframleiðendur og við erum að skoða okkar vélbúnað og vonumst til að það komi niðurstaða í það fljótt,“ segir Andri.
Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira