Vöndum okkur Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 24. ágúst 2017 06:00 Margir hafa bent á að ná verði utan um þann fjölda ferðamanna sem hingað sækir árlega áður en það verður hreinlega um seinan. Því miður er það enn svo að meðan barnið heldur áfram að vaxa, þá er það enn íklætt sömu brók. Hættan er ekki bara sú að unnin verði óafturkræf spjöll á landi og mannvirkjum, heldur einnig að Ísland missi aðdráttarafl sitt í augum umheimsins. Gleymum því ekki að hingað sækir fólk í fámenni, hreinleika og náttúrufegurð. Þetta eru ekki þættir sem taka má sem sjálfsögðum hlut. Of mikill átroðningur á ferðamannastöðum getur valdið því að fámennið fer fyrir lítið. Flestum þeirra ferðamanna sem hingað rata er, þrátt fyrir allt landflæmið, smalað á sömu staðina á suðvesturhorninu. Hreinleikanum og náttúrufegurðinni þarf líka að viðhalda. Hvort tveggja getur horfið eins og dögg fyrir sólu, með til að mynda einni illa ígrundaðri virkjunarframkvæmd. Kannski má því segja að íslenska ferðamannaundrið hafi hafist á því herrans ári 2010 þegar Eyjafjallajökull gaus og Ísland komst í heimsfréttirnar fyrir alvöru. Síðan hefur ferðamannafjöldinn fimmfaldast, en í millitíðinni höfum við vanist því að taka við áður óþekktum fjölda. Yfirvöld og aðrir sem vinna í greininni hafa því ekki lengur þá afsökun að glímt sé við nýtt og óþekkt vandamál. Í umfjöllun Wall Street Journal um Ísland var því haldið fram að ferðamennirnir sem bjargað hafi Íslandi úr fjárhagskröggum, séu nú að því komnir að sliga þjóðina. Venjulegt fólk þurfi að glíma við húsnæðisskort og himinháar leigugreiðslur vegna útleigu á íbúðum til ferðamanna. Hreinleiki landsins sé einnig í hættu vegna þess rusls og ágangs sem óhjákvæmilega fylgir svo miklum fjölda sem smalað er á sömu staðina. Innviðirnir hreinlega beri ekki allan þennan fjölda. Kannski er þetta orðum aukið hjá stórblaðinu, en þó er þarna sannleikskorn. Annað sem veldur áhyggjum er upplifun þeirra ferðamanna sem við er rætt á okurverðlagi. Þar á krónan vissulega stóran þátt, en þeir sem starfa í geiranum geta ekki firrt sig ábyrgð. Allt of víða ríkir gullgrafaraæði. Slíkt gengur varla til langs tíma, fólk lætur ekki plata sig oft. Sáralítið hefur borið á heildrænni stefnumótun hjá yfirvöldum í málefnum ferðamanna síðan náttúrupassinn var sleginn út af borðinu. Vonandi breytir nýr ferðamálaráðherra því nú í vetur. Þeir sem starfa í geiranum verða þó einnig að líta sér nær. Ekkert yfirvald kemur í veg fyrir að vondur matur sé seldur á uppsprengdu verði í vegasjoppu, eða að hótelgisting á gömlu svefnpokaplássi kosti það sama og á fínu hóteli í stórborg. Löngu er tímabært að við látum af vertíðarhugsun þegar kemur að ferðaþjónustunni. Orðspor byggist hægt upp, en hverfur eins og dögg fyrir sólu. Ef ekki er að gáð geta ferðamennirnir horfið einn daginn eins og síldin forðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Halldór 28.12.2024 Halldór Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Enginn á að vera hryggur um jólin Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun Orkuverð og sæstrengir Anna Sofía Kristjánsdóttir Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson Skoðun
Margir hafa bent á að ná verði utan um þann fjölda ferðamanna sem hingað sækir árlega áður en það verður hreinlega um seinan. Því miður er það enn svo að meðan barnið heldur áfram að vaxa, þá er það enn íklætt sömu brók. Hættan er ekki bara sú að unnin verði óafturkræf spjöll á landi og mannvirkjum, heldur einnig að Ísland missi aðdráttarafl sitt í augum umheimsins. Gleymum því ekki að hingað sækir fólk í fámenni, hreinleika og náttúrufegurð. Þetta eru ekki þættir sem taka má sem sjálfsögðum hlut. Of mikill átroðningur á ferðamannastöðum getur valdið því að fámennið fer fyrir lítið. Flestum þeirra ferðamanna sem hingað rata er, þrátt fyrir allt landflæmið, smalað á sömu staðina á suðvesturhorninu. Hreinleikanum og náttúrufegurðinni þarf líka að viðhalda. Hvort tveggja getur horfið eins og dögg fyrir sólu, með til að mynda einni illa ígrundaðri virkjunarframkvæmd. Kannski má því segja að íslenska ferðamannaundrið hafi hafist á því herrans ári 2010 þegar Eyjafjallajökull gaus og Ísland komst í heimsfréttirnar fyrir alvöru. Síðan hefur ferðamannafjöldinn fimmfaldast, en í millitíðinni höfum við vanist því að taka við áður óþekktum fjölda. Yfirvöld og aðrir sem vinna í greininni hafa því ekki lengur þá afsökun að glímt sé við nýtt og óþekkt vandamál. Í umfjöllun Wall Street Journal um Ísland var því haldið fram að ferðamennirnir sem bjargað hafi Íslandi úr fjárhagskröggum, séu nú að því komnir að sliga þjóðina. Venjulegt fólk þurfi að glíma við húsnæðisskort og himinháar leigugreiðslur vegna útleigu á íbúðum til ferðamanna. Hreinleiki landsins sé einnig í hættu vegna þess rusls og ágangs sem óhjákvæmilega fylgir svo miklum fjölda sem smalað er á sömu staðina. Innviðirnir hreinlega beri ekki allan þennan fjölda. Kannski er þetta orðum aukið hjá stórblaðinu, en þó er þarna sannleikskorn. Annað sem veldur áhyggjum er upplifun þeirra ferðamanna sem við er rætt á okurverðlagi. Þar á krónan vissulega stóran þátt, en þeir sem starfa í geiranum geta ekki firrt sig ábyrgð. Allt of víða ríkir gullgrafaraæði. Slíkt gengur varla til langs tíma, fólk lætur ekki plata sig oft. Sáralítið hefur borið á heildrænni stefnumótun hjá yfirvöldum í málefnum ferðamanna síðan náttúrupassinn var sleginn út af borðinu. Vonandi breytir nýr ferðamálaráðherra því nú í vetur. Þeir sem starfa í geiranum verða þó einnig að líta sér nær. Ekkert yfirvald kemur í veg fyrir að vondur matur sé seldur á uppsprengdu verði í vegasjoppu, eða að hótelgisting á gömlu svefnpokaplássi kosti það sama og á fínu hóteli í stórborg. Löngu er tímabært að við látum af vertíðarhugsun þegar kemur að ferðaþjónustunni. Orðspor byggist hægt upp, en hverfur eins og dögg fyrir sólu. Ef ekki er að gáð geta ferðamennirnir horfið einn daginn eins og síldin forðum.
Enginn á að vera hryggur um jólin Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Enginn á að vera hryggur um jólin Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun