Áforma að slökkva á kísilverksmiðjunni Jóhann Óli Eiðsson skrifar 24. ágúst 2017 05:00 Kvartanir frá íbúum vegna mengunar frá verksmiðjunni skipta hundruðum síðustu misserin. vísir/vilhelm Áformað er að rekstur kísilverksmiðju United Silicon verði stöðvaður 10. september næstkomandi svo unnt sé að gera nauðsynlegar úrbætur. Mögulegt er að slökkt verði fyrr stöðvist ofn hennar lengur en í klukkustund eða ef afl hans fer undir tíu megawött. Þetta kemur fram í bréfi sem Umhverfisstofnun (UST) sendi fyrirtækinu í gærkvöldi. Fyrirtækið hefur viku andmælafrest. Kristleifur Andrésson, upplýsingafulltrúi United Silicon, segir ótímabært fyrir fyrirtækið að tjá sig um málið. „Þetta er bréf sem felur í sér uppgjör á frávikum sem hafa verið greind við eftirlit hjá fyrirtækinu. Það felur líka í sér viðbrögð við hvernig hefur gengið frá því að þau fengu heimild til endurræsingar í maí. Það hafa komið upp frekari bilanir síðan þá með tilheyrandi lyktarmengun,“ segir Sigrún Ágústsdóttir, sviðstjóri hjá UST.Fjallað var um stöðu mála í Helguvík í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær og rætt við Sigrúnu.Ekki verði gefin heimild til að ræsa verksmiðjuna að nýju ef úrbætur verða ekki gerðar. „Það þarf að gera umræddar úrbætur og UST þarf að taka tíma til að yfirfara þær ef gefin verður heimild til ræsingar að nýju.“ „Þetta er mjög leiðinlegt og sorglegt að mál þurfi að æxlast svona eins og verið hefur með mál United Silicon. Þetta hefur verið sorgarsaga alveg frá byrjun,“ segir Björt Ólafsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra. Björt segir enn fremur að henni þyki undarlegt að þeir sem fari með fé almennings fjárfesti í fyrirtæki sem almenningur í nágrenninu hefur lýst yfir að hann sé á móti. „Hvernig geta stjórnendur lífeyrissjóða fundið út hjá sér að peningur almennings sé best ávaxtaður í fyrirtæki sem fólk er á móti og öll viðskiptasaga þess er á þennan veg?“ Birtist í Fréttablaðinu United Silicon Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Innlent Fleiri fréttir Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Sjá meira
Áformað er að rekstur kísilverksmiðju United Silicon verði stöðvaður 10. september næstkomandi svo unnt sé að gera nauðsynlegar úrbætur. Mögulegt er að slökkt verði fyrr stöðvist ofn hennar lengur en í klukkustund eða ef afl hans fer undir tíu megawött. Þetta kemur fram í bréfi sem Umhverfisstofnun (UST) sendi fyrirtækinu í gærkvöldi. Fyrirtækið hefur viku andmælafrest. Kristleifur Andrésson, upplýsingafulltrúi United Silicon, segir ótímabært fyrir fyrirtækið að tjá sig um málið. „Þetta er bréf sem felur í sér uppgjör á frávikum sem hafa verið greind við eftirlit hjá fyrirtækinu. Það felur líka í sér viðbrögð við hvernig hefur gengið frá því að þau fengu heimild til endurræsingar í maí. Það hafa komið upp frekari bilanir síðan þá með tilheyrandi lyktarmengun,“ segir Sigrún Ágústsdóttir, sviðstjóri hjá UST.Fjallað var um stöðu mála í Helguvík í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær og rætt við Sigrúnu.Ekki verði gefin heimild til að ræsa verksmiðjuna að nýju ef úrbætur verða ekki gerðar. „Það þarf að gera umræddar úrbætur og UST þarf að taka tíma til að yfirfara þær ef gefin verður heimild til ræsingar að nýju.“ „Þetta er mjög leiðinlegt og sorglegt að mál þurfi að æxlast svona eins og verið hefur með mál United Silicon. Þetta hefur verið sorgarsaga alveg frá byrjun,“ segir Björt Ólafsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra. Björt segir enn fremur að henni þyki undarlegt að þeir sem fari með fé almennings fjárfesti í fyrirtæki sem almenningur í nágrenninu hefur lýst yfir að hann sé á móti. „Hvernig geta stjórnendur lífeyrissjóða fundið út hjá sér að peningur almennings sé best ávaxtaður í fyrirtæki sem fólk er á móti og öll viðskiptasaga þess er á þennan veg?“
Birtist í Fréttablaðinu United Silicon Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Innlent Fleiri fréttir Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Sjá meira