Reykjavíkurdætur þurfa að fjarlægja nýjasta myndbandið af YouTube Stefán Árni Pálsson skrifar 25. ágúst 2017 12:15 Kolfinna er miður sín að þurfa taka myndbandið út. vísir „Við þurfum sem sagt að taka myndbandið niður vegna þess að fyrirtækið sem á rússnesku 60´s einkaþotuna sem við skutum hluta myndbandsins í hafði ekki gefið eiginlegt leyfi til þess að birta myndefni sem tekið var upp þar,“ segir Kolfinna Nikulásdóttir, leikstjóri myndbandsins sem Reykjavíkurdætur gáfu út í gær. Myndbandið er við lagið Reppa Heiminn. „Þetta er leiðinlegur misskilningur milli Reykjavíkurdætra, tökumannsins og eins aðila sem hélt að grænt ljós hefði verið gefið til þess að taka upp í vélinni. Það var sem sagt sá aðili sem var í raun ekki í stöðu til þess að gefa leyfi fyrir upptökunum í einkaþotunni.“ Reykjavíkurdætur þurfa því að taka myndbandið út af YouTube þar til að samkomulag næst milla allra sem eiga í hlut. Kolfinna segir að tvö stórfyrirtæki komi meðal annars að þessum ágreiningi. Hún vill ekki fara nánar út í það hvaða fyrirtæki það eru.Leiðinlegt mál „Þetta er auðvitað mjög leiðinlegt mál og misskilningur frá a-ö. Við myndum aldrei gera neitt í leyfisleysi, enda var ég sannfærð um að það hefði verið gengið frá öllum svona samskiptum,“ segir Kolfinna og bætir við að hún sé miður sín yfir þessu. Hún segir það erfitt í svona stórum tökum að vera með puttana í öllu. „Það er svo margt sem þarf að redda, í svo mörg horn að líta og hátt í tuttugu manns í vinnu, hver með sitt hlutverk. Þegar allt kemur til alls er það leikstjórinn sem ber ábyrgð enda tek ég þetta hundrað prósent á mig.“ Þrátt fyrir mótlæti reynir Kolfinna að vera bjartsýn á framhaldið. „Ég er mjög stolt af þessu myndbandi og fólk er búið að taka fáránlega vel í það, enda komið með um 25.000 áhorf á YouTube á innan við sólarhring. Ég vona bara að við getum fundið lausn á þessu sem allra fyrst, svo fólk geti notið myndbandsins áfram og ég get farið að einbeita mer að næsta handriti,“ segir Kolfinna en hún vonast til þess að myndbandið geti haldist óbreytt með leyfi frá öllum aðilum sem eiga hlut í máli.Þurfa kannski að leita til Skúla Mogensen „Ég myndi líta á það sem nokkurs konar menningarlega stuðningsyfirlýsingu af hálfu þessara fyrirtækja að leyfa myndbandinu að vera óbreyttu. Við erum meira að segja opin fyrir því að semja um það að setja myndbandið í spilun í vélunum þeirra, þá er þetta eitthvað sem allir geta grætt á, líka ferðamennirnir,“ segir leikstjórinn, en hún vill mun frekar fara í samstarf en að standa í ágreiningi. „Nú, ef við komumst ekki að samkomulagi, þá neyðumst við til að taka flugvélasenurnar aftur, þá er bara spurningin hvað Skúli Mogensen sé að gera á næstu dögum,“ endar Kolfinna á að segja og skellir upp úr. Tengdar fréttir Reykjavíkurdætur og Ragga Holm með nýtt og krassandi myndband Reykjavíkurdætur í samstarfi við rapparann Röggu Holm frumsýna nýtt myndband við nýja lagið sitt Reppa heiminn. 24. ágúst 2017 15:30 Mest lesið Breytti lúxusíbúð frá 1985 í Efstaleitinu í risastóra lúxussvítu Lífið Von Trier lagður inn á hjúkrunarheimili Lífið Íslensku kryddpíurnar en hver er hvað? Lífið Fyrirsjáanlegt fjölskyldudrama Gagnrýni Eldri borgarar á hraðstefnumóti í Bíó paradís Lífið Súrrealískt að ganga tískupallinn á Times Square Tíska og hönnun Öryrki um þrítugt vegna verkja en lyfjalaus í dag Lífið Björn Hlynur og Rakel slettu úr klaufunum Lífið Kryddbrauðið sem kom viðræðunum af stað Matur „Við höfum það fyrir sið að faðmast í að lágmarki sjö sekúndur á hverjum morgni“ Lífið samstarf Fleiri fréttir Björn Hlynur og Rakel slettu úr klaufunum Breytti lúxusíbúð frá 1985 í Efstaleitinu í risastóra lúxussvítu Von Trier lagður inn á hjúkrunarheimili Eldri borgarar á hraðstefnumóti í Bíó paradís Íslensku kryddpíurnar en hver er hvað? Móðirin ósátt við veru sonarins í Hvíta húsinu Öryrki um þrítugt vegna verkja en lyfjalaus í dag Draumurinn rættist en honum fylgdi skömm Taldi sig hólpna því síminn hringdi aldrei Tilhugsun um kynlíf á ný óbærileg Forsetahjónin mættu á frumsýningu Sigurvilja „Ég gerði ein mistök, eða tvö“ Fullt út úr dyrum og stiginn trylltur dans „Pabbi var reiður yfir þessu alla ævi“ Hraðstefnumót fyrir eldri borgara Lofar áður óséðu sjónarspili en ekki kántrí ælu Stjörnurnar létu sig ekki vanta á Ofurskálina Friðrik Ómar og Hera skilja ekkert í úrslitunum Konungurinn miður sín eftir mismælin Logi Pedro selur Vesturbæjarslotið Sænska prinsessan komin með nafn Drake fékk það óþvegið í hálfleikssýningu Kendrick Lamar Stjörnulífið: Fáklædd í rauðri viðvörun Troða í sig vængjum og horfa á auglýsingar sem kosta milljarð Stjórnmála- og viðskiptafólk lét sig ekki vanta í fjörugt níræðisafmæli Vöku Aldrei fór ég suður snýr aftur: „Þetta eru vissulega stórir peningar“ Ingvar E. besti leikarinn á kvikmyndahátíð í Frakklandi Krakkatían: Hringadróttinssaga, Grammy-verðlaun og kolkrabbar „Þarna upplifði ég mesta kulda ævinnar“ Fólkið bak við vinsælustu hlaðvörp landsins Sjá meira
„Við þurfum sem sagt að taka myndbandið niður vegna þess að fyrirtækið sem á rússnesku 60´s einkaþotuna sem við skutum hluta myndbandsins í hafði ekki gefið eiginlegt leyfi til þess að birta myndefni sem tekið var upp þar,“ segir Kolfinna Nikulásdóttir, leikstjóri myndbandsins sem Reykjavíkurdætur gáfu út í gær. Myndbandið er við lagið Reppa Heiminn. „Þetta er leiðinlegur misskilningur milli Reykjavíkurdætra, tökumannsins og eins aðila sem hélt að grænt ljós hefði verið gefið til þess að taka upp í vélinni. Það var sem sagt sá aðili sem var í raun ekki í stöðu til þess að gefa leyfi fyrir upptökunum í einkaþotunni.“ Reykjavíkurdætur þurfa því að taka myndbandið út af YouTube þar til að samkomulag næst milla allra sem eiga í hlut. Kolfinna segir að tvö stórfyrirtæki komi meðal annars að þessum ágreiningi. Hún vill ekki fara nánar út í það hvaða fyrirtæki það eru.Leiðinlegt mál „Þetta er auðvitað mjög leiðinlegt mál og misskilningur frá a-ö. Við myndum aldrei gera neitt í leyfisleysi, enda var ég sannfærð um að það hefði verið gengið frá öllum svona samskiptum,“ segir Kolfinna og bætir við að hún sé miður sín yfir þessu. Hún segir það erfitt í svona stórum tökum að vera með puttana í öllu. „Það er svo margt sem þarf að redda, í svo mörg horn að líta og hátt í tuttugu manns í vinnu, hver með sitt hlutverk. Þegar allt kemur til alls er það leikstjórinn sem ber ábyrgð enda tek ég þetta hundrað prósent á mig.“ Þrátt fyrir mótlæti reynir Kolfinna að vera bjartsýn á framhaldið. „Ég er mjög stolt af þessu myndbandi og fólk er búið að taka fáránlega vel í það, enda komið með um 25.000 áhorf á YouTube á innan við sólarhring. Ég vona bara að við getum fundið lausn á þessu sem allra fyrst, svo fólk geti notið myndbandsins áfram og ég get farið að einbeita mer að næsta handriti,“ segir Kolfinna en hún vonast til þess að myndbandið geti haldist óbreytt með leyfi frá öllum aðilum sem eiga hlut í máli.Þurfa kannski að leita til Skúla Mogensen „Ég myndi líta á það sem nokkurs konar menningarlega stuðningsyfirlýsingu af hálfu þessara fyrirtækja að leyfa myndbandinu að vera óbreyttu. Við erum meira að segja opin fyrir því að semja um það að setja myndbandið í spilun í vélunum þeirra, þá er þetta eitthvað sem allir geta grætt á, líka ferðamennirnir,“ segir leikstjórinn, en hún vill mun frekar fara í samstarf en að standa í ágreiningi. „Nú, ef við komumst ekki að samkomulagi, þá neyðumst við til að taka flugvélasenurnar aftur, þá er bara spurningin hvað Skúli Mogensen sé að gera á næstu dögum,“ endar Kolfinna á að segja og skellir upp úr.
Tengdar fréttir Reykjavíkurdætur og Ragga Holm með nýtt og krassandi myndband Reykjavíkurdætur í samstarfi við rapparann Röggu Holm frumsýna nýtt myndband við nýja lagið sitt Reppa heiminn. 24. ágúst 2017 15:30 Mest lesið Breytti lúxusíbúð frá 1985 í Efstaleitinu í risastóra lúxussvítu Lífið Von Trier lagður inn á hjúkrunarheimili Lífið Íslensku kryddpíurnar en hver er hvað? Lífið Fyrirsjáanlegt fjölskyldudrama Gagnrýni Eldri borgarar á hraðstefnumóti í Bíó paradís Lífið Súrrealískt að ganga tískupallinn á Times Square Tíska og hönnun Öryrki um þrítugt vegna verkja en lyfjalaus í dag Lífið Björn Hlynur og Rakel slettu úr klaufunum Lífið Kryddbrauðið sem kom viðræðunum af stað Matur „Við höfum það fyrir sið að faðmast í að lágmarki sjö sekúndur á hverjum morgni“ Lífið samstarf Fleiri fréttir Björn Hlynur og Rakel slettu úr klaufunum Breytti lúxusíbúð frá 1985 í Efstaleitinu í risastóra lúxussvítu Von Trier lagður inn á hjúkrunarheimili Eldri borgarar á hraðstefnumóti í Bíó paradís Íslensku kryddpíurnar en hver er hvað? Móðirin ósátt við veru sonarins í Hvíta húsinu Öryrki um þrítugt vegna verkja en lyfjalaus í dag Draumurinn rættist en honum fylgdi skömm Taldi sig hólpna því síminn hringdi aldrei Tilhugsun um kynlíf á ný óbærileg Forsetahjónin mættu á frumsýningu Sigurvilja „Ég gerði ein mistök, eða tvö“ Fullt út úr dyrum og stiginn trylltur dans „Pabbi var reiður yfir þessu alla ævi“ Hraðstefnumót fyrir eldri borgara Lofar áður óséðu sjónarspili en ekki kántrí ælu Stjörnurnar létu sig ekki vanta á Ofurskálina Friðrik Ómar og Hera skilja ekkert í úrslitunum Konungurinn miður sín eftir mismælin Logi Pedro selur Vesturbæjarslotið Sænska prinsessan komin með nafn Drake fékk það óþvegið í hálfleikssýningu Kendrick Lamar Stjörnulífið: Fáklædd í rauðri viðvörun Troða í sig vængjum og horfa á auglýsingar sem kosta milljarð Stjórnmála- og viðskiptafólk lét sig ekki vanta í fjörugt níræðisafmæli Vöku Aldrei fór ég suður snýr aftur: „Þetta eru vissulega stórir peningar“ Ingvar E. besti leikarinn á kvikmyndahátíð í Frakklandi Krakkatían: Hringadróttinssaga, Grammy-verðlaun og kolkrabbar „Þarna upplifði ég mesta kulda ævinnar“ Fólkið bak við vinsælustu hlaðvörp landsins Sjá meira
Reykjavíkurdætur og Ragga Holm með nýtt og krassandi myndband Reykjavíkurdætur í samstarfi við rapparann Röggu Holm frumsýna nýtt myndband við nýja lagið sitt Reppa heiminn. 24. ágúst 2017 15:30