Konan sem barðist gegn Brexit fær hótanir um sýruárásir Kjartan Kjartansson skrifar 10. ágúst 2017 11:50 Miller hefur mátt þola hótanir og ofsóknir eftir að hún höfðaði mál gegn ríkisstjórninni til að tryggja að breska þingið fengi að taka afstöðu til Brexit. Vísir/AFP Gina Miller, bresk kona sem vann mál fyrir dómstólum sem neyddi ríkisstjórnina til að leggja Brexit fyrir þingið, segist hafa fengið hótanir um sýruárásir um margra mánaða skeið. Hún sé hrædd við að fara út úr húsi og íhugar að yfirgefa Bretland. „Ég hef fengið hótanir um sýru verði skvett í andlitið á mér í marga mánuði. Þegar ég sé einhvern ganga á móti mér úti á götu með vatnsflösku eða eithvað þá fer ég yfir um,“ segir Miller við fréttavefinn Verdict og The Guardian hefur eftir. Hæstiréttur Bretlands staðfesti í janúar að ríkisstjórn Theresu May forsætisráðherra yrði að leggja útgöngu Breta úr Evrópusambandinu fyrir breska þingið.Verðlaun boðin þeim sem æki yfir hanaMiller höfðaði málið upphaflega og hefur hún orðið skotspónn æstra stuðningsmanna Brexit fyrir vikið. Hún er eigandi fyrirtækis og er ættuð frá Bresku Gvæjana. Nýlega var fimmtugur karlmaður dæmdur í tólf vikna fangelsis fyrir kynþáttaníð gegn Miller á samfélagsmiðlum. Sami maður bauð verðlaun fyrir hvern þann sem æki á Miller rétt eftir dóm Hæstaréttar. Öryggisverðir gæta Miller nú allan sólahringinn og heldur fjölskylda hennar sig nú heima við um helgar til að forðast uppnám ef hún lætur sjá sig úti við. „Ef þetta verður einhvern tímann of mikið út frá öryggissjónarmiðum, ef ég settist niður með lögreglusveitunum og okkur fyndist þetta vera virkilega alvarleg hótun, þá þyrfti ég að íhuga alvarlega að yfirgefa Bretland,“ segir hún. Brexit Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Fleiri fréttir Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sjá meira
Gina Miller, bresk kona sem vann mál fyrir dómstólum sem neyddi ríkisstjórnina til að leggja Brexit fyrir þingið, segist hafa fengið hótanir um sýruárásir um margra mánaða skeið. Hún sé hrædd við að fara út úr húsi og íhugar að yfirgefa Bretland. „Ég hef fengið hótanir um sýru verði skvett í andlitið á mér í marga mánuði. Þegar ég sé einhvern ganga á móti mér úti á götu með vatnsflösku eða eithvað þá fer ég yfir um,“ segir Miller við fréttavefinn Verdict og The Guardian hefur eftir. Hæstiréttur Bretlands staðfesti í janúar að ríkisstjórn Theresu May forsætisráðherra yrði að leggja útgöngu Breta úr Evrópusambandinu fyrir breska þingið.Verðlaun boðin þeim sem æki yfir hanaMiller höfðaði málið upphaflega og hefur hún orðið skotspónn æstra stuðningsmanna Brexit fyrir vikið. Hún er eigandi fyrirtækis og er ættuð frá Bresku Gvæjana. Nýlega var fimmtugur karlmaður dæmdur í tólf vikna fangelsis fyrir kynþáttaníð gegn Miller á samfélagsmiðlum. Sami maður bauð verðlaun fyrir hvern þann sem æki á Miller rétt eftir dóm Hæstaréttar. Öryggisverðir gæta Miller nú allan sólahringinn og heldur fjölskylda hennar sig nú heima við um helgar til að forðast uppnám ef hún lætur sjá sig úti við. „Ef þetta verður einhvern tímann of mikið út frá öryggissjónarmiðum, ef ég settist niður með lögreglusveitunum og okkur fyndist þetta vera virkilega alvarleg hótun, þá þyrfti ég að íhuga alvarlega að yfirgefa Bretland,“ segir hún.
Brexit Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Fleiri fréttir Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sjá meira