Aðrir valkostir en bara karl eða kona Sunna Sæmundsdóttir skrifar 10. ágúst 2017 20:00 Kynsegin fólk segir vanta rými fyrir sig innan heilbrigðiskerfisins þar sem vaninn er að flokka fólk í ýmist karla eða konur. Þau vísa hefðbundnum skilgreiningum á kynjunum á bug og telja fordóma stafa af fáfræði. Fjallað var um málefni kynsegin fólks á vinnustofu í Stúdentakjallaranum í dag í tilefni Hinsegin daga. Kynsegin einstaklingar skilgreina sig hvorki sem karl né konu og kjósa að nota orðið „hán" í stað „hann eða hún". Um sjötíu einstaklingar sem skilgreina sig sem kynsegin eru þáttakendur í starfi Samtakanna 78 og Trans Ísland en þau Alda Villiljós og Ugla Stefanía telja hópinn hér á landi vera stærri. Þau segja fordóma vera til staðar en telja þá oftast stafa af vanþekkingu. „Fólk bara veit ekki betur. Það hefur lært að það er bara karl eða kona, dúkkur eða bílar. Að það sé enginn annar valkostur. Við erum að reyna ýta því áfram í samfélagsvitundina að það séu aðrir valkostir. Þú mátt vera eins og þú ert og skilgreina sjálfan þig eins og þú ert. Ekki bara samkvæmt einhverjum staðalímyndum sem passa ekki," segir Alda Villiljós, formaður Trans Íslands og stofnandi Kynsegin Ísland. Þau vilja sjá valmöguleika á kynlausri skráningu hjá þjóðskrá og benda meðal annars til Ástralíu þar sem hægt er að merkja X við kyn sem þýðir einfaldlega hvorki karl né kona. Ugla segir heilbrigðiskerfið ekki gera ráð fyrir kynsegin þar sem fólki eigi alltaf að koma fyrir í öðru hvoru kynjaboxinu. „Heilbrigðiskerfið tekur í rauninni bara við transkörlum- eða konum. Þau taka bara við fólki sem vill fara í hormónameðferð eða einhverjar aðgerðir og skilgreina sig þannig sem karl eða konu," segir Ugla. „Kynsegin fólk vill kannski fá einhverja hormóna, fá lægri skammta. Kannski einhverjar aðgeðrir, en ekki allar og fá að ráða því sjálft hversu mikið maður fær eða langt maður fer í þessu ferli," segir Alda. Mest lesið Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Erlent Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Innlent Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Innlent Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Innlent Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Innlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Banaslys á Biskupstungnabraut Innlent Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Erlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent Fjölskyldur lýsa martraðarkenndri bið Erlent Fleiri fréttir „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Banaslys á Biskupstungnabraut Krakkarnir beðið um að halda áfram heimsóknum á Hrafnistu Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Hótaði að nauðga manni og skallaði annan vegna húðlitar Stærðfræðikennarinn Stein sækist eftir fjórða sæti Langar raðir á Sorpu eftir hátíðarnar Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Rýnt í stöðuna í Venesúela og Sjálfstæðisflokkurinn á flugi Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Dóra Björt vill þriðja eða fjórða sæti Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Spunaleikari vill annað sæti Samfylkingarinnar í borginni „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sjá meira
Kynsegin fólk segir vanta rými fyrir sig innan heilbrigðiskerfisins þar sem vaninn er að flokka fólk í ýmist karla eða konur. Þau vísa hefðbundnum skilgreiningum á kynjunum á bug og telja fordóma stafa af fáfræði. Fjallað var um málefni kynsegin fólks á vinnustofu í Stúdentakjallaranum í dag í tilefni Hinsegin daga. Kynsegin einstaklingar skilgreina sig hvorki sem karl né konu og kjósa að nota orðið „hán" í stað „hann eða hún". Um sjötíu einstaklingar sem skilgreina sig sem kynsegin eru þáttakendur í starfi Samtakanna 78 og Trans Ísland en þau Alda Villiljós og Ugla Stefanía telja hópinn hér á landi vera stærri. Þau segja fordóma vera til staðar en telja þá oftast stafa af vanþekkingu. „Fólk bara veit ekki betur. Það hefur lært að það er bara karl eða kona, dúkkur eða bílar. Að það sé enginn annar valkostur. Við erum að reyna ýta því áfram í samfélagsvitundina að það séu aðrir valkostir. Þú mátt vera eins og þú ert og skilgreina sjálfan þig eins og þú ert. Ekki bara samkvæmt einhverjum staðalímyndum sem passa ekki," segir Alda Villiljós, formaður Trans Íslands og stofnandi Kynsegin Ísland. Þau vilja sjá valmöguleika á kynlausri skráningu hjá þjóðskrá og benda meðal annars til Ástralíu þar sem hægt er að merkja X við kyn sem þýðir einfaldlega hvorki karl né kona. Ugla segir heilbrigðiskerfið ekki gera ráð fyrir kynsegin þar sem fólki eigi alltaf að koma fyrir í öðru hvoru kynjaboxinu. „Heilbrigðiskerfið tekur í rauninni bara við transkörlum- eða konum. Þau taka bara við fólki sem vill fara í hormónameðferð eða einhverjar aðgerðir og skilgreina sig þannig sem karl eða konu," segir Ugla. „Kynsegin fólk vill kannski fá einhverja hormóna, fá lægri skammta. Kannski einhverjar aðgeðrir, en ekki allar og fá að ráða því sjálft hversu mikið maður fær eða langt maður fer í þessu ferli," segir Alda.
Mest lesið Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Erlent Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Innlent Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Innlent Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Innlent Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Innlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Banaslys á Biskupstungnabraut Innlent Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Erlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent Fjölskyldur lýsa martraðarkenndri bið Erlent Fleiri fréttir „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Banaslys á Biskupstungnabraut Krakkarnir beðið um að halda áfram heimsóknum á Hrafnistu Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Hótaði að nauðga manni og skallaði annan vegna húðlitar Stærðfræðikennarinn Stein sækist eftir fjórða sæti Langar raðir á Sorpu eftir hátíðarnar Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Rýnt í stöðuna í Venesúela og Sjálfstæðisflokkurinn á flugi Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Dóra Björt vill þriðja eða fjórða sæti Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Spunaleikari vill annað sæti Samfylkingarinnar í borginni „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sjá meira