Lyfjarisinn Teva vill grynnka á skuldum með sölu á Medis Kristinn Ingi Jónsson skrifar 11. ágúst 2017 06:00 Höfuðstöðvar lyfjasölufélagsins Medis eru í Hafnarfirði, þar sem um 85 manns starfa. vísir/eyþór Ísraelska samheitalyfjafyrirtækið Teva hefur í hyggju að selja lyfjasölufyrirtækið Medis. Starfsmönnum Medis, sem er til húsa í Hafnarfirði, var tilkynnt um áformin í tölvupósti fyrir um þremur vikum, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Um eitt hundrað manns starfa hjá Medis, þar af um 85 hér á landi. Teva eignaðist Medis þegar fyrirtækið tók yfir Actavis Generics, samheitalyfjahluta Allergan, síðasta sumar. Medis selur lyf og lyfjahugvit Actavis til annarra lyfjafyrirtækja um allan heim eða alls um 190 vörur sem seldar eru í yfir eitt hundrað löndum undir merkjum viðskiptavina Medis. Fyrirtækið var stofnað hér á landi árið 1985. Forsvarsmenn Teva staðfestu í samtali við fréttaveitu Reuters að ákveðið hafi verið að hefja söluferli á Medis. Samkvæmt heimildum fréttaveitu Bloomberg gæti fyrirtækið verið metið á milli 500 til 1.000 milljónir Bandaríkjadala sem jafngildir um 53 til 106 milljörðum króna.Valur Ragnarsson, forstjóri MedisEkki náðist í forsvarsmenn Medis við vinnslu fréttarinnar. Skuldabyrði Teva hefur þyngst verulega eftir að fyrirtækið, sem er umsvifamesti samheitalyfjaframleiðandi í heimi, tók yfir rekstur Actavis, og þar með Medis, í ágúst í fyrra. Kaupverðið var 40,5 milljarðar dala, en skuldir Teva nema nú um 32 milljörðum dala samkvæmt nýju uppgjöri fyrirtækisins sem birt var í síðustu viku. Margir greinendur og fjárfestar telja að Teva hafi greitt of hátt verð fyrir Actavis, að því er segir í frétt Reuters. Sigurður Óli Ólafsson lét af starfi forstjóra samheitalyfjasviðs Teva í kjölfar yfirtökunnar á Actavis, en hann hafði gegnt forstjórastarfinu frá árinu 2014. Teva leitar nú leiða til þess að selja eignir og draga úr kostnaði og grynnka þannig á skuldum sínum. Nýverið var greint frá áformum fyrirtækisins um að segja upp sjö þúsund starfsmönnum og loka eða selja fimmtán verksmiðjur víða um heim fyrir árslok. Hlutabréf í Teva hafa fallið um næstum því fimmtíu prósent í verði frá því að félagið birti uppgjör sitt fyrir annan fjórðung ársins í síðustu viku. Hefur verðið ekki verið lægra síðan árið 2003. Hlutabréfin hafa lækkað um 95 prósent frá því í byrjun árs 2016. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Högnuðust um rúma tvo milljarða Viðskipti innlent Telja vegið að eignarrétti Sýnar Viðskipti innlent Örgleði (ekki öl-gleði) Atvinnulíf Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Fleiri fréttir Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Sjá meira
Ísraelska samheitalyfjafyrirtækið Teva hefur í hyggju að selja lyfjasölufyrirtækið Medis. Starfsmönnum Medis, sem er til húsa í Hafnarfirði, var tilkynnt um áformin í tölvupósti fyrir um þremur vikum, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Um eitt hundrað manns starfa hjá Medis, þar af um 85 hér á landi. Teva eignaðist Medis þegar fyrirtækið tók yfir Actavis Generics, samheitalyfjahluta Allergan, síðasta sumar. Medis selur lyf og lyfjahugvit Actavis til annarra lyfjafyrirtækja um allan heim eða alls um 190 vörur sem seldar eru í yfir eitt hundrað löndum undir merkjum viðskiptavina Medis. Fyrirtækið var stofnað hér á landi árið 1985. Forsvarsmenn Teva staðfestu í samtali við fréttaveitu Reuters að ákveðið hafi verið að hefja söluferli á Medis. Samkvæmt heimildum fréttaveitu Bloomberg gæti fyrirtækið verið metið á milli 500 til 1.000 milljónir Bandaríkjadala sem jafngildir um 53 til 106 milljörðum króna.Valur Ragnarsson, forstjóri MedisEkki náðist í forsvarsmenn Medis við vinnslu fréttarinnar. Skuldabyrði Teva hefur þyngst verulega eftir að fyrirtækið, sem er umsvifamesti samheitalyfjaframleiðandi í heimi, tók yfir rekstur Actavis, og þar með Medis, í ágúst í fyrra. Kaupverðið var 40,5 milljarðar dala, en skuldir Teva nema nú um 32 milljörðum dala samkvæmt nýju uppgjöri fyrirtækisins sem birt var í síðustu viku. Margir greinendur og fjárfestar telja að Teva hafi greitt of hátt verð fyrir Actavis, að því er segir í frétt Reuters. Sigurður Óli Ólafsson lét af starfi forstjóra samheitalyfjasviðs Teva í kjölfar yfirtökunnar á Actavis, en hann hafði gegnt forstjórastarfinu frá árinu 2014. Teva leitar nú leiða til þess að selja eignir og draga úr kostnaði og grynnka þannig á skuldum sínum. Nýverið var greint frá áformum fyrirtækisins um að segja upp sjö þúsund starfsmönnum og loka eða selja fimmtán verksmiðjur víða um heim fyrir árslok. Hlutabréf í Teva hafa fallið um næstum því fimmtíu prósent í verði frá því að félagið birti uppgjör sitt fyrir annan fjórðung ársins í síðustu viku. Hefur verðið ekki verið lægra síðan árið 2003. Hlutabréfin hafa lækkað um 95 prósent frá því í byrjun árs 2016.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Högnuðust um rúma tvo milljarða Viðskipti innlent Telja vegið að eignarrétti Sýnar Viðskipti innlent Örgleði (ekki öl-gleði) Atvinnulíf Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Fleiri fréttir Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Sjá meira