Fv. aðstoðarmaður Brexit-ráðherra: Brexit verður hörmung fyrir Bretland Kjartan Kjartansson skrifar 11. ágúst 2017 10:33 Ekki er einhugur á meðal Breta um útgönguna úr Evrópusambandinu. Vísir/EPA Íhaldsflokkurinn mun aldrei vinna meirihluta í þingkosningum á Bretlandi aftur vegna þess hvernig hann hefur haldið á málum varðandi Brexit. Þetta er mat fyrrverandi starfsmannastjóra Brexit-ráðherra ríkisstjórnarinnar sem telur Brexit verða „hörmung“ fyrir Bretland. Í viðtali við breska ríkisútvarpið BBC segir James Clapham, fyrrverandi starfsmannastjóri David Davis, Brexit-ráðherra, að málið hafi skaðað ímynd Íhaldsflokksins svo mikið að hann muni aldrei aftur vinna meirihluta. Bendir hann á að 60% þingflokks íhaldsmanna hafi verið andsnúin Brexit en þau geti nú ekki tjáð hug sinn. Clapham hætti störfum hjá ráðherranum í júní fyrir þingkosningarnar þar sem Íhaldsflokkurinn glutraði niður stóru forskoti sem hann hafði mælst með í skoðanakönnunum. Á endanum neyddist Theresa May, leiðtogi Íhaldsmanna, að reiða sig á sambandssinna á Norður-Írlandi til að verja minnihlutastjórn. Þegar Clapham sagði af sér sem starfsmannastjóri sakaði hann May um „alræðishyggju“ í sumum málum sem vörðuðu útgöngu Breta úr Evrópusambandinu og að hafa bundið hendur Davis.Ráðherrar úr stóru flokkunum áhugasamir um nýjan miðjuflokkNú kallar hann eftir stofnun nýs miðjuflokks sem geti veitt Brexit andspyrnu vegna þess að öfgaöfl hafi náð yfirhöndinni í bæði Íhaldsflokknum og Verkamannaflokknum. Fullyrðir hann að jafnt ráðherrar í ríkisstjórninni og skuggaráðherrar stjórnarandstöðunnar hafi verið í sambandi við hann vegna slíkra hugmynda. „Þeir eru ekki að segja að þeir ætli að hætta í flokkum sínum en þeir skilja að það er gríðarleg gjá í miðju breskra stjórnmála,“ segir Clapham sem sneri sér að almannatengslum eftir að hann hætti í stjórnsýslunni. Brexit Tengdar fréttir Fleiri vilja kjósa aftur um Brexit Samkvæmt nýrri skoðanakönnun Opinium vill 41 prósent Breta kjósa aftur um útgöngu þjóðarinnar úr Evrópusambandinu. 19. júlí 2017 07:00 Breskir ráðherrar deila hart um útgönguna Viðskiptaráðherra Bretlands segir ríkisstjórnina ekki hafa samþykkt tillögu fjármálaráðherrans um að heimila áfram frjálsa för fólks til og frá landinu eftir að Bretar ganga úr Evrópusambandinu. Það sé ekki í samræmi við vilja meirihluta breskra kjósenda. 31. júlí 2017 07:00 Konan sem barðist gegn Brexit fær hótanir um sýruárásir Ofsafullir stuðninigsmenn Brexit hafa hótað konu sem vann dómsmál sem þvingaði ríkisstjórnina til að leggja útgönguna fyrir þingið með sýruárásum. Hún óttast um öryggi sitt og útilokar ekki að flytja úr landi. 10. ágúst 2017 11:50 Ríkisstjórn Breta leggur fram lykilfrumvarp vegna BREXIT Breska ríkisstjórnin birti í gær frumvarp er snýr að Brexit. Fjallar frumvarpið um innleiðingu laga Evrópusambandsins í bresk lög sem og afnám laga er samþykkt voru við inngöngu Bretlands. Stjórnarandstaðan mun ekki styðja frumvarpið í 14. júlí 2017 07:00 Frjálsum ferðum ríkisborgara ESB-ríkja til Bretlands lýkur 2019 Talsmaður Theresu May segir að breska ríkisstjórnin hafi þegar lagt fram tillögu um hvernig ferðum ríkisborgara ESB-ríkja til Bretlands skuli háttað eftir útgöngu Bretlands úr sambandinu. 31. júlí 2017 12:41 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Fleiri fréttir Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Sjá meira
Íhaldsflokkurinn mun aldrei vinna meirihluta í þingkosningum á Bretlandi aftur vegna þess hvernig hann hefur haldið á málum varðandi Brexit. Þetta er mat fyrrverandi starfsmannastjóra Brexit-ráðherra ríkisstjórnarinnar sem telur Brexit verða „hörmung“ fyrir Bretland. Í viðtali við breska ríkisútvarpið BBC segir James Clapham, fyrrverandi starfsmannastjóri David Davis, Brexit-ráðherra, að málið hafi skaðað ímynd Íhaldsflokksins svo mikið að hann muni aldrei aftur vinna meirihluta. Bendir hann á að 60% þingflokks íhaldsmanna hafi verið andsnúin Brexit en þau geti nú ekki tjáð hug sinn. Clapham hætti störfum hjá ráðherranum í júní fyrir þingkosningarnar þar sem Íhaldsflokkurinn glutraði niður stóru forskoti sem hann hafði mælst með í skoðanakönnunum. Á endanum neyddist Theresa May, leiðtogi Íhaldsmanna, að reiða sig á sambandssinna á Norður-Írlandi til að verja minnihlutastjórn. Þegar Clapham sagði af sér sem starfsmannastjóri sakaði hann May um „alræðishyggju“ í sumum málum sem vörðuðu útgöngu Breta úr Evrópusambandinu og að hafa bundið hendur Davis.Ráðherrar úr stóru flokkunum áhugasamir um nýjan miðjuflokkNú kallar hann eftir stofnun nýs miðjuflokks sem geti veitt Brexit andspyrnu vegna þess að öfgaöfl hafi náð yfirhöndinni í bæði Íhaldsflokknum og Verkamannaflokknum. Fullyrðir hann að jafnt ráðherrar í ríkisstjórninni og skuggaráðherrar stjórnarandstöðunnar hafi verið í sambandi við hann vegna slíkra hugmynda. „Þeir eru ekki að segja að þeir ætli að hætta í flokkum sínum en þeir skilja að það er gríðarleg gjá í miðju breskra stjórnmála,“ segir Clapham sem sneri sér að almannatengslum eftir að hann hætti í stjórnsýslunni.
Brexit Tengdar fréttir Fleiri vilja kjósa aftur um Brexit Samkvæmt nýrri skoðanakönnun Opinium vill 41 prósent Breta kjósa aftur um útgöngu þjóðarinnar úr Evrópusambandinu. 19. júlí 2017 07:00 Breskir ráðherrar deila hart um útgönguna Viðskiptaráðherra Bretlands segir ríkisstjórnina ekki hafa samþykkt tillögu fjármálaráðherrans um að heimila áfram frjálsa för fólks til og frá landinu eftir að Bretar ganga úr Evrópusambandinu. Það sé ekki í samræmi við vilja meirihluta breskra kjósenda. 31. júlí 2017 07:00 Konan sem barðist gegn Brexit fær hótanir um sýruárásir Ofsafullir stuðninigsmenn Brexit hafa hótað konu sem vann dómsmál sem þvingaði ríkisstjórnina til að leggja útgönguna fyrir þingið með sýruárásum. Hún óttast um öryggi sitt og útilokar ekki að flytja úr landi. 10. ágúst 2017 11:50 Ríkisstjórn Breta leggur fram lykilfrumvarp vegna BREXIT Breska ríkisstjórnin birti í gær frumvarp er snýr að Brexit. Fjallar frumvarpið um innleiðingu laga Evrópusambandsins í bresk lög sem og afnám laga er samþykkt voru við inngöngu Bretlands. Stjórnarandstaðan mun ekki styðja frumvarpið í 14. júlí 2017 07:00 Frjálsum ferðum ríkisborgara ESB-ríkja til Bretlands lýkur 2019 Talsmaður Theresu May segir að breska ríkisstjórnin hafi þegar lagt fram tillögu um hvernig ferðum ríkisborgara ESB-ríkja til Bretlands skuli háttað eftir útgöngu Bretlands úr sambandinu. 31. júlí 2017 12:41 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Fleiri fréttir Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Sjá meira
Fleiri vilja kjósa aftur um Brexit Samkvæmt nýrri skoðanakönnun Opinium vill 41 prósent Breta kjósa aftur um útgöngu þjóðarinnar úr Evrópusambandinu. 19. júlí 2017 07:00
Breskir ráðherrar deila hart um útgönguna Viðskiptaráðherra Bretlands segir ríkisstjórnina ekki hafa samþykkt tillögu fjármálaráðherrans um að heimila áfram frjálsa för fólks til og frá landinu eftir að Bretar ganga úr Evrópusambandinu. Það sé ekki í samræmi við vilja meirihluta breskra kjósenda. 31. júlí 2017 07:00
Konan sem barðist gegn Brexit fær hótanir um sýruárásir Ofsafullir stuðninigsmenn Brexit hafa hótað konu sem vann dómsmál sem þvingaði ríkisstjórnina til að leggja útgönguna fyrir þingið með sýruárásum. Hún óttast um öryggi sitt og útilokar ekki að flytja úr landi. 10. ágúst 2017 11:50
Ríkisstjórn Breta leggur fram lykilfrumvarp vegna BREXIT Breska ríkisstjórnin birti í gær frumvarp er snýr að Brexit. Fjallar frumvarpið um innleiðingu laga Evrópusambandsins í bresk lög sem og afnám laga er samþykkt voru við inngöngu Bretlands. Stjórnarandstaðan mun ekki styðja frumvarpið í 14. júlí 2017 07:00
Frjálsum ferðum ríkisborgara ESB-ríkja til Bretlands lýkur 2019 Talsmaður Theresu May segir að breska ríkisstjórnin hafi þegar lagt fram tillögu um hvernig ferðum ríkisborgara ESB-ríkja til Bretlands skuli háttað eftir útgöngu Bretlands úr sambandinu. 31. júlí 2017 12:41