Ung og lítil hátíð en við borgum listamönnum Magnús Guðmundsson skrifar 11. ágúst 2017 11:00 Sigríður Þóra Óðinsdóttir, ein af skipuleggjendum Plan-B Festival í Borgarnesi, er klár í myndlistarhátíð helgarinnar. Visir/Ernir Það er vaxandi gróska í listalífi landsmanna utan höfuðborgarsvæðisins og á meðal bráðskemmtilegra viðbóta er listahátíðin Plan-B Art Festival í Borgarnesi sem verður opnuð í dag og stendur fram á sunnudag. Sigríður Þóra Óðinsdóttir er ein af skipuleggjendum hátíðarinnar ásamt þeim Ingu Björk Bjarnadóttur og Loga Bjarnasyni en þeim til aðstoðar eru Birkir Karlsson, Sigursteinn Sigurðsson og Bára Dís Guðjónsdóttir Sigríður Þóra segir að hátíðin sé nú haldin í annað sinn eftir að vel tókst til á síðasta sumri og að rætur hennar megi rekja til þess að þau sem standa að hátíðinni séu öll frá þessu svæði og hafi verið að vinna að skapandi greinum. „Við fluttum frá svæðinu til þess að sækja okkur menntun. Við erum myndlistarmenn, listfræðingar og einn arkitekt og við ákváðum að taka okkur saman og láta bara vaða á þetta. Ekki síst vegna þess að okkur langaði til þess að vita hvernig það legðist í fólk hér í Borgarnesi og nærsveitum að sýna hér alþjóðlega samtímalist. Það tókst svo vel að nú erum við aftur mætt. Að auki erum við hluti af félagsskap skapandi greina á Vesturlandi og vera okkar þar virkaði mjög hvetjandi á að þau létu af þessu verða.“Hótel fyrir myndlist Sigríður segir að grasrótin í myndlistarsamfélaginu standi frammi fyrir þeim vanda að það sé ekki burðugur vettvangur fyrir þessa senu í bænum. „Það eru allir að finna fyrir þessum mikla skorti á húsnæði, leigan er há og það er að auki erfitt að komast inn einhvers staðar, ekki síst þá með hátíð sem kallar á stærri vettvang. Allt er þetta rekið á styrkjum og maður getur ekki farið með þá alla í einhverja himinháa leigu, það einfaldlega gengur ekki upp. Það er verið að taka stúdíórými í bænum og breyta þeim í hótel og gistiheimili sem þýðir að myndlistin er alltaf að þrýstast sífellt meir út úr miðborginni. SÍM er til að mynda að missa tvö rými frá sér sem er verið að breyta í hótelrekstur og þetta er svona þróunin. Þess vegna fórum við að horfa til okkar eigin uppruna og spá í Borgarnesi og þá sáum við strax mikla möguleika. Í Borgarnesi eru frábær rými sem er gaman að nýta fyrir myndlist og viðburði á borð við listahátíð þó svo það sé ekki starfsemin sem lagt var upp með. Það að láta þetta ganga upp í slíkum rýmum er fyrst og fremst skemmtileg áskorun. Svo skemmir nú ekki heldur fyrir að þetta er ekki í nema klukkustundar fjarlægð frá bænum og ekki langt að sækja fyrir allt höfuðborgarsvæðið.“Fjölbreytni í samfélagið Sigríður Þóra bendir á hversu mikilvægt það sé fyrir öll samfélög að búa yfir fjölbreytileika. „Borgarnes hefur löngum glímt við þann vanda að ferðamenn stoppa á planinu við bensínstöðvarnar en halda svo bara áfram út úr bænum. Þetta er synd vegna þess að Borgarnes er mjög fallegur bær sem hefur upp á margt skemmtilegt að bjóða en allt sem eykur fjölbreytileikann er af hinu góða. Með þessa hugsun fórum við að hitta sveitarstjóra og fleira fólk sem hefur yfir að ráða húsnæði í bænum og okkur hefur verið ákaflega vel tekið. Við erum með fjögur spennandi rými, sem er ekki endilega þessi hefðbundni hvíti kubbur, og það er spennandi að vinna inn í slíkar aðstæður. En stóra málið eru þau jákvæðu viðbrögð sem við erum að fá í bænum. Það er verið að styðja okkur bæði með peningum og svo líka til að mynda með mat handa listamönnunum á meðan þau eru að vinna uppi í Valfelli. Þannig að þetta er raunverlegt samfélagsverkefni og það er mjög ánægjulegt að sjá það gerast.“Brákarey og Einarsstaðir Plan-B Festival er myndlistarhátíð en Sigríður Þóra segir að það sé ekki eitthvað ákveðið þema sem unnið er eftir. Hins vegar er áhersla á samtímamyndlist. „Við erum með listamenn af sjö þjóðernum þannig að þetta er alþjóðleg hátíð. Við sem stöndum að hátíðinni erum öll sjálfboðaliðar en okkar stefna er að borga þeim listamönnum laun sem taka þátt svona miðað við efni og tíma, enda er þetta allt saman vinna. Þessi áhersla er mikilvægt framlag frá okkur inn í þá umræðu að hvetja til þess að listamenn fái greidd laun fyrir sína vinnu eins og aðrir. Þetta er lítil hátíð sem er rekin fyrir styrki sem við erum þakklát fyrir og við vildum leggja okkar af mörkum eins vel og við mögulega getum.“ Hátíðin verður opnuð í dag með setningu í Grímshúsi sem er við gömlu höfnina úti í Brákarey og Sigríður Þóra segir að það sé sérstaklega gaman að fá að sýna í slíku húsi á svo fallegum stað. „Við erum líka með annað rými úti í Brákarey sem kallast Gúanóið og svo er listamaður sem ætlar að vera með innsetningu á Söguloftinu í Landnámssetrinu. Á laugardeginum verðum við svo með skemmtilegan viðburð á bænum Einarsnesi sem er í um fimm mínútna fjarlægð frá Borgarnesi. Þar verðum við með gjörningakvöld í gömlu fjósi og hlöðu á laugardagskvöldið klukkan átta. Þar gengur fólk svona aðeins inn í annan heim og það verður vel þess virði fyrir fólk að kíkja á það.“ Sigríður Þóra segir að það kosti ekkert inn á sýningar og viðburði hátíðarinnar og að myndlistarsýningarnar verði einnig opnar á sunnudaginn frá kl. 13 til 16. Það er því tilvalið fyrir bæði heimamenn og ferðalanga að kíkja á myndlistina í Borgarnesi um helgina.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 11. ágúst. Menning Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar Sjá meira
Það er vaxandi gróska í listalífi landsmanna utan höfuðborgarsvæðisins og á meðal bráðskemmtilegra viðbóta er listahátíðin Plan-B Art Festival í Borgarnesi sem verður opnuð í dag og stendur fram á sunnudag. Sigríður Þóra Óðinsdóttir er ein af skipuleggjendum hátíðarinnar ásamt þeim Ingu Björk Bjarnadóttur og Loga Bjarnasyni en þeim til aðstoðar eru Birkir Karlsson, Sigursteinn Sigurðsson og Bára Dís Guðjónsdóttir Sigríður Þóra segir að hátíðin sé nú haldin í annað sinn eftir að vel tókst til á síðasta sumri og að rætur hennar megi rekja til þess að þau sem standa að hátíðinni séu öll frá þessu svæði og hafi verið að vinna að skapandi greinum. „Við fluttum frá svæðinu til þess að sækja okkur menntun. Við erum myndlistarmenn, listfræðingar og einn arkitekt og við ákváðum að taka okkur saman og láta bara vaða á þetta. Ekki síst vegna þess að okkur langaði til þess að vita hvernig það legðist í fólk hér í Borgarnesi og nærsveitum að sýna hér alþjóðlega samtímalist. Það tókst svo vel að nú erum við aftur mætt. Að auki erum við hluti af félagsskap skapandi greina á Vesturlandi og vera okkar þar virkaði mjög hvetjandi á að þau létu af þessu verða.“Hótel fyrir myndlist Sigríður segir að grasrótin í myndlistarsamfélaginu standi frammi fyrir þeim vanda að það sé ekki burðugur vettvangur fyrir þessa senu í bænum. „Það eru allir að finna fyrir þessum mikla skorti á húsnæði, leigan er há og það er að auki erfitt að komast inn einhvers staðar, ekki síst þá með hátíð sem kallar á stærri vettvang. Allt er þetta rekið á styrkjum og maður getur ekki farið með þá alla í einhverja himinháa leigu, það einfaldlega gengur ekki upp. Það er verið að taka stúdíórými í bænum og breyta þeim í hótel og gistiheimili sem þýðir að myndlistin er alltaf að þrýstast sífellt meir út úr miðborginni. SÍM er til að mynda að missa tvö rými frá sér sem er verið að breyta í hótelrekstur og þetta er svona þróunin. Þess vegna fórum við að horfa til okkar eigin uppruna og spá í Borgarnesi og þá sáum við strax mikla möguleika. Í Borgarnesi eru frábær rými sem er gaman að nýta fyrir myndlist og viðburði á borð við listahátíð þó svo það sé ekki starfsemin sem lagt var upp með. Það að láta þetta ganga upp í slíkum rýmum er fyrst og fremst skemmtileg áskorun. Svo skemmir nú ekki heldur fyrir að þetta er ekki í nema klukkustundar fjarlægð frá bænum og ekki langt að sækja fyrir allt höfuðborgarsvæðið.“Fjölbreytni í samfélagið Sigríður Þóra bendir á hversu mikilvægt það sé fyrir öll samfélög að búa yfir fjölbreytileika. „Borgarnes hefur löngum glímt við þann vanda að ferðamenn stoppa á planinu við bensínstöðvarnar en halda svo bara áfram út úr bænum. Þetta er synd vegna þess að Borgarnes er mjög fallegur bær sem hefur upp á margt skemmtilegt að bjóða en allt sem eykur fjölbreytileikann er af hinu góða. Með þessa hugsun fórum við að hitta sveitarstjóra og fleira fólk sem hefur yfir að ráða húsnæði í bænum og okkur hefur verið ákaflega vel tekið. Við erum með fjögur spennandi rými, sem er ekki endilega þessi hefðbundni hvíti kubbur, og það er spennandi að vinna inn í slíkar aðstæður. En stóra málið eru þau jákvæðu viðbrögð sem við erum að fá í bænum. Það er verið að styðja okkur bæði með peningum og svo líka til að mynda með mat handa listamönnunum á meðan þau eru að vinna uppi í Valfelli. Þannig að þetta er raunverlegt samfélagsverkefni og það er mjög ánægjulegt að sjá það gerast.“Brákarey og Einarsstaðir Plan-B Festival er myndlistarhátíð en Sigríður Þóra segir að það sé ekki eitthvað ákveðið þema sem unnið er eftir. Hins vegar er áhersla á samtímamyndlist. „Við erum með listamenn af sjö þjóðernum þannig að þetta er alþjóðleg hátíð. Við sem stöndum að hátíðinni erum öll sjálfboðaliðar en okkar stefna er að borga þeim listamönnum laun sem taka þátt svona miðað við efni og tíma, enda er þetta allt saman vinna. Þessi áhersla er mikilvægt framlag frá okkur inn í þá umræðu að hvetja til þess að listamenn fái greidd laun fyrir sína vinnu eins og aðrir. Þetta er lítil hátíð sem er rekin fyrir styrki sem við erum þakklát fyrir og við vildum leggja okkar af mörkum eins vel og við mögulega getum.“ Hátíðin verður opnuð í dag með setningu í Grímshúsi sem er við gömlu höfnina úti í Brákarey og Sigríður Þóra segir að það sé sérstaklega gaman að fá að sýna í slíku húsi á svo fallegum stað. „Við erum líka með annað rými úti í Brákarey sem kallast Gúanóið og svo er listamaður sem ætlar að vera með innsetningu á Söguloftinu í Landnámssetrinu. Á laugardeginum verðum við svo með skemmtilegan viðburð á bænum Einarsnesi sem er í um fimm mínútna fjarlægð frá Borgarnesi. Þar verðum við með gjörningakvöld í gömlu fjósi og hlöðu á laugardagskvöldið klukkan átta. Þar gengur fólk svona aðeins inn í annan heim og það verður vel þess virði fyrir fólk að kíkja á það.“ Sigríður Þóra segir að það kosti ekkert inn á sýningar og viðburði hátíðarinnar og að myndlistarsýningarnar verði einnig opnar á sunnudaginn frá kl. 13 til 16. Það er því tilvalið fyrir bæði heimamenn og ferðalanga að kíkja á myndlistina í Borgarnesi um helgina.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 11. ágúst.
Menning Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar Sjá meira