Ekki tekið tillit til stöðugrar ógnar Sunna Sæmundsdóttir skrifar 11. ágúst 2017 20:00 Um fjörtíu prósent beiðna um nálgunarbann hefur verið hafnað á þessu ári. Yfirmaður ákærusviðs lögreglu segir að lögin mættu vera skýrari og framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins telur hagsmuni brotamanna vega of þungt. Þolendur ættu að eiga rétt á því að fá að vera í friði. Á þessu ári hefur lögregla tekið 21 beiðni um nálgunarbann til afgeiðslu. Þar af hefur átta beiðnum verið hafnað eða tæplega 40%. Hlutfallið var svipað í fyrra. Um skilyrði nálgunarbanns er fjallað í lögum og er þar vikið að meðalhófinu sem segir að úrræðinu verði aðeins beitt þegar friðhelgi brotaþola verður ekki vernduð með vægari hætti. Við mat á þessu er litið til hættunar á því að brotið verði aftur gegn þeim sem sækir um nálgunarbann.Sigþrúður Guðmundsdóttir, framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins.Framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins segir að konum sé neitað um nálgunarbann ef ofbeldismaðurinn hefur látið af háttseminni um tíma. Þrátt fyrir að maðurinn sé ennþá ógn í þeirra lífi. „Við höfum verið með konur hjá okkur sem hafa sótt um nálgunarbann en ekki fengið, einmitt á þessum forsendum, að það sé ekki líklegt að maðurinn muni beita konuna áfram ofbeldi. En þá er ekki tekið tillit til þess hvað ofbeldismaðurinn er mikil ógn í lífi konunnar. Hvað það er mikil hrelling fólgin í símtali eða að eiga von á honum í garðinum öllum stundum," segir Sigþrúður Guðmundsdóttir, framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins. Hún telur að úrræðinu mætti beita oftar og segir hagsmuni brotamannsins vega of þungt í matinu. „Ef þú ert búinn beita einhvern af þínum nánustu ofbeldi, oft grimmilegu og ítrekuðu ofbeldi, manneskju sem vill ekkert með þig hafa og er að reyna koma undir sig fótunum aftur. Þá finnst mér ekkert sérstaklega mikið mannréttindabrot að þú hafir ekki leyfi til að hafa samband við hana," segir Sigþrúður. Sex mánuðir of langur tími frá brotiHulda Elsa Björgvinsdóttir, yfirmaður ákærusviðs lögreglunnar.Yfirmaður ákærusviðs lögreglunnar segir tímann skipta miklu máli við mat á því hvort hætta sé talin á að brotið verði aftur á einhverjum. Lögin eru þó ekki skýr um skilyrðin. „Lögskýringargögn eru ekki skýr um þetta atriði nákvæmlega. En við höfum þá haft til hliðsjónar úrlausnir dómstóla. Og við sjáum þar að ef sex mánuðir eru liðnir, þá er litið til þess að þarna sé of langur tími liðinn og að ekki sé hætta á því að viðkomandi brjóti aftur gegn brotaþola," segir Hulda Elsa Björgvinsdóttir, yfirmaður ákærusviðs lögreglunnar. Hún segir að skýrari lög myndu auðvelda verkefni lögreglunnar. „Eftir því sem lögin eru skýrari auðveldar það nú verkefni okkar en það er okkar hlutverk að láta þá bara reyna á málin," segir Hulda. Mest lesið Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Erlent Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Innlent Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Innlent Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Innlent Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Innlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Banaslys á Biskupstungnabraut Innlent Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Erlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent Fjölskyldur lýsa martraðarkenndri bið Erlent Fleiri fréttir „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Banaslys á Biskupstungnabraut Krakkarnir beðið um að halda áfram heimsóknum á Hrafnistu Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Hótaði að nauðga manni og skallaði annan vegna húðlitar Stærðfræðikennarinn Stein sækist eftir fjórða sæti Langar raðir á Sorpu eftir hátíðarnar Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Rýnt í stöðuna í Venesúela og Sjálfstæðisflokkurinn á flugi Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Dóra Björt vill þriðja eða fjórða sæti Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Spunaleikari vill annað sæti Samfylkingarinnar í borginni „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sjá meira
Um fjörtíu prósent beiðna um nálgunarbann hefur verið hafnað á þessu ári. Yfirmaður ákærusviðs lögreglu segir að lögin mættu vera skýrari og framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins telur hagsmuni brotamanna vega of þungt. Þolendur ættu að eiga rétt á því að fá að vera í friði. Á þessu ári hefur lögregla tekið 21 beiðni um nálgunarbann til afgeiðslu. Þar af hefur átta beiðnum verið hafnað eða tæplega 40%. Hlutfallið var svipað í fyrra. Um skilyrði nálgunarbanns er fjallað í lögum og er þar vikið að meðalhófinu sem segir að úrræðinu verði aðeins beitt þegar friðhelgi brotaþola verður ekki vernduð með vægari hætti. Við mat á þessu er litið til hættunar á því að brotið verði aftur gegn þeim sem sækir um nálgunarbann.Sigþrúður Guðmundsdóttir, framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins.Framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins segir að konum sé neitað um nálgunarbann ef ofbeldismaðurinn hefur látið af háttseminni um tíma. Þrátt fyrir að maðurinn sé ennþá ógn í þeirra lífi. „Við höfum verið með konur hjá okkur sem hafa sótt um nálgunarbann en ekki fengið, einmitt á þessum forsendum, að það sé ekki líklegt að maðurinn muni beita konuna áfram ofbeldi. En þá er ekki tekið tillit til þess hvað ofbeldismaðurinn er mikil ógn í lífi konunnar. Hvað það er mikil hrelling fólgin í símtali eða að eiga von á honum í garðinum öllum stundum," segir Sigþrúður Guðmundsdóttir, framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins. Hún telur að úrræðinu mætti beita oftar og segir hagsmuni brotamannsins vega of þungt í matinu. „Ef þú ert búinn beita einhvern af þínum nánustu ofbeldi, oft grimmilegu og ítrekuðu ofbeldi, manneskju sem vill ekkert með þig hafa og er að reyna koma undir sig fótunum aftur. Þá finnst mér ekkert sérstaklega mikið mannréttindabrot að þú hafir ekki leyfi til að hafa samband við hana," segir Sigþrúður. Sex mánuðir of langur tími frá brotiHulda Elsa Björgvinsdóttir, yfirmaður ákærusviðs lögreglunnar.Yfirmaður ákærusviðs lögreglunnar segir tímann skipta miklu máli við mat á því hvort hætta sé talin á að brotið verði aftur á einhverjum. Lögin eru þó ekki skýr um skilyrðin. „Lögskýringargögn eru ekki skýr um þetta atriði nákvæmlega. En við höfum þá haft til hliðsjónar úrlausnir dómstóla. Og við sjáum þar að ef sex mánuðir eru liðnir, þá er litið til þess að þarna sé of langur tími liðinn og að ekki sé hætta á því að viðkomandi brjóti aftur gegn brotaþola," segir Hulda Elsa Björgvinsdóttir, yfirmaður ákærusviðs lögreglunnar. Hún segir að skýrari lög myndu auðvelda verkefni lögreglunnar. „Eftir því sem lögin eru skýrari auðveldar það nú verkefni okkar en það er okkar hlutverk að láta þá bara reyna á málin," segir Hulda.
Mest lesið Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Erlent Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Innlent Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Innlent Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Innlent Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Innlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Banaslys á Biskupstungnabraut Innlent Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Erlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent Fjölskyldur lýsa martraðarkenndri bið Erlent Fleiri fréttir „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Banaslys á Biskupstungnabraut Krakkarnir beðið um að halda áfram heimsóknum á Hrafnistu Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Hótaði að nauðga manni og skallaði annan vegna húðlitar Stærðfræðikennarinn Stein sækist eftir fjórða sæti Langar raðir á Sorpu eftir hátíðarnar Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Rýnt í stöðuna í Venesúela og Sjálfstæðisflokkurinn á flugi Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Dóra Björt vill þriðja eða fjórða sæti Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Spunaleikari vill annað sæti Samfylkingarinnar í borginni „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sjá meira