Samkoma hvítra þjóðernissinna í bænum Charlottesville í Virginíu í gær var sú stærsta í áratugi. Hópurinn stóð saman af rasistum, nýnasistum, öðrum hópum hvítra þjóðernissinna og vopnuðum varaliðsmönnum. Boðað var til samkomunnar undir nafni öfgahægrihreyfingarinnar sem kennd hefur verið við „alt-right“ og undir yfirskriftinni „Sameinum hægrið“. Þeir sem mættu voru samsafn hvítra þjóðernissinna, nær eingöngu karlmenn, sem telja í raun að hvítt fólk sæti ofsóknum í Bandaríkjunum og að verið sá að þurrka út sögu þeirra. Eftir fjölmenna mótmælagöngu gegn því að stytta af Robert E. Lee, herforingja Suðurríkjanna í Þrælastríðinu, yrði tekin niður á svæði Háskólans í Virginíu á föstudagskvöld bjuggu öfgamennirnir sig undir viðburð dagsins í gærmorgun. Söfnuðust þeir saman í Frelsisgarðinum í miðbæ Charlottesville sem áður var kenndur við Lee herforingja og þar sem styttan umdeilda er. Fréttamaður breska ríkisútvarpsins BBC segir að sumir hafi verið klæddir í herklæðnað, aðrir hafi verið vopnaðir skotvopnum. Aðrir hafi klæðst svörtum skyrtum, hjálmum og stígvélum. Fáni gömlu Suðurríkjanna var áberandi en einnig sáust fánar með hakakrossi nasista. Öfgamennirnir slógu meðal annars upp skjaldborg á Frelsistorgi þar sem þeir komu saman.Vísir/AFPSvívirti tvær konur og heilsaði að sið nasista„Þú verður fyrst í helvítis bátinn heim,“ öskraði einn öfgamannanna á svarta konu sem stóð við öryggisgirðingu með hvítri konu samkvæmt lýsingu BBC. Maðurinn, ungur hvítur karlmaður sem var snoðaður og með sólgleraugu, sneri sér næst að hvítu konunni. „Og hvað þig varðar þá ferð þú beint til helvítis,“ sagði hann og heilsaði að sið nasista. Hvítu þjóðernissinnarnir hrópuðu slagorð gegn innflytjendum, gyðingum og beindu spjótum sínum að konum úr röðum mótmælenda sem höfðu komið til að andæfa samkundu þeirra. Kölluðu þær konurnar „svikara“ og að þær þyrfti að „undiroka“.Vopnaðir varaliðsmenn spígsporuðu um götur Charlottesville í gær.Vísir/AFPGötuslagsmál sem enduðu með hörmungumMótmælendur sem skilgreina sig sem andstæðinga fasista, baráttumenn gegn lögregluofbeldi gegn svörtum og fleiri hópar hrópuðu á móti ókvæðisorð að öfgamönnunum og hentu vatnsflöskum að þeim. Báðar fylkingar beittu piparúða. „Hunskist af götunum okkar, nasistaógeð,“ heyrðist kallað. Samkoman leystist fljótt út í götuslagsmál þar sem hnefar, prik og lausamunur voru látnir tala. Óeirðarlögregla skarst í leikinn og tvístraði hópnum. Skömmu síðar ók tvítugur maður hins vegar niður mótmælendur í göngugötu með þeim afleiðingum að 32 ára gömul kona lést og 19 aðrir slösuðust. Hann hefur verið ákærður fyrir manndráp og líkamstjón.Styttan af Robert E. Lee er hægriöfgamönnum hugleikinn. Þetta var í þriðja skipti á nokkrum mánuðum sem þeir hafa mætt til Charlottesville til að mótmæla því að hún verði tekin niður.Vísir/AFPHugsa um hagsmuni hvíta kynþáttarinsSjálfir virðast hvítu þjóðernissinnarnir ekki telja sig seka um rasisma þrátt fyrir að þeir boði kynþáttahyggju. „Það er náttúrulegt að fólk vilji vera með fólki af eigin tegund og að líta til eigin hagsmuna,“ sagði RS McCoy frá öfgahægri vefritinu Revolutionary Conservative sem hefur það markmið að „verja vestræna menningu“ og ein örfárra kvenna sem mætti á samkomuna. „Við ætlum að hugsa um okkar hagsmuni fyrst, svart fólk ætlar að hugsa um sína hagsmuni fyrst og ef við lítum út fyrir kynþætti til hluta eins og LGBT þá munu þau hugsa um sína hagsmuni fyrst. Það er ekki slæmt, það þarf ekki að draga upp dökka mynd af því,“ segir McCoy.Svonefndir andfasistar söfnuðust einnig saman í bænum til að mótmæla hvítu þjóðernissinnunum og hatri þeirra.Vísir/AFPKjör Trump var lyftistöng fyrir öfgahreyfingarNew York Times bendir á að kjör Donalds Trump sem forseta Bandaríkjanna hafi verið lyftistöng fyrir hópa hvítra þjóðernissinna sem hafi tekið yfirlýsingum hans sem stuðningi við málsstað þeirra. Þannig hefur forsetinn meðal annars talað fyrir banni við komum múslima til Bandaríkjanna og nýverið bárust fregnir af því að ríkisstjórn hans teldi aðgerðir til að bæta stöðu minnihlutahópa í háskólum mismuna hvítu fólki. Þannig sagði David Duke, fyrrverandi leiðtogi Ku Klux Klan, við fréttamenn í gær að hópurinn sem kom saman í Charlottesville ætlaði að „uppfylla loforð Donalds Trump“ um að „endurheimta landið okkar“. Trump neitaði að afneita stuðningi Duke við sig í kosningabaráttunni í fyrra og þóttist meðal annars ekki vita hver hann væri. Suðurríkjafánar voru áberandi hjá hvítu þjóðernissinnunum.Vísir/AFPÞví hefur það vakið mikla athygli og gagnrýni að Trump vildi ekki fordæma hvíta þjóðernissinna sérstaklega þegar hann tjáði sig stuttlega um atburðina í Charlottesville í gær. Fordæmdi hann aðeins ofbeldisverk „úr mörgum áttum“. Stephen Bannon, aðalráðgjafi Trump í Hvíta húsinu, sagði á sínum tíma um Breitbart, hægrisinnuðu fréttasíðuna sem hann rak, að hann hefði gert hana að málsvara alt-right-hreyfingarinnar í Bandaríkjunum.Fljótlega sló í brýnu á milli öfgamannanna og mótmælenda þeirra í gær. Það endaði með slagsmálum og á endanum dauða konu.Vísir/AFP Fréttaskýringar Mótmæli í Charlottesville Tengdar fréttir Neyðarástandi lýst yfir í Charlottesville vegna mótmæla hvítra þjóðernissinna Yfirvöld í Charlottesville í Virginíuríki í Bandaríkujunum hafa lýst yfir neyðarástandi í borginni vegna fjölmennra mótmæla. 12. ágúst 2017 17:34 Einn látinn eftir að bíl var ekið inn í hóp mótmælenda í Charlottesville Bíl var ekið inn í hóp mótmælenda á götum borgarinnar Charlottesville í Virginíuríki í Bandaríkjunum í dag með þeim afleiðingum að fjöldi fólks slasaðist og ein manneskja lést. 12. ágúst 2017 19:39 Átökin í Charlottesville: „Hatur kom til bæjarins okkar“ Tvítugur karlmaður er í haldi, grunaður um að hafa ekið á friðsama mótmælendur í Charlottesville í gær. Ríkisstjóri Virginíu skipar hvítum þjóðernissinnum og nasistum að hafa sig á brott en ekkert bólar á fordæmingu Donalds Trump forseta á hvítum öfgamönnum eða skoðunum þeirra eftir meiriháttar átök þeirra í bænum í gær. 13. ágúst 2017 07:58 Hvítir þjóðernissinnar fjölmenntu í göngu Slagorð gegn gyðingum voru á meðal þess sem hvítir þjóðernissinnar hrópuðu í fjölmennri mótmælagöngu í Virginíuríki í Bandaríkjunum í gærkvöldi. 12. ágúst 2017 11:12 Fyrrum leiðtogi Ku Klux Klan ákallar Trump Fyrrum leiðtogi Ku Klux Klan, David Duke, ákallaði Donald Trump þegar hann var inntur eftir viðbrögðum við atburðum dagsins í Charlottesville. 13. ágúst 2017 00:54 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent
Samkoma hvítra þjóðernissinna í bænum Charlottesville í Virginíu í gær var sú stærsta í áratugi. Hópurinn stóð saman af rasistum, nýnasistum, öðrum hópum hvítra þjóðernissinna og vopnuðum varaliðsmönnum. Boðað var til samkomunnar undir nafni öfgahægrihreyfingarinnar sem kennd hefur verið við „alt-right“ og undir yfirskriftinni „Sameinum hægrið“. Þeir sem mættu voru samsafn hvítra þjóðernissinna, nær eingöngu karlmenn, sem telja í raun að hvítt fólk sæti ofsóknum í Bandaríkjunum og að verið sá að þurrka út sögu þeirra. Eftir fjölmenna mótmælagöngu gegn því að stytta af Robert E. Lee, herforingja Suðurríkjanna í Þrælastríðinu, yrði tekin niður á svæði Háskólans í Virginíu á föstudagskvöld bjuggu öfgamennirnir sig undir viðburð dagsins í gærmorgun. Söfnuðust þeir saman í Frelsisgarðinum í miðbæ Charlottesville sem áður var kenndur við Lee herforingja og þar sem styttan umdeilda er. Fréttamaður breska ríkisútvarpsins BBC segir að sumir hafi verið klæddir í herklæðnað, aðrir hafi verið vopnaðir skotvopnum. Aðrir hafi klæðst svörtum skyrtum, hjálmum og stígvélum. Fáni gömlu Suðurríkjanna var áberandi en einnig sáust fánar með hakakrossi nasista. Öfgamennirnir slógu meðal annars upp skjaldborg á Frelsistorgi þar sem þeir komu saman.Vísir/AFPSvívirti tvær konur og heilsaði að sið nasista„Þú verður fyrst í helvítis bátinn heim,“ öskraði einn öfgamannanna á svarta konu sem stóð við öryggisgirðingu með hvítri konu samkvæmt lýsingu BBC. Maðurinn, ungur hvítur karlmaður sem var snoðaður og með sólgleraugu, sneri sér næst að hvítu konunni. „Og hvað þig varðar þá ferð þú beint til helvítis,“ sagði hann og heilsaði að sið nasista. Hvítu þjóðernissinnarnir hrópuðu slagorð gegn innflytjendum, gyðingum og beindu spjótum sínum að konum úr röðum mótmælenda sem höfðu komið til að andæfa samkundu þeirra. Kölluðu þær konurnar „svikara“ og að þær þyrfti að „undiroka“.Vopnaðir varaliðsmenn spígsporuðu um götur Charlottesville í gær.Vísir/AFPGötuslagsmál sem enduðu með hörmungumMótmælendur sem skilgreina sig sem andstæðinga fasista, baráttumenn gegn lögregluofbeldi gegn svörtum og fleiri hópar hrópuðu á móti ókvæðisorð að öfgamönnunum og hentu vatnsflöskum að þeim. Báðar fylkingar beittu piparúða. „Hunskist af götunum okkar, nasistaógeð,“ heyrðist kallað. Samkoman leystist fljótt út í götuslagsmál þar sem hnefar, prik og lausamunur voru látnir tala. Óeirðarlögregla skarst í leikinn og tvístraði hópnum. Skömmu síðar ók tvítugur maður hins vegar niður mótmælendur í göngugötu með þeim afleiðingum að 32 ára gömul kona lést og 19 aðrir slösuðust. Hann hefur verið ákærður fyrir manndráp og líkamstjón.Styttan af Robert E. Lee er hægriöfgamönnum hugleikinn. Þetta var í þriðja skipti á nokkrum mánuðum sem þeir hafa mætt til Charlottesville til að mótmæla því að hún verði tekin niður.Vísir/AFPHugsa um hagsmuni hvíta kynþáttarinsSjálfir virðast hvítu þjóðernissinnarnir ekki telja sig seka um rasisma þrátt fyrir að þeir boði kynþáttahyggju. „Það er náttúrulegt að fólk vilji vera með fólki af eigin tegund og að líta til eigin hagsmuna,“ sagði RS McCoy frá öfgahægri vefritinu Revolutionary Conservative sem hefur það markmið að „verja vestræna menningu“ og ein örfárra kvenna sem mætti á samkomuna. „Við ætlum að hugsa um okkar hagsmuni fyrst, svart fólk ætlar að hugsa um sína hagsmuni fyrst og ef við lítum út fyrir kynþætti til hluta eins og LGBT þá munu þau hugsa um sína hagsmuni fyrst. Það er ekki slæmt, það þarf ekki að draga upp dökka mynd af því,“ segir McCoy.Svonefndir andfasistar söfnuðust einnig saman í bænum til að mótmæla hvítu þjóðernissinnunum og hatri þeirra.Vísir/AFPKjör Trump var lyftistöng fyrir öfgahreyfingarNew York Times bendir á að kjör Donalds Trump sem forseta Bandaríkjanna hafi verið lyftistöng fyrir hópa hvítra þjóðernissinna sem hafi tekið yfirlýsingum hans sem stuðningi við málsstað þeirra. Þannig hefur forsetinn meðal annars talað fyrir banni við komum múslima til Bandaríkjanna og nýverið bárust fregnir af því að ríkisstjórn hans teldi aðgerðir til að bæta stöðu minnihlutahópa í háskólum mismuna hvítu fólki. Þannig sagði David Duke, fyrrverandi leiðtogi Ku Klux Klan, við fréttamenn í gær að hópurinn sem kom saman í Charlottesville ætlaði að „uppfylla loforð Donalds Trump“ um að „endurheimta landið okkar“. Trump neitaði að afneita stuðningi Duke við sig í kosningabaráttunni í fyrra og þóttist meðal annars ekki vita hver hann væri. Suðurríkjafánar voru áberandi hjá hvítu þjóðernissinnunum.Vísir/AFPÞví hefur það vakið mikla athygli og gagnrýni að Trump vildi ekki fordæma hvíta þjóðernissinna sérstaklega þegar hann tjáði sig stuttlega um atburðina í Charlottesville í gær. Fordæmdi hann aðeins ofbeldisverk „úr mörgum áttum“. Stephen Bannon, aðalráðgjafi Trump í Hvíta húsinu, sagði á sínum tíma um Breitbart, hægrisinnuðu fréttasíðuna sem hann rak, að hann hefði gert hana að málsvara alt-right-hreyfingarinnar í Bandaríkjunum.Fljótlega sló í brýnu á milli öfgamannanna og mótmælenda þeirra í gær. Það endaði með slagsmálum og á endanum dauða konu.Vísir/AFP
Neyðarástandi lýst yfir í Charlottesville vegna mótmæla hvítra þjóðernissinna Yfirvöld í Charlottesville í Virginíuríki í Bandaríkujunum hafa lýst yfir neyðarástandi í borginni vegna fjölmennra mótmæla. 12. ágúst 2017 17:34
Einn látinn eftir að bíl var ekið inn í hóp mótmælenda í Charlottesville Bíl var ekið inn í hóp mótmælenda á götum borgarinnar Charlottesville í Virginíuríki í Bandaríkjunum í dag með þeim afleiðingum að fjöldi fólks slasaðist og ein manneskja lést. 12. ágúst 2017 19:39
Átökin í Charlottesville: „Hatur kom til bæjarins okkar“ Tvítugur karlmaður er í haldi, grunaður um að hafa ekið á friðsama mótmælendur í Charlottesville í gær. Ríkisstjóri Virginíu skipar hvítum þjóðernissinnum og nasistum að hafa sig á brott en ekkert bólar á fordæmingu Donalds Trump forseta á hvítum öfgamönnum eða skoðunum þeirra eftir meiriháttar átök þeirra í bænum í gær. 13. ágúst 2017 07:58
Hvítir þjóðernissinnar fjölmenntu í göngu Slagorð gegn gyðingum voru á meðal þess sem hvítir þjóðernissinnar hrópuðu í fjölmennri mótmælagöngu í Virginíuríki í Bandaríkjunum í gærkvöldi. 12. ágúst 2017 11:12
Fyrrum leiðtogi Ku Klux Klan ákallar Trump Fyrrum leiðtogi Ku Klux Klan, David Duke, ákallaði Donald Trump þegar hann var inntur eftir viðbrögðum við atburðum dagsins í Charlottesville. 13. ágúst 2017 00:54