Fleiri minnismerki um Þrælastríðið fjarlægð eftir átökin í Charlottesville Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 13. ágúst 2017 21:05 Stytturnar eru báðar staðsettar í garðinum fyrir utan gamla dómhúsið í Lexington. Vísir/Getty Jim Gray, borgarstjóri Lexington í Kentucky, hyggst láta fjarlægja tvær styttur af leiðtogum af tímum Þrælastríðsins úr borginni eftir atburðina í Virginíu síðustu daga þar sem þrír létust og tugir slösuðust. Þetta tilkynnti Jim Gray á Twitter síðu sinni á laugardagskvöld. Hann sagðist hafa ætlað sér að tilkynna um áformin í næstu viku en að atburðir helgarinnar hafi valdið því að hann flýtti tilkynningunni. Stytturnar tvær sem um ræðir eru af John Hunt Morgan og John C. Breckinridge og eru þær báðar á lóð gamla dómshússins í borginni. John Hunt Morgan var hermaður fyrir Suðurríkjasambandið þar til hann lést árið 1864. John C. Breckinridge var fjórtándi varaforseti Bandaríkjanna og þrælahaldari. „Atburðir dagsins í Virginíu minna okkur á að við verðum að sameina landið okkar með því að fordæma ofbeldi, hvíta þjóðernissinna og haturshópa nasista,“ skrifaði Gray. „Við megum ekki leyfa þeim að móta framtíð okkar.“Today's events in Virginia remind us that we must bring our country together by condemning violence, white supremacists and Nazi hate groups— Mayor Jim Gray (@JimGrayLexKY) August 12, 2017 We cannot let them define our future.— Mayor Jim Gray (@JimGrayLexKY) August 12, 2017 Kentucky var ekki hluti af Suðurríkjasambandinu, líkt og Virginía, á tímum Þrælastríðsins. Ríkið var hins vegar fæðingastaður Jefferson Davis, forseta Suðurríkjasambandsins og Abrahams Lincoln, forseta Bandaríkjanna á tímum Þrælastríðsins. Kentucky gegndi lykilhlutverki í Þrælastríðinu og sagði Lincoln árið 1861 að það að tapa Kentucky þýddi að tapa stríðinu sjálfu. Mótmæli í Charlottesville Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Sjá meira
Jim Gray, borgarstjóri Lexington í Kentucky, hyggst láta fjarlægja tvær styttur af leiðtogum af tímum Þrælastríðsins úr borginni eftir atburðina í Virginíu síðustu daga þar sem þrír létust og tugir slösuðust. Þetta tilkynnti Jim Gray á Twitter síðu sinni á laugardagskvöld. Hann sagðist hafa ætlað sér að tilkynna um áformin í næstu viku en að atburðir helgarinnar hafi valdið því að hann flýtti tilkynningunni. Stytturnar tvær sem um ræðir eru af John Hunt Morgan og John C. Breckinridge og eru þær báðar á lóð gamla dómshússins í borginni. John Hunt Morgan var hermaður fyrir Suðurríkjasambandið þar til hann lést árið 1864. John C. Breckinridge var fjórtándi varaforseti Bandaríkjanna og þrælahaldari. „Atburðir dagsins í Virginíu minna okkur á að við verðum að sameina landið okkar með því að fordæma ofbeldi, hvíta þjóðernissinna og haturshópa nasista,“ skrifaði Gray. „Við megum ekki leyfa þeim að móta framtíð okkar.“Today's events in Virginia remind us that we must bring our country together by condemning violence, white supremacists and Nazi hate groups— Mayor Jim Gray (@JimGrayLexKY) August 12, 2017 We cannot let them define our future.— Mayor Jim Gray (@JimGrayLexKY) August 12, 2017 Kentucky var ekki hluti af Suðurríkjasambandinu, líkt og Virginía, á tímum Þrælastríðsins. Ríkið var hins vegar fæðingastaður Jefferson Davis, forseta Suðurríkjasambandsins og Abrahams Lincoln, forseta Bandaríkjanna á tímum Þrælastríðsins. Kentucky gegndi lykilhlutverki í Þrælastríðinu og sagði Lincoln árið 1861 að það að tapa Kentucky þýddi að tapa stríðinu sjálfu.
Mótmæli í Charlottesville Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Sjá meira