Fleiri minnismerki um Þrælastríðið fjarlægð eftir átökin í Charlottesville Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 13. ágúst 2017 21:05 Stytturnar eru báðar staðsettar í garðinum fyrir utan gamla dómhúsið í Lexington. Vísir/Getty Jim Gray, borgarstjóri Lexington í Kentucky, hyggst láta fjarlægja tvær styttur af leiðtogum af tímum Þrælastríðsins úr borginni eftir atburðina í Virginíu síðustu daga þar sem þrír létust og tugir slösuðust. Þetta tilkynnti Jim Gray á Twitter síðu sinni á laugardagskvöld. Hann sagðist hafa ætlað sér að tilkynna um áformin í næstu viku en að atburðir helgarinnar hafi valdið því að hann flýtti tilkynningunni. Stytturnar tvær sem um ræðir eru af John Hunt Morgan og John C. Breckinridge og eru þær báðar á lóð gamla dómshússins í borginni. John Hunt Morgan var hermaður fyrir Suðurríkjasambandið þar til hann lést árið 1864. John C. Breckinridge var fjórtándi varaforseti Bandaríkjanna og þrælahaldari. „Atburðir dagsins í Virginíu minna okkur á að við verðum að sameina landið okkar með því að fordæma ofbeldi, hvíta þjóðernissinna og haturshópa nasista,“ skrifaði Gray. „Við megum ekki leyfa þeim að móta framtíð okkar.“Today's events in Virginia remind us that we must bring our country together by condemning violence, white supremacists and Nazi hate groups— Mayor Jim Gray (@JimGrayLexKY) August 12, 2017 We cannot let them define our future.— Mayor Jim Gray (@JimGrayLexKY) August 12, 2017 Kentucky var ekki hluti af Suðurríkjasambandinu, líkt og Virginía, á tímum Þrælastríðsins. Ríkið var hins vegar fæðingastaður Jefferson Davis, forseta Suðurríkjasambandsins og Abrahams Lincoln, forseta Bandaríkjanna á tímum Þrælastríðsins. Kentucky gegndi lykilhlutverki í Þrælastríðinu og sagði Lincoln árið 1861 að það að tapa Kentucky þýddi að tapa stríðinu sjálfu. Mótmæli í Charlottesville Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Sjá meira
Jim Gray, borgarstjóri Lexington í Kentucky, hyggst láta fjarlægja tvær styttur af leiðtogum af tímum Þrælastríðsins úr borginni eftir atburðina í Virginíu síðustu daga þar sem þrír létust og tugir slösuðust. Þetta tilkynnti Jim Gray á Twitter síðu sinni á laugardagskvöld. Hann sagðist hafa ætlað sér að tilkynna um áformin í næstu viku en að atburðir helgarinnar hafi valdið því að hann flýtti tilkynningunni. Stytturnar tvær sem um ræðir eru af John Hunt Morgan og John C. Breckinridge og eru þær báðar á lóð gamla dómshússins í borginni. John Hunt Morgan var hermaður fyrir Suðurríkjasambandið þar til hann lést árið 1864. John C. Breckinridge var fjórtándi varaforseti Bandaríkjanna og þrælahaldari. „Atburðir dagsins í Virginíu minna okkur á að við verðum að sameina landið okkar með því að fordæma ofbeldi, hvíta þjóðernissinna og haturshópa nasista,“ skrifaði Gray. „Við megum ekki leyfa þeim að móta framtíð okkar.“Today's events in Virginia remind us that we must bring our country together by condemning violence, white supremacists and Nazi hate groups— Mayor Jim Gray (@JimGrayLexKY) August 12, 2017 We cannot let them define our future.— Mayor Jim Gray (@JimGrayLexKY) August 12, 2017 Kentucky var ekki hluti af Suðurríkjasambandinu, líkt og Virginía, á tímum Þrælastríðsins. Ríkið var hins vegar fæðingastaður Jefferson Davis, forseta Suðurríkjasambandsins og Abrahams Lincoln, forseta Bandaríkjanna á tímum Þrælastríðsins. Kentucky gegndi lykilhlutverki í Þrælastríðinu og sagði Lincoln árið 1861 að það að tapa Kentucky þýddi að tapa stríðinu sjálfu.
Mótmæli í Charlottesville Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Sjá meira