Óhóflegar vinsældir Íslands Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 15. ágúst 2017 06:00 Sú var tíðin að Ísland var svo óljóst í vitund umheimsins að maður varð nánast land- og ættlaus um leið og maður steig fæti á erlenda grund. Þar urðu allar útskýringar um uppruna og heimahaga að efnafræðiformúlum í eyrum heimamanna. Svo grunnt var á vitneskjunni um þessa eyju að maður var meira að segja sjálfur farinn að velta því fyrir sér hvort þetta Ísland væri ekki bara einhver allsherjar misskilningur. Þetta bauð hins vegar upp á þá skemmtan að segja suðrænu fólkinu frá snjóhúsinu þar sem ég átti að hafa alist upp og selspikinu sem þar var á borðum. Svo fór þetta að breytast og menn kváðu Björk við um leið og maður greindi frá föðurhúsum, síðan Guðjohnsen. Menn voru þó ekki upplýstari um landið en svo að enginn stoppaði mig af þegar ég nýtti mér skáldaleyfið og sagði af Huldumannaflokknum sem hefði meirihluta á Alþingi. En svo allt í einu voru allir búnir að fara til Íslands, voru á leiðinni þangað eða þekktu einhvern sem var nýkominn og hélt ekki vatni yfir fegurð þess. Þá voru menn orðnir svo Íslandsvísir að ég taldi öruggast að ljúga sem minnst. Menn voru farnir að kannast við forsætisráðherrann, þekktu svo hina ýmsu tónlistarmenn, íþróttamenn og leikara. Þetta fór stigvaxandi uns fjölmargir voru farnir að humma fræg íslensk lög eða tjá sig um tíðindi síðustu viku. Steininn tók svo úr fyrir nokkru þegar ég var kynntur fyrir Armena nokkrum í Malagaborg en hann spurði mig hvaðan ég væri og tjáði ég honum það. Því næst vildi hann vita nákvæmlega hvaðan af landinu ég kæmi og sagðist vera frá Bíldudal. Þá vildi hann vita hvort Hannes væri enn þá með Vegamót. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Jón Sigurður Eyjólfsson Mest lesið Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks Skoðun
Sú var tíðin að Ísland var svo óljóst í vitund umheimsins að maður varð nánast land- og ættlaus um leið og maður steig fæti á erlenda grund. Þar urðu allar útskýringar um uppruna og heimahaga að efnafræðiformúlum í eyrum heimamanna. Svo grunnt var á vitneskjunni um þessa eyju að maður var meira að segja sjálfur farinn að velta því fyrir sér hvort þetta Ísland væri ekki bara einhver allsherjar misskilningur. Þetta bauð hins vegar upp á þá skemmtan að segja suðrænu fólkinu frá snjóhúsinu þar sem ég átti að hafa alist upp og selspikinu sem þar var á borðum. Svo fór þetta að breytast og menn kváðu Björk við um leið og maður greindi frá föðurhúsum, síðan Guðjohnsen. Menn voru þó ekki upplýstari um landið en svo að enginn stoppaði mig af þegar ég nýtti mér skáldaleyfið og sagði af Huldumannaflokknum sem hefði meirihluta á Alþingi. En svo allt í einu voru allir búnir að fara til Íslands, voru á leiðinni þangað eða þekktu einhvern sem var nýkominn og hélt ekki vatni yfir fegurð þess. Þá voru menn orðnir svo Íslandsvísir að ég taldi öruggast að ljúga sem minnst. Menn voru farnir að kannast við forsætisráðherrann, þekktu svo hina ýmsu tónlistarmenn, íþróttamenn og leikara. Þetta fór stigvaxandi uns fjölmargir voru farnir að humma fræg íslensk lög eða tjá sig um tíðindi síðustu viku. Steininn tók svo úr fyrir nokkru þegar ég var kynntur fyrir Armena nokkrum í Malagaborg en hann spurði mig hvaðan ég væri og tjáði ég honum það. Því næst vildi hann vita nákvæmlega hvaðan af landinu ég kæmi og sagðist vera frá Bíldudal. Þá vildi hann vita hvort Hannes væri enn þá með Vegamót.
Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun
Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun